Leita í fréttum mbl.is

FÓSTUREYÐINGAR OG BÓLUSETNINGAR - ABORTION- dobbelt moral ....

Mér finnst hinir ítölsku ströng trúuðu kaþólikkar vera miklir dobbelt moral lið...

Páfagarður vill ekki að konur taki pilluna....en það má eyða fóstrum og svo mega konur þar fara í glasafrjóvganir komnar um og yfir fimmtugt...

En ég verð nú að spyrja þann sem skrifar fréttina hvað hann/hún eigi við með því sem segir hér "arfbætur"? 

Er þetta nýyrði fréttamanna á mbl.is  yfir "kynbætur"  eða tilraunir á eyddum fósturvísum?

Þeir eru kanski að ná sér í stofnfrumur með þessum hætti..

Hver veit....

Fróðlegt væri að vita hvort að konan sjálf hafi rauninni viljað láta eyða því fóstri sem læknarnir sögðu að væri eftir þeirra mælingum ekki "heilbrigt" (hvað er svo sem heilbrigt í dag mætti svo búa til heila bloggfærslu um)....

Hver segir svo að allar mælingar séu pottþéttar....

Hvað skyldi konan til dæmis hafa verið langt gengin þegar að þarna er komið? Það finnst mér vanta í fréttina....

Þegar ég varð ófrísk að mínum yngsta þá var ég kominn á þann aldur að ég hefði  getað farið í legvatnsástungu en ég vildi það ekki því ég vissi það að ég myndi alls ekki hafa getað "hent" þessum einstakling sem spriklaði og sparkaði þarna inni í mér.....

Þar fyrir utan er (var allavega þá ) legvatnsástunga ekki gerð fyrr en í 13 viku meðgöngu sem þýðir að komið er fram yfir löglegan fóstureyðingar tíma og ekki nóg með það að niðurstöðurnar koma ekki fyrr í 16 viku..

Frænka mín fór í þetta þannig að ég hef það frá henni hvernig þetta var..... Þannig það er sko ekkert verið að eyða einhverjum fósturvísi það er sko orðið barn þarna!!!! ( allavega í mínum huga) ..

Skyldi elsta syni mínum sem er með Asperger syndrome hafa verið hent ef að það hefði komið í ljós við svona rannsóknir að hann væri eða ætti á hættu að vera eins og hann er ef að ég hefði farið í legvatnsástungu þegar ég gekk með hann?  Sennilega hefði mér verið "hent" ef ég hefði verið fóstur í dag..það vantar nefnilega bein í mig á einum stað og auka bein var annarsstaðar....En ég er þó með bein í nefinu, svona stundum allavega...;-).. 

Ég tel eftir því sem ég hef rannsakað og aflað mér upplýsingar um, (er líka búin að þýða mikið af efni um bólusetningar) að því miður hafi hann orðið svona út frá bólusetningum því hann var alveg eðlilegur,  sem er svo aftur afstætt,  en samkvæmt því sem sagt var við mig áður en bóluefna eitursullinu var dælt í hann þá var hann það .. 

Það er til dæmis ekki langt síðan að ég komst að því að í bóluefninu við kíghósta  (pertussis) er efni sem er notað til að framkalla heilabólgu hjá tilraunadýrum á rannsóknarstofum!!!!  

Eru börnin okkar kanski bara einhverjar tilraunakanínur?  Skyldi þarna kanski vera komin að einhverjum hluta til orsök allra þessarra svokallaðra "geðraskana"?

Viðhengd mynd

Ég held við ættum að fara að stansa aðeins við áður en við látum læknana eða heilbrigðis batteríið alveg ráða því hvort að þessi einstaklingur sé velkominn eða ekki velkominn í heiminn....eða hvort við viljum láta gera þetta eða hitt við okkur eða afkvæmin okkar ófædd sem fædd! Er ekki alltaf verið að segja að við´höfum "frelsi" til að velja og hafna í öllum málum ? Það er jú það sem mér hefur skilist að sé aðalsmerki lýðræðislegrar stjórnunar en það er kanski bara misskilningur hjá mér...


mbl.is Mistök við fóstureyðingu vekja mikið umtal á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það var gott hjá þér að fara ekki í legvatnsskoðun.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.8.2007 kl. 12:00

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta er viðkvæmt mál, ég er frekar mótfallin fóstureyðingum almennt.  Það er mikilu meira mál en sýnist og skilur eftir mörg ör á sálinni hjá konum og aðstandendum.  Auðvitað geta komið tilfelli þar sem um líf og heilsu konunnar er að ræða en það er fremur sjaldgæft.

Vilborg Traustadóttir, 28.8.2007 kl. 14:29

3 Smámynd: www.zordis.com

Sæl Agný,

Góð skrif hjá þér.  Ég bý í kaþólsku landi "Spánn" og konur eru orðnar mun meðvitaðri þrátt fyrir sína trú.  Það er með ólíkindum að kirkjan skuli vera á móti getnaðarvörnum og leyfa fóstureyðingar.

Langar að skrifa svo margt en ....  sendi þér hjarta í staðinn!

www.zordis.com, 28.8.2007 kl. 22:35

4 Smámynd: Agný

Þakka fyrir athugasemdirnar. Já Jórunn ég gat bara alls ekki hugsað mér að fara í legvatnsástungu en einu sinni var þetta nú gert þannig að það voru teknar mig minnir að það hafi verið kallað "totur" innan  úr leginu en það var klipið af og var sú aðgerð framkvæmd í 9 viku meðgöngu. Ástæðan fyrir því að þeir hættu því var sú að það fæddust 2 börn ( muni ég rétt, en  það er svo langt síðan ég las um þetta það geta hafi verið fleiri og mjög trúlega) í USA  sem vantaði nákvæmlega jafnmikið á annan handlegginn á báðum. Konurnar bjuggu langt hvor frá annari en báðar fóru sem sé í þessa sýna töku. Málið var að báðum konum hafði verið sagt að fóstrið væri alheilbrigt samkvæmt niðurstöðum úr sýna tökunni. Þá vöknuðu upp þær spurningar hvort verið væri að taka eitthvað af vef í  móðurlífinu sem að ætti eftir að tengjast við fóstrið. Þetta á sem sé að vera ástæðan fyrir því að þeir fóru að taka legvatns sýni og ekki fyrr en í 13 viku meðgöngu...

Vilborg fóstureyðingar eru alltaf viðkvæmt mál eða ættu allavega að vera það. En mér finnst eitthvað mikið að ef að sama manneskjan getur farið 3 í röð í fóstureyðingar án þess að nokkrar félagslegar ástæður liggi að baki (þekki til svoleiðis tilfellis).. A´vísu ákvað nú manneskjan ekki að fara í fóstureyðingu er hún varð ófrísk að fjórða barninu....Mér varð á að spyrja hvort að hún hefði ekki notað neinar getnaðarvarnir nei var svarið og í engin skiftin gerði hún það.. Henni fannst ekkert athugavert við að fara þrisvar í röð í fóstureyðingu bara af því að henni hentaði ekki að ala upp barn...ja nennti ekki minnir mig að hún segði...Henni hefði nú verið nær að "nenna" að taka pilluna...En ég skil ekki ef að læknum finnst þetta bara peace of cake þ´o svo ég þekki konu sem var þó gift og átti tvö börn en verður ófrísk þegar að það yngra er 6 mán og hún fer til læknisins í skoðun þá spyr hann hana hvort hún vilji ekki fóstureyðingu því það sé svo stutt á milli barnanna....Þannig að það er víða pottur brotinn......

Zordis það er gott að konurnar eru orðnar meðvitaðari og ég ætla að vona að  það sé í sambandi við að nota getnaðarvarnir en ekki að nota fóstureyðingar sem getnaðarvörn...Ég verð nú að segja að mér finnst nú oft ansi lítill munur á kaþólsku kirkjunni og muhamedstrú í sambandi við framkomu páfa og ajatollanna gagnvart konum. Einungis munur á framkvæmd og áherslum við að fylgja eftir kúguninni....Ja ef að maður skoðar grannt þá eru sko nægir fordómar gagnvart kvenkyni í öllum trúarstefnum...Ja reyndar ekki bara kvenkyni heldur öllum minnihluta hópum..Kanski við íslendingar þýðum orðið "religion" rétt sem trúar"brögð", því oft eru brögðin,  blekkingarnar og skrumið og sýndarmennskan sem þetta lið beitir er á við hinn besta sirkus...nema að það eru sko engin töfra"brögð"...heldur mikið frekar "brögð" í tafli.... þoli ekki svona sýndarmennsku..

Agný, 28.8.2007 kl. 23:59

5 Smámynd: www.zordis.com

Konur í kaþólskum löndum (þekki ekki múhameðstrú þótt hér svífi um slæðukonur) já, konurnar eru meðvitaðar, nútímalegar inn í borgum og stærri bæjum!  Litlu þorpin og sveitahéruðin búa sennilega enn við margt óréttlætið þar sem karlmennskugildið svífur hæst.

Kvensjúkdómalæknar bjóða upp á allar gerðir af getnaðarvörnum sem fólk frá N-Evrópu er vant til.  Út í matvörubúð eru standar með smokkum og kitlhringjum svo eitthvað hefur viðhorf breyst hjá hinum trúaða kaþólikka sem er þó ekki neitt samansem merki við kirkjuna sjálfa ...... Spænskar konur eru mun sjálfstæðari nú en áður og var sem dæmi umfjöllum um það í sjónvarpinu að hin dæmigerða spænska nútímakona gengur síðar í hjónaband og hyggur á barneignir.  

Ég er mótmælandi og bý með kaþólikka og valdi mér mjög líbó tengda fjölskyldu  við búum við ákveðinn viðhorfa mun frá uppeldinu en menningarheimur okkar er mun nær en mig grunaði. 

Eigðu ljúfan dag!

www.zordis.com, 29.8.2007 kl. 08:50

6 Smámynd: Fríða Eyland

Sæl Agný.

Fóstureyðingar eru grafalvarlegar og stór áhvörðun hjá kverri sem hana tekur. Konur eiga að eiga sig og ráða, flestar sem beturfer fara ekki í slíka aðgerð án umhugsunar. Og margar konur þessa heims eru í svipaðri stöðu og múldýr því miður.

Um daginn var í rúv að mig mynnir umræða um neyðarpilluna og misnotkun íslenskra unglingsstúlkna á því meðali, viðmælendur þrjár 15 ára þektu allar dæmi um jafnöldrur sínar. Þar sem sama stúlkan hafði notað pilluna oftar en einu sinni, jafnvel fimm sinnum!

Annar viðmælandi hjúkka að mig mynnir sagði að þessi pilla væri sannkölluð neyðar...og gæti haft alvarlegar afleiðingar t.d erfiðleika í framtíðinn þegar viðkomandi hyggst verða móðir.

Mín skoðun er að þessi pilla á að vera lifsseðils-skyld en ekki eins og nú er að stelpukrakkar gangi að þessu vísu í næsta apóteki rétt eins og um sjampoo væri að ræða.


Góðar stundir

Fríða Eyland, 29.8.2007 kl. 11:41

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég fór heldur ekki í legvatnsástungu, læknirinn var ekki ánægður með það, en ég sagði honum að ég sæi engann tilgang, var ekki tilbúin að fara í fóstureyðingu.  Ég tek undir það að hver og einn á að velja fyrir sig, ekki að láta aðra hafa áhrif á sig.

Ester Sveinbjarnardóttir, 30.8.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband