Leita í fréttum mbl.is

MAGNESÍUM, OFBELDI OG ÞUNGLYNDI...

magnesium-deficiency1.png
Eftir Mark Sircus, Ac., OMD
Medical News, IMVA 23 feb., 2006.

Í febrúar 2006 skýrði New York Times blaðið frá því að ofbeldistengdir glæpir hafi verið í lágmarki um öll Bandaríkin og í borgum eins og New York, Miami og Los Angeles, en samt hafa þeir aukist verulega mikið víðs vegar annarsstaðar um landið.

Á meðan glæpir af þessu tagi einkenndust af deilum milli glæpaklíka og eiturlyfjasvæða áður fyrr, telur lögreglan orsakir flestra manndrápa í dag vera smávægilegar og ættu ekki einu sinni að valda slagsmálum, hvað þá skotbardögum eða hnífsstungum.

 Sources:

"MIT: Magnesium May Reverse Middle-Age Memory Loss"

Medical News Today, 12/1/04, http://www.medicalnewstoday.com 

"Dietary Magnesium Depletion Affects Metabolic Responses During Submaximal Exercise in Postmenopausal Women"

Journal of Nutrition, Vol.132, No. 5, May 2002, nutrition.org

"Lack Energy? Maybe It's Your Magnesium Level"

Science Daily, 5/10/04, http://www.sciencedaily.com 

"Prolonged Magnesium Deficiency Causes Osteoporosis in the Rat" 

Journal of the American College of Nutrition" Vol. 23, No. 6, December 2004

"Magnesium Deficiency Linked to Osteoporosis"

Natural Products Insider, 1/10/05, http://www.naturalproductsinsider.com 

Sakborningar segja lögreglunni að þeir hafi drepið þann sem niðurlægði þá eða einhvern úr fjölskyldu þeirra, eða þann sem sendi þeim illilegt augnaráð. [1]

Lögreglustjórinn Nannette H. Hegerty frá Milwaukee kallar það „reiðimálið“ segir í blaðinu sem hefur ennfremur eftir henni: „Við höfum fyrir augunum mjög reiða þjóð sem berst ekki lengur með hnefunum heldur grípur beint til byssunnar.“

Þegar við spyrjum af hverju skaustu þennan mann fáum við svör eins og „hann rakst í mig“ eða „hann horfði á kærustuna mína“ segir Sylvester M. Johnson, lögreglustjóri Fíladelfíu.

„Það er ekki eins og þeir séu keyrandi um skjótandi á hvorn annan, heldur eru þetta rifrildi, heimskuleg rifrildi vegna heimskulegra hluta.“

Ástæða ofbeldisglæpa hefur oftast verið rifrildi en það sem er að gerast er að menn grípa miklu fyrr til byssunnar en áður.

„Í ránum“ segir Lögreglustjóri Milwaukee, Hegerty:

„jafnvel eftir að manneskja hefur gefist upp, skýtur byssumaðurinn hann samt.

Það var ekki eins mikið um þetta áður fyrr.“

Hvað getur ollið þessari aukningu á ofbeldi?

Við getum látið okkur detta í hug að skráður magnesíumskortur 70% þjóðarinnar geti verið hluti af vandamálinu og að við upplifum glæpi tengda þeim sem eru verst settir af þessum skorti.

Tveir frumþættir þess að heili okkar starfi eðlilega eru nægar orkubirgðir og hæfilega mikið magn lífefna sem eiga þátt í að senda taugaboð um líkamann. Magnesíum er lífsnauðsynlegt bæði til að framleiða orku og taugaboðefni, auk þess til viðhalds varnarveggja milli blóðs og heila.

Kjarni vísindanna tengir magnesíum við taugafræðilega sjúkdóma. [2]

Magnesíum skortur veldur serótónín skorti
með væntanlegum afbrigðilegum hegðunum,
þar með töldu þunglyndi, sjálfsmorðum
og óraunhæfum ofbeldisverkum.

Paul Mason.

Magnesíum er ekki eina næringarefnið þar sem skortur getur valdið vandamálum tengdum huga og tilfinningum. Sínk er líka mikilvægt steinefni og er tengt geðrænum sjúkdómum.

Yfir 90 málm-ensím þurfa á sínki að halda og starfsemi heilans byggir á nægjanlegu magni þess. Skortur á sínki getur valdið minnisleysi, sinnuleysi, þunglyndi, pirringi, þreytu, geðsjúkdómum og ofsóknaræði.

Skortur á öðrum steinefnum getur valdið ýmsum kvillum en magnesíum og sínk eru þau mikilvægustu.

Margar mikilvægar rannsóknir sem gerðar hafa verið á
stofnunum fyrir vandræðabörn og unglinga hafa
sýnt að ofbeldi og alvarleg andfélagsleg hegðun
hefur minnkað næstum því um helming
eftir að skipt var yfir í næringarríkari fæðu.

Embættismenn heilsugeirans og lyfjafyrirtækin vilja ekkert vita um notkun einfaldra steinefna til meðhöndlunar á þunglyndi eða ofbeldi. Síðan serotonin lyfin (SSRI) og önnur geðlyf komu á markaðinn hafa ótal rannsóknir sýnt að hin svokallaða „nýja kynslóð“ geðlyfja hefur reynst gagnslaus og hættuleg.

Um allan heim hefur sala á geðlyfjum aukist, úr 263 milljónum dollara árið 1986 í 8,6 þúsund milljónir dollara árið 2004 og sala þundlyndislyfja aukist úr 240 milljónum dollara árið 1986 í 11,2 þúsund milljónir dollara.

Samanlagt jókst salan á þessum tveimur tegundum lyfja úr 500 milljónum dollara árið 1986 í 20 þúsund milljónir dollara árið 2004, sem er um 40% aukning, segir Robert Whitaker, höfundur

Mad in America. [3]

Samkvæmt rannsókn sem Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna
borgaði fyrir þá hefur hefur sjálfsmorðshugsunum- og
hegðun ekkert fækkað þrátt fyrir gífurlega aukningu
á meðhöndlun geðsjúkdóma á undanförnum 10 árum.

The Washington Post. Júní 2005.

Þó að það séu margar oft flóknar orsakir sem ná yfir hið líkamlega, tilfinningalega, geðræna og andlega svið okkar, þá er hægt að kenna næringarskorti um megnið af því ofbeldi og þunglyndi sem við upplifum þessa dagana, en er jafnframt auðveldast að lagfæra.

Það er ljóst t.d. skortur eða ójafnvægi á magnesíumbirgðum líkamans eigi stóran þátt í einkennum skapgerðasjúkdóma. Athugunar- og tilraunarannsóknir hafa sýnt samband á milli magnesíums og árásarhneigðar [4][5][6][7][8], kvíða [9][10][11], ADHD (athyglisbrests, ofvirkni) [12][13][14][15], maníu-þunglyndis [16][17], þunglyndis [18][19][20][21] og geðklofa [22][23][24][25].

Sjúklingar sem hafa reynt sjálfsmorð
(annaðhvort ofbeldiskennt eða ekki)
höfðu áberandi minna magn af magnesíumi í heilavökva
sama hvaða sjúkdóm þeir höfðu greinst með.
[26]

Pomeranian lyfjaháskólinn staðhæfir að mataræði eigi mikinn þátt í orsök ADHD og að magnesíum skortur geti leitt til truflandi hegðunar. [27]

Jafnvel vægur skortur á magnesíumi getur valdið viðkvæmni gagnvart hávaða, taugaveiklun, pirringi, þunglyndi, ruglingi, viprum, skjálfta, kvíða og svefnleysi.

Samkvæmt upplýsingum frá Evelyn Pringle, rannsóknablaðamanni, veigra lyfjafyrirtækin ekki fyrir sér að raka inn peningum út á börn.

Þann 25. apríl, 2005 skýrði dagblaðið Ohio Columbus Dispatch frá rannsókn á læknaskýrslum sem leiddi í ljós að 18 börnum, í Ohio fylki, á aldrinum 0 til 3ja ára hafði verið gefið geðlyf í júlí 2004.“ Það er glæpsamlegt athæfi og sorglegt hvað barnalæknar og geðlæknar eru að gera börnum með því að gefa þeim þessi lyf, sem eru full af eiturefnum.

Þegar líkami 19 ára stúlku, Traci Johnson,
fannst hangandi í sturtuklefa rannsóknarstofu
lyfjafyrirtækisins Eli Lilly voru yfirvöld
Bandaríkjanna fljót að tilkynna að sjálfsmorð hennar
hafi ekki verið tengt nýju þunglyndislyfi
sem hún var að aðstoða við að prófa
.
[28]

Magnesíum fareindir hafa næringar- og lyfjafræðilega verkun sem ver okkur gegn taugaskemmdum allskonar allt frá hávaða frá umhverfinu til líkamlegra áverka.

Magnesíumskortur, jafnvel þó hann sé vægur, eykur móttækileika fyrir taugafræðilegra og sálfræðilegra streituvalda bæði í dýrum og heilbrigðu fólki.

„Magnesíumskortur eykur móttækileika fyrir líkamlegum skemmdum af völdum streitu. Áhrif adrenalíns vegna sálfræðilegrar streitu veldur því að magnesíum yfirgefur frumur og skolast út úr líkamanum með þvagi og og birgðir líkamans af því klárast.“ segir Dr. Leo Galland. [29]

Linus Pauling var einna fyrstur til þess að benda á mikilvægi næringar til að hafa áhrif á afbrigðilegar breytingar í efnaumhverfi heilans.

Dr. Pauling sýndi fram á að næringarefni eins og ascorbinsýra, þíamín, níasínamíd (B3 vítamín), pýridoxín, B12 vítamín, fólinsýra, magnesíum, glútamic sýra og tryptófan væru jafn tengd heilastarfseminni og geðsjúkdómar.

Auk þess að gera líkama okkar sterkan og hraustan, hjálpar góð næring okkur að halda geðheilbrigði og tilfinningalegu jafnvægi. Með réttri næringu sem inniheldur næringarefni í réttum hlutföllum er hægt að meðhöndla geðsjúkdóma með góðum árangri.

„Árið 1970 las ég um verk Dr. Abram Hoffer og á þeim tíma kom til mín vinkona mín sem hafði nýlega verið stöðvuð af eiginmanni sínum í því að fyrirfara sér í gasofni.

Hún stakk höfðinu inn og skrúfaði frá gasinu.

Hún hafði nýlega byrjað á nýju lyfi við maníu-þunglyndi.

Hún hafði verið lögð inn á geðspítala árlega á vorin.

Ég setti hana á stóran skammt af B3, magnesíum, C vítamín og sínk.

Í dag er hún 90 ára og með ljómandi skýran huga. Á þeim 33 árum síðan þá hefur hún aðeins verið lögð inn á geðspítalann einu sinni og það var vegna þess að hún hélt að sér væri batnað og hætti að taka inn vítamín/steinefnablönduna.

Á sama tíma kom til okkar ungur maður á sama geðlyfi sem hafði líka reynt sjálfsmorð. Sami árangur náðist með hann. Þetta var í litlum bæ með 16,000 manns.

Síðan hefur sami árangur náðst með alla sem hafa komið til mín vegna þunglyndis, maníu-þunglyndis og geðklofa.“

Michael Sichel, D.O., N.D. Chittaway Bay, Nýju Suður Wales, Ástralíu.

Árið 2000 skráði heilbrigðisstofnun bandaríkjanna (Nationa Institue of Health (NIH)) þunglyndi sem einkenni magnesíumskorts.

NIH skilgreindi magnesíumskorts-einkenni með því að skipta þeim niður í þrjá flokka:

Byrjunareinkenni eru (eitt eða fleiri) pirringur, kvíði (ásamt þráhyggju og Tourette heilkenni), anorexía, þreyta, svefnleysi og vöðvakippir.

Seinni einkenni eru eitthvað af ofantöldu og mögulega:

hraður hjartsláttur, óreglulegur hjartsláttur og aðrar breytingar á hjarta- og æðakerfinu (sumar lífshættulegar).

Alvarleg einkenni eru eitt eða fleiri af ofantöldu og alvarlegri einkenni:

eins og stingir um allan líkamann, dofi, stöðugir vöðvasamdrættir ásamt ofskynjunum og óráði, (ásamt þunglyndi) og loks vitglöp (Alzheimer sjúkdómur).

Vægur magnesíum skortur virðist vera algengur meðal sjúklinga með sjúkdóma sem hefta starfsemi líkamans eða taugasjúkdóma og virðast blandast saman í eina geðflækju sem samanstendur af þreytu, svefnvandamálum, pirringi, ofurörvun, vöðvakrömpum og oföndun.

Venjulega eru gleði, depurð og sorg hluti af daglegu lífi.

Stutt tímabil þunglyndis sem viðbragð við vandamálum daglegs lífs er eðlilegt, en langt tímabil þunglyndis eða depurðar er óeðlilegt.

Flestir þunglyndiskaflar eiga uppruna sinn í streituvaldandi persónulegu áfalli eins og ástvinamissi eða breytingum á högum einstaklings og þunglyndi í skamman tíma er hluti af því að komast í gegnum það.

Langtíma þunglyndi er hinsvegar oftast vegna þess að magnesíum skolast úr líkamanum vegna streitunnar og fellur niður í hættulega lítið magn.

Með því að bæta líkamanum upp tapið á magnesíumsöltum, annaðhvort við inntöku þess eða að baða sig í þeim, eykur strax viðnám hans gegn streitu. Ef heilbrigðisstofnunin í US veit þetta, af hverju í ósköpunum nota læknar þá ekki magnesíum til þess að lækna þunglyndi og aðra geðræna (og líkamlega) sjúkdóma, spyr George Eby, sem læknaði sjálfan sig af þunglyndi með magnesíumi og stofnaði http://www.coldcure.com

 

Vitnisburður Georgs Eby:
„Ég er alltaf jafn hissa á gagnsemi magnesíums í að meðhöndla og koma í veg fyrir þunglyndi. 

Ég sé líka mikilvægi þess að rannsaka það nánar með tilliti til hversu mikill skortur virðist vera á því í vestrænu mataræði, vegna þess hversu ódýrt er að nota það til þess að lækna mjög marga kostnaðarsama sjúkdóma, hvort sem þeir eru lífshættulegir eður ei.

Ég veit hversu slæmt þunglyndi getur verið, vegna þess að september 1999 til apríl 2000 eyddi ég í þunglyndi sem versnaði stöðugt. Um jólin versnaði þunglyndið til muna, nærri sjálfsmorðshugsunum í styrkleika og hélst þannig í fjóra mánuði í viðbót.

Ég hélt að ég gæti aldrei orðið svo illa leikinn lífefnalega að það myndi valda mér sjálfsmorðshugsunum og tilburðum. Ég hafði verið á Zoloft (þunglyndislyf) síðan 1987 sem virtist halda þunglyndinu niðri.

Ég lifði á Zoloft, en í september 1999 hætti það að virka og ég vissi að eitthvað væri að.

Þunglyndi mitt orsakaðist af margra ára streitu vegna of mikils vinnuálags, kvíða, minni háttar maníu, vefjagigt, fáum kvíðaköstum, reiði, streitu, lélegu mataræði, yfirþyrmandi tilfinningaflóði, vöðvakrömpum, ofsóknaræði, astma, nálardofa í höndum, handleggjum, bringu og vörum.

Ég vildi sofa allan daginn og átti mjög erfitt með að fara á fætur á morgnana. Stundum fannst mér varirnar á mér ætla að titra út úr andlitinu á mér.

Fyrir um það bil 10 árum fékk ég kvalafullt kalk oxalate nýrnasteinakast sem er þekkt einkenni magnesíumskorts. Fáum vikum áður en ég var lagður inn á spítala í janúar 2000 var ég mjög máttfarinn, í geðdeyfð, þunglyndur með skrítnar sjáfsmorðshugsanir og undir gífurlegu álagi.

Núna get ég séð þessi „geðrænu“ einkenni sem einkenni skorts á magnesíumi og/eða kalkeitrunar.

Ég var látinn á allar tegundir geðlyfja sem þekktust þá og fékk alvarlegar aukaverkanir af þeim öllum og leið bara verr og verr. Ekkert virkaði. Ég léttist og var með alvarlegt harðlífi.

Ég var líka með óreglulegan hjartslátt. Þann 12. apríl árið 2000 héldu mínir nánustu að ég væri að deyja því ég leit svo illa út.
Geðlæknirinn minn var því sammála og tók mig af öllum lyfjum og setti mig á lithíum carbonate í örlitlu magni (150mg. tvisvar á dag).

Stuttu seinna tók ég upp eintak af Nutrition Almanac, McGraw-Hill Book Company, New York, frá því 1975 og opnaði það af rælni beint í kaflann um magnesíum.

Mér fannst það athyglisvert að lesa að fólk sem væri þunglynt og með sjálfsmorðshugsanir væri með lítið magnesíum í blóðvökva.

Greinin sagði líka frá því að magnesíum hefði verið notað með góðum árangri við þunglyndi.

Manneskja með skort á magnesíumi á það til að vera ósamvinnuþýð, draga sig í hlé, vera sinnulaus og taugaveikluð, vera með skjálfta og yfirleitt mikið af einkennum sem eru tengd þunglyndi.
Nokkrum mánuðum áður en ég fékk þunglyndi hafði ég verið lagður inn á spítala vegna brjóstverkja, hjartsláttaróreglu og þess að ég gat ekki andað meira en 1/5 af eðlilegum andardrætti.

Það fannst ekkert að hjartanu, en læknaneminn gaf mér magnesíum-súlfat blöndu í æð.

Nokkrum klukkustundum seinna hurfu öll einkennin eins snögglega og þau birtust.

Það sem ég var að byrja að uppgötva var að næstum öll sjúkdómseinkenni fullorðinsára minna voru tengd skorti á magnesíumi.

Loks ákvað ég að byrja að taka magnesíum í þrisvar sinnum stærri skammti en ráðlagður dagskammtur er í US, 400 mg á morgnana, 400 mg um miðjan dag og 400 mg um háttatímann. Ég notaði magnesium-glycinate blöndu frá Carlson (200 mg frum-magnesíum).

Mér fór að líða mun betur að nokkrum dögum liðnum, þunglyndið minnkaði, en ég fékk smá niðurgang. Innan viku til 10 daga eftir að ég byrjaði að taka magnesíum var ég mjög nálægt því að vera heill heilsu.

Ég leit svo vel út að geðlæknirinn minn sagði að ég hefði aldrei litið svona vel út áður.

Eftir því sem mér batnaði meira minnkaði ég skammtinn niður í það sem hentaði mér best. Ég minnkaði skammtinn aðeins of mikið og þá komu einkennin strax aftur.

Að lokum jafnaði ég þetta út og fór að taka reglulega fjórar 200 mg töflur daglega af magnesíumi (sem magnesíum glycinate). Þunglyndið er algjörlega horfið. Ég er athafnasamur og virkur andlega, tilfinningalega og líkamlega. Sjónin mín varð eðlileg og hægðirnar líka.“

Þrátt fyrir allt tal um verndun barna í Ameríku þá eru allt of mörg börn í hættu vegna geðlækna og sálfræðinga sem hafa svikið þau.

Milljónir barna eru nú á geðlyfjum sem valda stórkostlegum vandamálum sem aldrei eru skráð. Ef þig langar að skoða nánar hvaða skaða þau valda lestu þá endilega greinina

FDA Forgot a Few ADHD Drug Related Deaths and Injuries

(Fæðu og lyfjaeftirlit Ameríku gleymdi nokkrum dauðsföllum og skaða sem tengdust ADHD lyfjum) á

http://usa.mediamonitors.net/content/view/full/27099

Lyfjafyrirtæki og menntastofnanir eru í mikilli herferð til að fá foreldra til þess að segja já við heilaskemmandi lyfjum, þar sem Rítalínið ber hæst, jafnvel þó það sé lyf sem hefur sterkari áhrif á heilann en kókaín. [30] Yfirgnæfandi meirihluti barna sem sett eru á geðlyf eru sett á þau vegna ADD (athyglisbrests) ADHD (athyglisbrests og ofvirkni).

Í sumum tilfellum er lyfjataka skilyrði þess að börnin fái að fara í skólann eða það sem verra er að ríkið fjarlægir þau af heimilum sínum.

Ofan á allt þetta hefur barnaspítali Fíladelfíu fylkis hefur skýrt frá því að 19% barna sem nýlega voru greind með sykursýki 2 eru líka með taugasjúkdóma. Mörg þeirra fá geðlyf eins og t.d. Zyprexa, Risperdal, Geodon, Seroquel, Clozaril og Abilify.

Öll þessi lyf eru með aðvörunarmiða sem varar lækna við hættunni á sykursýki 2.

Hugsanlega lækka öll þessi lyf magnesíum magnið í líkamanum.

Ekki, og ég öskra, EKKI treysta sálfræðingum,
geðlæknum og núverandi eiturlyfjahvetjandi skólakerfi.

Dr. Julian Whitaker

Það er alþjóðleg sprenging í lyfjagjöf barna vegna þess að foreldrum, kennurum og stjórnmálamönnum hefur verið talin trú um að einungis mikil lyfjagjöf frá unga aldri muni koma ‘þjáðu’ börnunum í gegnum erfiðleika lífsins.

Sjálfsmorðum unglinga hefur fjölgað um þriðjung síðan 1960 í USA.

Í dag eru sjálfsmorð helsta orsök dauða 15-24 ára ungmenna, næst á eftir bílslysum.

Frá því í byrjun níunda áratugarins hafa milljónir barna um heim allan tekið þunglyndislyf sem ríkisvaldið viðurkennir núna að valdi sjálfsmorðstilraunum.

Þetta er önnur hlið magnesíumskorts, hrikaleg martröð af völdum þessara lyfja, sem í ofanálag lækka magn magnesíums í líkamanum.

Það hefur verið langur aðdragandi að árás geðlæknisfræðinnar á ungdóminn.

Geðlæknisfræði hefur á síðustu tveimur áratugum gefið ábatasömum eiturefnavopnum lausan tauminn sem eyðileggjandi árás á börn og kalla það lyflækningar.

Geðlæknar eru búnir að skapa heila kynslóð af eiturlyfjafíklum og eru í rauninni að gera lífið miklu verra fyrir börn, þegar þeir ættu að vera að hjálpa þeim.

Barnageðlæknar eru einn af hættulegustu óvinum barna
og líka fullorðinna. Það verður að útrýma þeim.

Dr. Thomas Szasz, prófessor í geðlækningum.

Dr. Sydney Walker, höfundur The Hyperactivity Hoax (ofvirkni blekkingin), segir:

„þúsundir barna sem sett eru á geðlyf eru einfaldlega gáfuð.

Þessum nemendum hundleiðist og fólki sem leiðist iðar í sæti sínu, dillar sér, klórar sér, teygir sig og (sérstaklega strákar) leitar leiða til að koma sér í vandræði.

Í greininni bætir hann við að ofan á leiðindin bætist við lítið magn af magnesíumi í líkama þeirra og svo eyðileggingin sem geðlyfin valda.

Hvað sjáum við þá þegar við skoðum heildarmyndina?

Börn fæðast undir áhrifum lyfja með ónáttúrulegum aðferðum, svo eru þau bólusett (innrás eiturefna beint í blóðið), gefið pensillín út í það óendanlega, borða næringarlausa fæðu, horfa á sjónvarp út í eitt, þjást í gegnum steinrunnið námsefni, eru varnarlaus gagnvart þúsundum eiturefna í umhverfinu og á heimilinu, fá fleiri bólusetningar, þjást af næringarskorti á meðan þau troða í sig alls kyns ruslfæði og fitna, aðeins til þess að þurfa að þjást vegna lyfjagjafa frá geðlæknum fyrir að vera komin í það ástand sem þau eru.

Sálfræðingar og geðlæknar ættu að vita betur vegna þekkingar sinnar á huga og tilfinningum og þess vegna er sorglegt að horfa uppá hvernig þeir svíkja mannkynið með því að gerast eiturlyfjasalar.

Lyfin sem lyfjafyrirtækin framleiða fyrir þá sem stunda geðlækningar eru eins hættuleg og öll lyfin sem dópsalar götunnar selja.

Magnesíum ætti að koma í stað þessara lyfja, ekki bara vegna þess að það hefur góð áhrif á taugakerfið og sjúkdóma tengda því, heldur líka af því að það er mikið öruggara í notkun heldur en öll önnur lyf.

Mark Sircus Ac., OMD
Director International Medical Veritas Association

http://drsircus.com/medicine/magnesium/
http://www.MagnesiumForLife.com
http://www.imva.info
+55-83-3252-2195
www.skype.com  ID: marksircus

IMPORTANT DISCLAIMER: The communication in this email is intended for informational purposes only. Nothing in this email is intended to be a substitute for professional medical advice.


MIKILVÆGT: Þessi grein er ætluð til upplýsinga eingöngu. Ekkert í henni er ætlað að koma í staðinn fyrir að leita til lærðra meðferðaraðila.

BIRT MEÐ LEYFI ÞÝÐANDA. www.arna.is

[1] Violent Crime Rising Sharply in Some Cities

http://www.nytimes.com/2006/02/12/national/12homicide.html?_r=3&th&emc=th&oref=slogin&oref=slogin&

 

[2] Murck H. Magnesium and Affective Disorders. Nutr Neurosci., 2002;5:375-389: Murck showed many actions of magnesium ions supporting their possible therapeutic potential in affective disorders.

Examinations of the sleep-electroencephalogram (EEG) and of endocrine system points to the involvement of the limbic-hypothalamus-pituitary-adrenocortical axis because magnesium affects all elements of this system.

Magnesium has the property to suppress hippocampal kindling, to reduce the release of adrenocorticotrophic hormone (ACTH) and to affect adrenocortical sensitivity to ACTH. The role of magnesium in the central nervous system could be mediated via the N-methyl-D-aspartate-antagonistic, g-aminobutyric acid A-agonistic or the angiotensin II-antagonistic property of this ion.

A direct impact of magnesium on the function of the transport protein p-glycoprotein at the level of the blood-brain barrier has also been demonstrated, possibly influencing the access of corticosteroids to the brain. Furthermore, magnesium dampens the calcium ion-protein kinase C related neurotransmission and stimulates the Na-K-ATPase.

All these systems have been reported to be involved in the pathophysiology of depression. Murck et al. also demonstrated induced magnesium deficiency in mice to produce depression-like behavior which was beneficially influenced with antidepressants.


[3] Evelyn Pringle:

http://www.lawyersandsettlements.com/articles/ssri_offlabel.html



[4] Izenwasser SE et al. Stimulant-like effects of magnesium on aggression in mice. Pharmacol Biochem Behav 25(6):1195-9, 1986.

[5] Henrotte JG. Type A behavior and magnesium metabolism. Magnesium 5:201-10, 1986.


[6] Bennett CPW, McEwen LM, McEwen HC, Rose EL. The Shipley Project: treating food allergy to prevent criminal behaviour in community settings. J Nutr Environ Med 8:77-83, 1998.


[7] Kirow GK, Birch NJ, Steadman P, Ramsey RG. Plasma magnesium levels in a population of psychiatric patients: correlation with symptoms. Neuropsychobiology 30(2-3):73-8, 1994.


[8] Kantak KM. Magnesium deficiency alters aggressive behavior and catecholamine function. Behav Neurosci 102(2):304-11, 1988


[9] Buist RA. Anxiety neurosis: The lactate connection. Int Clin Nutr Rev 5:1-4, 1985.


[10] Seelig MS, Berger AR, Spieholz N. Latent tetany and anxiety, marginal Mg deficit, and normocalcemia. Dis Nerv Syst 36:461-5, 1975.


[11] Durlach J, Durlach V, Bac P, et al. Magnesium and therapeutics. Magnes Res 7(3/4):313-28, 1994.


[12] Durlach J. Clinical aspects of chronic magnesium deficiency, in MS Seelig, Ed. Magnesium in Health and Disease. New York, Spectrum Publications, 1980.


[13] Kozielec T, Starobrat-Hermelin B. Assessment of magnesium levels in children with attention deficit hyperactivity disorder (ADHD). Magnes Res 10(2):143-8, 1997.

Are dangerous parasites polluting your body?

http://www.isecureonline.com/Reports/610SPRPT/W600E710/?o=110850&u=2401327&l=646751

http://membership.fsphealth.co.za/content/parasites-page


Sources:

"MIT: Magnesium May Reverse Middle-Age Memory Loss"

Medical News Today, 12/1/04, http://www.medicalnewstoday.com 

"Dietary Magnesium Depletion Affects Metabolic Responses During Submaximal Exercise in Postmenopausal Women"

Journal of Nutrition, Vol.132, No. 5, May 2002, nutrition.org

"Lack Energy? Maybe It's Your Magnesium Level"

Science Daily, 5/10/04, http://www.sciencedaily.com  

"Prolonged Magnesium Deficiency Causes Osteoporosis in the Rat" 

Journal of the American College of Nutrition" Vol. 23, No. 6, December 2004

"Magnesium Deficiency Linked to Osteoporosis"

Natural Products Insider, 1/10/05, http://www.naturalproductsinsider.com 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Stórfróðleg og eftirtektarverð grein hjá þér, ég ætla að lesa hana aftur og aftur og benda dóttur minni á að lesa hana. Ég kem svo oft við hérna hjá þér og líður stórum betur eftir hvern lestur vegna þess að ég kemst að ýmsu sem er virkilega þess virði að skoða nánar.

Það er eins gott að fylgjast með sjálfum sér og sínum og þú ert fínn bloggari sem kemur til skila því sem maður þarf að vita. Takk.

Sóldís

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 12.9.2007 kl. 10:03

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já þetta er fróðlegt og gott að hafa í huga. Takk.

Vilborg Traustadóttir, 12.9.2007 kl. 10:20

3 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

Frábært að fylgjst með síðuni þinni og því sem þú er að pósta hér. Ég var búinn að rekast á þessa grein áður. Betur og betur er að koma í ljós að við megum ekki vanmeta líkama okkar og líffræðilega þætti hans. 

kv Sirry 

Sigríður Jónsdóttir, 12.9.2007 kl. 17:48

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Takk fyrir þetta.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.9.2007 kl. 19:09

5 Smámynd: Fríða Eyland

Mikill fróðleikur hjá þér

Þetta eru nýjar upplýsingar fyrir mig,  ég hef enga ástæðu til að ætla annað en þær séu réttar. Ég hef mikla trú á náttúrulegum meðulum og góða reynslu.

Nýjasta dæmið er: sonur minn er tók lyf við magabólgum í langan tíma 4-5 mánuði, ef hann missti úr lyfjagjöfinni einn-tvo daga varð honum mjög illt.

Svo var það í byrjun ágúst að hann skipti yfir í B3 -vítamín, síðan hefur hann ekki þurft á lyfjum að halda

Góðar stundir og aftur Takk Agný

Fríða Eyland, 12.9.2007 kl. 19:50

6 Smámynd: Agný

Takk fyrir kommentin og njótið bara sem best.

Ég hef hef reynt að koma með fræðslu hér en ekki fordóma, þó svo sumir taki því sem ég skrifa þannig.. Gott að heyra ef að þessar upplýsingar geta hjálpað öðrum til að skoða ýmis málefni frá nýju  sjónarhorni.

Mér finnst persónulega gott að hafa upplýsingar um sem flest og velja svo út frá því sem ég veit... það er oft sagt að maður hafi val jú það er rétt en þá er kanski betra að vita um hvað maður getur valið. 

Maður á svo sem aldrei að gleypa neitt hrátt, hvort sem það eru upplýsingar eða pillur eða kyngja öllu sem að manni er rétt þegjandi og hljóðalaust.. Ef ég myndi birta allt sem ég hef um hollustu / óhollustu þá held ég að það yrðu ansi langir pistlar daglega.. 

Þannig að ég reyni að setja ekki allt inn í einu..fólk verður að fá tíma til að melta upplýingarnar ekki síður en fæðuna sem að maður lætur  ofan í sig...

En ef ykkur vantar einhverjar upplýsingar þá er ykkur velkomið að senda mér email og kanna hvort ég hafi það sem þið eruð að leita að eða spá í.. ástæðulaust að vera alltaf að finna upp hjólið aftur..

Agný, 13.9.2007 kl. 00:00

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Mjög athyglisvert, hef reyndar tekið inn magnesíum til að auka snerpu hugans og fá meira súrefnisflæði.  Vikrar vel til að bæta úthald.

Ester Sveinbjarnardóttir, 13.9.2007 kl. 00:02

8 Smámynd: Agný

Eitt sem þarf að koma betur fram í sambandi við magnesíum en það er að það verður að vera í hærra hlutfalli en kalkið til þess að kalkið ná að komast þangað sem það á að fara..

Sinadráttur, vövakrampar, gallsteinar  og nýrnasteinar getur allt verið merki um rangt hlutfall..

Merkilegt að eftir ( og þó)  að heilbrigðisbatteríið í USA hækkaði ráðlagðan dagskammt af kalki að þá hefur beinþynning aldrei verið meiri...

Kýr fá t.d. doða vegna þess að þær ná ekki að taka upp kalk þó svo að þær hafi nóg af því ..en til að ná þeim á fætur þurfa þær kalk sprautu...  magnesíum hefur líka mikið að segja fyrir endocrine búskapinn og breytingarskeiðið..

Þegar ég jók inntöku á Magnesíum citrate  ( eina sem ég kaupi er frá NOW og það er vegna þess að það inniheldur ekki soja) og tók líka kalk en í mikið minna hlutfalli þá snar minnkuðu svitaköstin og má segja krónískur vöðvakrampi í öðrum fætinum hætti.. Svo prófaði ég að hætta að eta magnesíum en át bara þessa venjulegu kalk7magnesíum blöndu þá kom þetta aftur... það sakar ekki að skoða þennan þátt...

Ég verð sko bara alveg að játa það að "sinadráttur " er sko verri en enginn "dráttur"... þá vil ég sko bara vera alveg "drátt" laus frekar en að fá þann "ó"drátt..

Agný, 13.9.2007 kl. 01:58

9 Smámynd: Fríða Eyland

Sæl Agný ég er með spurningu til þín. Eftir að ég las greinina hér að ofan í gær fletti ég upp í riti um næringar innihald matvæla. Fín bók með töflum um innihald næringar og steinefna, það kom babb í bátinn magnesíum sink og B-3 vitamin eru ekki með í töflunni. 

Þannig að spurningin er veist þú hvaða matvæli eru rík af þessum efnum og/eða veistu um rit sem er ítarlegra en það sem eg er með. 

Fríða Eyland, 14.9.2007 kl. 00:02

10 Smámynd: Agný

Kíktu hér Fríða.

 Reading Labels - How To Tell If It's Natural or Synthetic

http://www.foodkills.org/

Can Vitamin B6, B12, and Folic Acid pills boost your brain power?

http://www.smart-kit.com/s406/why-vitamin-pills-wont-boost-your-brain-power/

http://www.manifest-your-success.com/effective-treatments-for-anxiety.html

Svo finnur maður aldrei allt sem maður er með út um alla tölvu á hinum ýmsu skjölum..arg pirr..en ég held samt að þú eigir að geta fundið eitthvað þarna..  Fann bara fullt af öðru ekki síður áhugaverðu fyrir þennan hóp en það bíður betri tíma..

Agný, 14.9.2007 kl. 03:47

11 Smámynd: Fríða Eyland

Þetta fann ég sem betur fer vil helst ekki taka töflur, var kennt í æsku að það væri hans hlutverk að vinna, það styrkir hann. Pabbi gamli vildi meina að taka vítamín töflur væri of auðveld leið. 

Fríða Eyland, 14.9.2007 kl. 11:24

12 Smámynd: Fríða Eyland

þessi  er kannski betri mælieiningarnar á íslensku hehe

Nú er bara að liggja túnfisk á daginn  og í hnetum og marsípani á vetrakvöldum og ná heilsunni

Takk Agný þú ert frábær bloggvinur 

Fríða Eyland, 14.9.2007 kl. 11:34

13 Smámynd: halkatla

þetta er ótrúlega athyglisvert - og miklar upplýsingar!

halkatla, 19.9.2007 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband