Leita í fréttum mbl.is

VELVIRK BÖRN. ...EKKI OFVIRK...

Hvað eru "velvirk" börn spyrja kanski margir.
Í mínum huga eru það börn sem eru forvitin, spyrja spurninga, vilja vera mikið á hreyfingu, þurfa mikla athygli , eru tilfinningarík og láta sínar tilfinningar í ljósi hvort sem er um gleði eða reiði að ræða.
Þeim nægja heldur ekki svör sem eru “bara” eða “af því” eða “þú færð að vita þetta þegar þú verður fullorðin/nn."  
 
ritalin1Þetta eru einstaklingarnir sem spyrja oft okkur fullorðna fólkið “óþægilegra” spurninga, vilja fá að vita allt, en fyrir rest hætta þau að spyrja þegar þeim er aldrei svarað.
Má kanski segja missa móðinn og þá kemur leiði og þeim finnst kanski enginn tilgangur með því sem þau eiga að læra.
 

Þessir einstaklingar búa svo kanski yfir vissum sérgáfum sem fá aldrei notið sín eða er hlúð að því að í dag er mikið meira gert af því að allir eiga að vinna meira en minna hópvinnu í skólum /leikskólum.

 
Það er ekki síður mikilvægt að einstaklingurinn læri að vinna sjálfstætt og taka sjálfstæðar ákvarðanir út frá eigin ályktunum en að þau læri mest megnis að vinna í hóp.
Þegar út í heim fullorðinna er komið þá er maður ekki alltaf í hópvinnu en kanski meiri hætta á að manneskjan kunni ekki að vinna sjálfstætt, einmitt af þessari ástæðu að það er lögð of mikil áhersla á að vinna alltaf verkefni í hóp í skólum í dag.
Þeim sem gengur verr að læra græða vísu á hópvinnunni ,en þau sem eru klár þau fá aftur á móti ekki notið sín.
Má kanski segja að sá aðili sé sá sem er “kennarinn” þar.
 
Því miður virðist hið svokallaða velferðarkerfi okkar ekki gera ráð fyrir þessum einstaklingum sem ég vil kalla "velvirk" í dag.
Það eiga allir að passa inn í eitthvað fyrirfram kerfis staðlað box. (Eða í Ritalin box)..
Ef að viðkomandi gerir það ekki,þá er það einstaklingurinn sem eitthvað er að en ekki kerfið sem er gallað.
Í rauninni virðist vera gert í því að móta börnin okkar að kerfinu en ekki kerfið að þeirra þörfum eða hæfileikum. Það eiga allir að verða “meðal” Jón.

Þessi velvirku börn eru þau börn sem er verið að greina í dag unnvörpum sem ofvirk/hvatvís og oftar en ekki með athyglisbrest líka.

 Þó svo að börn hafi ekki alltaf mikla athygli fyrir því sem þeim finnst ekki skemmtilegt þá er það ekki athyglisbrestur.

Við fullorðna fólkið sýnum því sem okkur finnst leiðinlegt ekki mikla athygli eða hunsum það,

en það leyfist okkur af því að við erum jú fullorðin.
En börnin okkar mega það ekki. Ef að þeim finnst eitthvað leiðinlegt eða erfitt þá er mjög fljótt sagt að þau séu með athyglisbrest.
Ofvirk, ef að þau geta ekki setið kyrr og fylgst með öllu af einbeitni sem að kennarinn segir. Að vísu byrjar það ekki bara í skóla sem að börn eiga að sitja kyrr og hlusta.
Það er svo sem ekkert að því að börn læri það, en að úrskurða þau ofvirk ef að þau geta ekki alltaf setið kyrr er aðeins of mikið til ætlast af þeim að mínu mati.

Barnið er heldur ekki alveg með sama tímaskyn og við fullorðnu. Þeim finnst mjög oft 10 min sem 1 tími.

Það að ætlast til að börn á leikskólaaldri og fyrstu árum í grunnskóla sitji kyrr lengur en 15 mín getur verið alltof langt. Það sé í raun eins og 40 min hjá okkur fullorðnu.
Getum við fullorðna fólkið setið graf kyrr á fyrirlestri sem stendur í 40 min?
Hlustað allan tímann með fullri einbeitingu á það sem fyrirlesarinn segir?
Ég er allavega farin að iða mér í sætinu.. þoli líka illa að sitja svona lengi, fæ verki í skrokkinn..
 
Getur það ekki oft verið sama skýringin með börnin okkar?
 Þeim sé illt í líkamanum en kunna ekki að útskýra það en geta þessvegna ekki setið kyrr.

Þar að auki eru kennarar /uppalendur misgóðir í því að koma kennsluefninu / uppfræðslunni til skila og svo líkar börnum líka misvel við kennarana sína alveg eins og okkur fullorðna fólkinu líkar misvel við yfirmenn okkar.

Já og kennurunum líkar líka misvel við börnin, alveg eins og sumir yfirmenn leggja sína undirmenn í einelti á vinnustaðnum..

Þessir einstaklingar nenna heldur kanski ekki alltaf að hlusta á þig frekar en þú á þá.
Þessir velvirku einstaklingar skapa kanski meiri vinnu fyrir foreldra/uppalendur og kennara en hin börnin sem eru svona “þægilega meðfærileg”.
 
Þjóðfélagið hér á landi er í raun ofvirkt en ekki börnin okkar!
Það eiga allir að vera á fullu í lífsgæðakapphlaupinu en fyrir vikið verður lítill tími fyrir börnin okkar sem eiga jú síðar meir að erfa landið.
 
Velvirk börn :
eru mjög oft skapandi og hæfileikaríkir einstaklingar en þau fá kanski ekki þá örvun eða hvatningu sem þau þurfa til að virkja hæfileikana. Það getur skapað leiða hjá þeim og þá minnkar athyglin að sama skapi.
 
Hvernig væri að fara að virkja hæfileika einstaklingsins meir frekar en að gera í því að troða öllum í sama boxið?
Kanski verða blessuð velvirku (vel að hafa velvirk í einu orði sem mótvægi við ofvirk) börn engir gleðipinnar ef að þeirra þörfum er aldrei mætt...
En þau eiga að aðlaga sig að kerfinu að öllu leyti.
 
En að vísu mætti líka kalla þessi börn "hæfileikarík og skapandi" en hvar fá þau útrás fyrir það nema eftir einhverjum föstum kerfum og skorðum?
Einhverntíman var talað um það að "sniða sér stakk eftir vexti" en í dag sýnist mér að sníða eigi öll börn eftir fyrirfram ákveðnu sniði.
Það væri eins gott að tískan væri alveg jafn fast mótuð og sniðið sem að börnin okkar eiga að vera sniðin eftir. 
Svo er annað, það hefur enginn tíma í öllu þessu endemis "góðæri" sem nú á að vera svo mikið...
Ég tel persónulega að þetta svokallaða góðæris kjaftæði hafi kallað á þetta að einhverju leyti. Það vilja jú allir fá bita af "góð"æris kökunni..ja kanski réttara að kalla það "góð" æðis... 
 
Allir verða hálf óðir að einhverju leyti í að elta "góð"æris kálfinn.
Allir/flestir vilja eiga flottari hluti en nágranninn, fara til útlanda, eiga nýjan bíl eða helst fleiri en einn...

Því miður þá gleymist oft að skammta og skifta tímanum á milli þess sem aflað er og þeirra sem að maður segist nú vera að gera þetta allt fyrir..leggja þetta allt á sig.

Þannig að enginn hefur tíma til að sinna börnunum eða ala þau upp og kenna þeim.
Það væri kanski ekki svo vitlaus hugmynd að ráða " ömmu" og því ekki "afa" líka inn á heimilin, til þess að kenna börnunum hin ýmsu gildi mannlífsins annað en það sem þau læra af stjónvarpinu eða tölvuleikjum.
 
Það er örugglega nóg af eldra fólki sem hefði fullan áhuga á þessu, heldur en að hanga inni á elliheimili, jafnvel fullfrísk en þjóðfélagið er bara búið að "parkera" þessum einstaklingum.
Eða troða þessum elstu borgurum í annað box í þjóðfélaginu.
 
Því ekki að skoða þessa hugmynd?
Hún er ekki vitlausari en margt sem blessaðri ríkisstjórninni hefur dottið í hug um dagana...
Eini munurinn sýnist mér vera orðinn á elstu og yngstu þegnum landsins að þeir eru í sitt hvoru ferkantaða  "boxinu". ......
Agný sem þolir ekki box/kassa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

vá þetta var löng lesning en fróð kvitt fyrir mig

Ólafur fannberg, 2.2.2007 kl. 08:18

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Agný ín. Auðvitað eiga ekki allir að vera steyptir í sama mót og þá ekki heldur börnin. Það á heldur ekki allt að miðast við peningasjónarmið. Það er hárrétt. Jú kanski eruð afar og ömmur sem gætu miðlað börnum og vilja það en hafa ekkert að gera, svo eru vissulega aðrir sem hafa fengið nóg og vilja gera eitthvað annað, allveg eins og sumt ungt fólk sem sinnir ekki barnauppeldinu. Best væri að börnum væri sinnt af þeim sem hafa áhuga á að miðla þeim og þá er líka sama hvað sá einstaklingur er gamall eða ungur. Athyglisverð grein Agný mín. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 2.2.2007 kl. 11:24

3 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Já börnin eru sett i box en ég er hætt að samþykkja að breyta minni dóttur fyrir skólan nú skal hann breytast fyrir hana, svo að hennar upplifun verði góð, mér er alveg sama þó að assistentin eða kennarinn sé þreyttur eftir að kenna dóttur minni, það er vinnan hanns. Ég verð oft þreytt á að vera mamma en ég ætla ekkert að hætta í þeirri vinnu. Hún og bróðir hennar eru mínu dýrmætustu eigur í alheiminum og það er ekki búið að vera átakalaust að fynna hjálp og lausnir, en ég tel mig vera orðna annsi sjóaða núna og ætla hreynlega að snúa kerfinu við. Ég er meira að segja með undirritaðan sammning frá skólanum þar sem ég get dregið þá fyrir rétt ef þeir fara ekki eftir því sem við höfum orðið sammála um í samningnum og það kem ég sko til að nota, svo að dóttir mín fái þann skóladag sem allir eiga skilið.

Frábær grein, knús frá mér

Sigrún Friðriksdóttir, 2.2.2007 kl. 23:51

4 Smámynd: Agný

já Sigrún þetta lið á að skila sinni vinnu! Ég hef fengið að heyra það þegar ég var að berjast fyrir mína..þennan sem er með asperger syndrome og þennan með vefjagigt. að skólinn væri nú engin uppeldisstofnun!!!Að lið sem lætur svona út úr sér sé heilt yfir að kenna börnum finnst mér enn fáránlegra. Auðvitað elur skólinn börnin okkar að hluta til upp..það er að segja ef að það sem þeim er kennt þar skilar einhvrju til nemendanna..góðu eða illu.. en skólinn hefur nú mótað margan  og því miður af slæmu..ekki síst þá sem lenda í einelti..Er þá skólinn ekki að ala einstaklinginn upp?Jú..suma til að læra að níðast á öðrum og hina í því að læra að þola að láta traðka á sér.. Ég verð svo reið!!En því miður er þjóðfélag okkar hér á landi allavega og held flæestum vestrænum löndum að það er gert í því að ala upp tvær stéttir.."looser´s and winner´s"  það er sko enginn middle man til í dag..Sorry romsuna..og sorry að ég sé ekki búin að senda þér það sem ég ætlaði...er búin að vera í því að þýða greinar sem eiga að birtast í vissu blaði fljótlega.. ætti eiginlega að vera í því núna....Verst af öllu að það þyrfti eiginlega heilt tímarit undir það sem ég veit um málefnið...Knús til þín og þinna og ekki gleyma kisa sem er eins og mínir skrítnuAgný.

Agný, 3.2.2007 kl. 00:37

5 Smámynd: Agný

Jórunn það er rétt að fólk á að fá að velja. Auðvitað eru til afar og ömmur sem eru alveg búin með kvótann.En svo er líka til fullt af fólki sem því miður eignaðist aldrei börn og þeirra stærsta ósk er að fá að vera með börnum og vinna með þeim...Ég held í raun að ástæðan fyrir því að fólk ættleiðir börn sé þessi;það er að hafa einhvern til að miðla þekkingu /lífsreynslu sinni til..Þannig séð marka spor sín einhversstaðar.. og svo líka af eintómri manngæsku..þó því miður fari æ minna fyrir henni í dag svona opinbverlega allavega..Ég á eftir að skrifa mína hugmynd að dvalarheimil aldraðra einhverntíman.. nógu oft er ég búin að segja hana..þó svo að hún sé þokkalega öðruvísi en er í dag...En fyrirgefðu Jórunn mín að ég er ekki buin að skrifa neitt hjá þér..gildir svo sem um alla..þetta þýðingavesen..Svo er ég á leið í bæinn á mánudaginn og þú veist afhverju reikna ég með.. Kanski sjáumst við þá.Knús til þín.Agný.

Agný, 3.2.2007 kl. 00:45

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Fín grein hjá þér Agný. Mér finnst það frábær hugmynd að ráða afa og ömmur til að sinna börnum.
Það er vitað að hér áður fyrr þegar stórfjölskyldan bjó enn öll í sama bæjarhúsinu hugsaði gamla fólkið um börnin og miðlaði þeim af sinni visku og hlýju og óþrjótandi tíma.
Í þá daga þekktust ekki agavandamál. En í dag er hraðinn orðinn svo mikill í þjóðfélaginu og lífsgæða kapphlaupið svo gífurlegt að varla nokkur manneskja hefur tíma til þess að sinna börnum né gömlu fólki svo vel fari. 
Svo hvers vegna ekki að gefa báðum þessum hópum meiri tíma saman hvorum tveggja til gæfu?

Svava frá Strandbergi , 3.2.2007 kl. 22:58

7 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Ég er heppin hér af því leiti að skólin er uppeldisstofnun að lögum, og ég hef mikil réttindi sem því miður allt of fáir foreldrar kynna sér. Og ég er búin að vita um og nota þessi réttindi í öðrum skóla en þegar öllu er snúið á móti þér og snúið upp á allt hef ég verið við það að gefast upp með skólan hjá stelpunni, sem mjög trúlega er með asberger og ADHD.(er í greinigu) Og ég skal segja þér það Agný að það er MJÖG erfitt fyrir mig að viðukenna að ég hafi verið orðin SVONA þreitt. EN Nú er komið nýtt blóð í hópinn ég er komin með mikin  stuðning við bakið á okkur sem lætur ekki þessa vitleysu viðgángast og það verður barist með kjafti og klóm og alldrei gefist upp fyrir þessari líka flottu stelpu. Þú ætir að sjá hvað hún er að breytast mikið eftir að ég minkaði conserta/ritalin. Hún þarf vissulega á þessu að halda í augnablikinu, til að læra þá tækni sem hún þarf og bet af öllu hún  sér það sjálf !!! En hún var orðin altof mikið oflyfjuð og á ég líka mína sök í því. Það hafði alltaf hjálpað áður að auka skamtinn hennar en núna er hún helling að koma út úr skelinni sinni og sýnir tilfiningar sem við höfum ekki séð í mörg ár og erum öll ánægð með

Knúsí krúsí og ekki ofgera þér

Sigrún Friðriksdóttir, 4.2.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband