Leita í fréttum mbl.is

Hvað er "blogg" í rauninni?

Er það það að maður skrifi um daginn og veginn og svona það sem almennt á daga manns drífur?
Er það að skrifa bara um politík? 
Eða er það skrifa svona "bland í poka"?
Ég hef aðeins verið að skoða hvernig fólk skrifar og það virðst vera að fólk skiftist í tvo hópa..
Þá sem skrifa bara um politík og þá sem skrifa um sín fjölskyldu og dægurmál.
Mér finnst ég stundum passa með þessum hópnum ..svo hinum.. stundum báðum...
En svo hvorugum..( er svo sem ekkert óvön því að fitta hvergi).
Ég er  vön að skrifa á spjallborð og hef verið slatta í því að þýða fréttir og greinar, þó svo ég skrifi líka mikið frá eigin brjósti..ja hafi gert allavega..
En núna er ég eiginlega lostWoundering..eða  "áttavillt".
Svo uppgötva ég það að ég kvitta hjá ykkur öllum eða flest öllum eins og þegar ég væri að svara á spjallborði... þannig..oft huge lesning...vona að þið fyrirgefið mér það....
En út frá þessum pælingum mínum um það hvað þetta "blogg" er eiginlega þá hef ég ákveðið að mín skrif verða í bland þýddar greinar (kanski búnar að birtast annarsstaðar) og ýmis málefni  eins og ég sé þau eða hef upplifað.. ( hef af nógu að taka þar )....
En þetta allt spannar ansi marga málaflokka ef út í það er farið...ja ..þið getið séð hvaða flokkar það eru ef þið hafið áhuga á hér inni http://www.alvaran.com 
Ég hef gaman af því að pæla í öllu mögulegu og ómögulegu ..mamma sagði að ég hefði alveg slegið "Aravísunum" við.. ,, afi afhverju er eldurinn heitur".. það er sko akkúrat ég...
Guð sé lof að ég er ekki barn núna ..ég hefði verið sett tripple skammt af ritalin...maður verður ekki vinsæll hjá kennurum ef maður er síspyrjandi og manni finnst þeir aldrei geta svarað sér af neinu viti...og alls ekki vita meir en þeir...
En áður en ég verð komin út í eitthvað allt annað en upphafið var..þá segi ég
The End..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Hæ hæ nú er ég búin að vera að fletta í gegn um alla spennadni linkana þína á síðuni, þar sem börnin mín eru bæði með Asperger og ADHD fann ég mikið af fróðlegu efni. Og ýmsar nýjar hugmyndir og er þó búin að lesa og læra mikið síðustu árinn Mér fynnst að bloggið sé svolítil endurspeglun af okkur sjálfum. Sumir eru uppteknir af fréttum, og ég er það örsjaldan, en les oft eithvað sem hefði farið framhjá mér hjá bloggvinum, og aðrir nota þetta meira sem dagbók. Þegar ég ákvað að blogga, var það svo að foreldrar mínir, systkini og vinir gætu fylgst með og séð af okkur myndir, en síðan hefur þetta bara þróast af sjálfu sér. Mér þykir orðið vænt um bloggvinina og fylgist spennt með hvað þeir eru að gera. Jæja nú er ég farin að blogga hjá þér. Svo það er best að ég segi The end....

Knús Sigrún. 

Sigrún Friðriksdóttir, 12.1.2007 kl. 23:34

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég fór að blogga svona óvart. Fór á netið og sá auglýsingu frá blogg .is Reyndi það og var húkkuð. Ég hef alla æfina verið að skrifa. Réttritunin aldrei verið góð. Hef bara verið að tjá mig og geri hér. Fer ekki eftir neinum lögmálum. Reyni ekki að gera eins og aðrir. Ég er bar ég. Mér bykir gott að hafa kynnst þér Agný, lika Sigrúnu og mögrum öðrum bloggvinum. Bloggið hefur komið okkur saman gegnum skrif. Já og reyndar annað Agný mín. Bestu kveður Þín Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 13.1.2007 kl. 00:56

3 Smámynd: Ólafur fannberg

segi eins og Jórunn byrjaði bara óvart og er forfallinn í dag Blogg er spjall um hitt og þetta.....

Ólafur fannberg, 13.1.2007 kl. 16:13

4 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Já, hvað er blogg? Ég tel, og mér finnst "blogg" vera vettvangur fólks til að kynna sjálfan sig, lífsskoðanir og skoðanir um stjórnmál og margt fl. Blogg er fyrir suma "losun" á skoðannahami og margir eru hreinir snillingar að koma frá sér skoðunum í bundnumáli, s.b.b. Kela, vin okkar í Borganesi. Hann er svona Bloggsnillingur sem segir sína skoðun afdráttalaust og án umbúða. Ég virði það. Virði það mjög mikils og líkar vel við þannig fólk. Við erum alls ekki sammála, en erum samt bloggvinir. Vinir á bloggsvæðinu sem skilja og fyrir allt, VIRÐA hvorn annan. Þetta er að verða samfélag sérvitringa og sénía, skoðanafrelsissinna, náttúrusinna, og virkjana vina, stjórnarsinna, og andstöðumanna og kvenna. Semsé fólkið í landinu sem segir sína skoðun um umbúðalaust en þó með merkimiða, en hann er merktur  sem; Blogg.is...

Sveinn Hjörtur , 13.1.2007 kl. 17:02

5 Smámynd: Kristján Pétursson

Spjallið á að vera um náttúruna og tilveruna í eins víðtækri merkingu og mögulegt er.Mér finnst þú vera á réttri leið.Tek þó fram reynsluleysi mitt á þessum vettvangi,þó ég hafi skrifað hundruð greina í blöð og tímarit og einnig tvær bækur,er maður sífellt að læra.

Kveðja.

Kristján Pétursson, 13.1.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband