Leita í fréttum mbl.is

NOKKRAR ATHYGLISVERÐAR STAÐREYNDIR UM HOLLUSTU ÚR BÓK SEM HEITIR " BÆTIEFNA BIBLÍAN"

 eftir Earl L. Mindell. Þýdd af Þórdísi Bachmann.Gefin út 1986
*Ein sígaretta eyðir 25 mg af C-vitamin.
*Fólk sem býr í borgum fær ekk eins mikið D-vitamin og fólk til sveita, því að mengunin útilokar útfjólublá geisla sólarinnar.
*Meira en einn "kokkteill" á dag getur valdið skorti á B1, B6 og fólinsýru.
*Fæstar þeirra kvenna er nota "pilluna" sem getnaðarvörn gera ser grein fyrir að hún eyðir B6, B12, fólinsýru og C-vitamin.*B1-vitamin getur komið í veg fyrir ferðaveiki.
* Ef matarræði þitt eru hvítuefnaríkt, þarftu aukamagn af B6.
*Rússar hafa komist að því að B12 getur komið í veg fyrir timburmenn.
 
Vitamin og steinefni gegn þunglyndi og áhyggjum.
í mörgum tilfellum hefur komið í ljós að eftirfarandi vitamin og steinefni gefa góða raun við meðferð þunglyndis og kvíða:
B1-vitamin (tíamin) --stórir skammtar virðast setja kraft í þunglynt fólk og róa áhyggjufulla.
B-6 vitamin (pyridoxin) ---mikilvægt fyrir nýrnabarkar starfsemi.
Pantóþensýra- hefur spennuslakandi áhrif.
C-vitamin (askorbinsýra) - ómissandi gegn streitu.
E-vitamin (alfa-tokoferól) - hjálpar heilafrumum að fá það súrefni sem þær þarfnast.
Zink-- nauðsynlegt fyrir taugastarfsemi- kallað andstreitu steinefnið.
Kalk --gerir þig minna taugaveiklaðan, afslappaðri.
 
SUM LYF GETA AUKIÐ VANDAMÁL ÞÍN.
Áfengi er taugadeyfandi.
Takir þú róandi lyf og drekkir ofan í þau, getur sú samsetning valdið alvarlegu þunglyndi-- eða jafnvel dauða. Ef þú sameinar róandi lyf og andhistamín, gætir þú fundið fyrir skjálfta og skilningstruflunum. Getnaðarvarnarpillan rænir líkamann B6, B12, fólinsýru og C vitamini. Því er ekki að undra að konur á pillunni finni fyrir þunglyndi. Þörf þeirra fyrir B2. sem er nauðsynlegt til þess að tryptófan nýtist eðlilega, er fimmtíu til hundrað sinnum meira en þeirra sem ekki nota pilluna.
 
ZINK
Staðreyndir.
Zink vinnur sem nokkurkonar umferðalögregla, það stjórnar og hefur eftirlit með að líkaminn losi sig við kolsýru, viðhaldi gerhvata kerfa (ensíma) og fruma. Nauðsynlegt fyrir samruna hvítuefna.Ákvarðar samdráttarhæfni vöðva. Hjálpar til við myndun insúlíns. Mikilvægt fyrir stöðugleika blóðs og viðhalds sýru_alkalíjafnvægi líkamans. Er mikilvægt fyrir þroska allan þroska æxlunarfæra og hefur jafnvægisáhrif á blöðruhálskirtilinn.
Nýjar rannsóknir eru vísbending um mikilvægi þess fyrir heilastarfsemi og við geðklofa.Sterkar líkur eru á að það sé nauðsynlegt til myndunar kjarnasýrunnar DNA. RDS. samkvæmt Manneldisráði Íslands, eru 15 mg fyrir fullorðna (20-25 mg fyrir þungaðar konur og mjólkandi) Mikil svitnun getur valdið allt að 3 mg tapist daglega
(Innskot Agný. Þá tel ég mjög líklegt að konur á breytingarskeiðinu séu að tapa enn meira af Zinki í sínum svitakófum..Kanski ekki vitlaust að auka inntöku af Zink á því skeiði?) Mest allt zink tapst við framleiðsluaðferðir, eða er ekki til staðar í verulegu magni vegna næringarsnauðs jarðvegs.
 
Hvað getur Zink gert fyrir þig?
Hraðað því að innvortis og útvortis sár grói. Losað þig við hvíta bletti á nöglunum. Hjálpað við meðferð ófrjósemi. Komið í veg fyrir blöðruhálskirtils vandamál. Stuðlað að vexti og andlegri snerpu. Dregið úr uppsöfnun kólestróls.
 
HÖRGULSJÚKDÓMAR: 
Mögulega ofvöxtur blöðruhálskirtils. Æðakölkun.
 
MATVÆLI SEM INNIHALDA ZINK.
Læri, lambakótellettur, svínahryggur, hveitikím, ölger, egg og þurrmjólk.
 
Bætiefni:
Er í öllum góðum fjölvítamin og fjölsteinefnablöndum.
Fæst í zinksúlfat-eða zinkglúkónattöflum frá 15 - 300 mg að styrkleika. Áhrifamáttur þess virðist vera sá sami, þó virðist sem að fólk þoli zinkglúkónat betur.Best að taka griphúðað zink. Zink fæst einnig í C-vitamin, magníum (magnesíum) og B-hópsblöndu.
 
Eitureinkenni.
Því sem næst óeitrað, nema ef inntaka er óhófleg eða sá matue sem neytt er hefur verið geymdur í galvaníseruðum ílátum. Ekki er mælt með yfir 150 mg skömmtum.
 
Heilræði mín: 
Takir þú stóra skammta af B6, þarftu að taka meira zink. Það á einnig við ef að þú ert áfengissjúklingur eða sykursjúklingur.Karlmönnum með blöðruhálskirtils vandamál - og jafnvel án þeirra-- er ráðlagt að halda zink magni sínu háu. Ég hef séð bætiefna áætlun með B6 og zink bera góðan árangur í getuleysistilfellum. Öldruðu fólki sem hefur áhyggjur af "kölkun" gæti þótt zink og og mangan uppbót gagnleg. Ef þú ert með óreglulegar tíðir, væri reynandi að taka zink uppbót áður en gripið er til hormónagjafar til að koma á þær reglu. Mundu, ef að þú eykur við þig zimk gjöf, þá þarftu meira af A- vitamini.
 
B6- VITAMIN ( Pyridoxin) 
Staðreyndir: 
Vatnsleysið. Skilur út innan átta tíma frá neyslu og þarf ví að endurnýja með mat eða bætiefnum eins og hin B-vitaminin.   B6 er í raun hópur efna- pyridoxins, pyridoxals og pyridoxamíns- sem eru náskyld og verka saman Mælt í milligrömmum (mg) Þörf eykst þegar neytt er eggjahvíturíkrar fæðu. Verður að vera fyrir hendi við myndun mótefna og rauðra blóðkorna. Ráðlagður dagskammtur er fyrir fullorðna er 1,6 til 2.0 mg á dag, þó mælt sé með 2.5 fyrir konur með barn á brjósti eða barnshafandi. Nauðsynlegt til réttrar upptöku B12-vitamíns. Ómissandi þáttur til myndunar saltsýru og magnesíns.
 
HVAÐ GETUR ÞAÐ GERT FYRIR ÞIG.
Melt prótín og fitu almennilega. Hjálpað til að breyta tryptófani nauðsynlegri amínósýru, í nikótínsýru.Hindrað ýmsa húð- og taugakvilla. Dregið úr ógleði ( ráðlagt við bíl- og sjóveiki og morgun uppköstum). Stuðlað að réttum samruna kjarnasýra sem vinna gegn hrörnun. Dregið úr vöðvakrampa, handadofa, og vissum tegundum af taugabólgu í útlimum. Starfað sem eðlilegt þvagræsilyf.
 
HÖRGULSJÚKDÓMUR.
Blóðleysi, húðbreytingar, fjöltaugabólga.
 
Matvæli sem innihalda B6-vitamín
Ölger, hveitiklíð, hveitikím, lifur, nýru, hjörtu, melóna, hvítkál, mjólk, egg og nautakjöt.
 
Bætiefni.
Auðfánlegt í ýmsum skammtastærðum- frá 20-500mg- bæði eitt sér og í B-hópi og fjölvitaminum.Til að koma í veg fyrir skort á B-vitamínum ætti að taka jafnmikið af B1 og B2 og pyridoxini.
 
Eiturvirkni:
Engin þekkt eiturvirkni. Möguleg merki um umframmagn af B6 eru svefnleysi og glöggt draumminni.
 
Gagnvirkni:
Langvarandi geymsla, niðursuða, steiking, eða hægsuða kjöts, vatns, áfengi og estrogen.
 
Heilræði mín.
Ef þú ert á pillunni er mjög líklegt að þú þurfir meira magn af B6. Þeir sem borða mikið af hvítuefnaríkum mat, þurfa aukamagn af þessu vitamini. Ef þú kaupir B-hóp, skaltu athuga að það innihaldi nægt B6. B6 er dýrt og í sumum blöndum er ekki nóg af því. Ef þú manst aldrei  hvað þig dreymir, er mögulegt að þú þurfir að taka pyrodoxin í viðbót við fjölvítamínið eða B- hópinn þinn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Takk Agný mín. Ég þyrfti að hafa þig altaf hér til að segja mér til.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.9.2007 kl. 17:02

2 Smámynd: Fríða Eyland

pyrodoxin Það er greinilega eitthvað sem mig vantar en hvað er pyrodoxin kæra Agný.

P.S

Stundum finst mér þú  vita mikið um mikið

Fríða Eyland, 19.9.2007 kl. 00:55

3 Smámynd: Fríða Eyland

Sorry auðvitað B6 var orði eitthvað syfjuð en aftur takk færslan er fróðleiksbrunnur eins og alltaf hjá þér 

Fríða Eyland, 19.9.2007 kl. 14:41

4 Smámynd: Agný

Gott að heyra að það sem maður skrifar geti bæði verið til gagns Jórunn og Fríða ..gamans vonandi  stundum líka... Já Guðmundur...eins gott að ég fái að kveðja karlugluna líka 

Agný, 19.9.2007 kl. 16:19

5 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Er þetta ekki bætiefna biblían ? nafnið á bókinni ?

Brynjar Jóhannsson, 20.9.2007 kl. 17:34

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Takk fyrir...og þú sérð kannski bara nýjan kall í kveðjuhittingnum?  Án gríns.....gangi ykkur vel og eigðu góða helgi....

Vilborg Traustadóttir, 21.9.2007 kl. 11:26

7 Smámynd: Agný

Brynjar þetta er Bætiefna Biblían..en það er kanski sem mætti vera skrifað skýrara í henni og líka fleiri uppgötvanir sem hafa orðið í kringum vitamin og steinefni´frá þeim tíma sem hún kom út en virkilega góð bók sem ég held að allir ættu að eiga. Svo er önnur bók sem mér finnst líka góð en hún heitir Hættum að eldast í íslenskri þýðingu. Á kanski eftir að setja eitthvað inn úr henni hér..Takk Ippa maður sér oftar nýjar hliðar á karlinum  en það er jú ok

Agný, 21.9.2007 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband