Leita í fréttum mbl.is

Fleiri látast árlega úr blóðeitrun en í bílslysum..

Tugir látast úr blóðeitrun árlega 

Ég birti þetta fyrir nærri 2 árum á http://www.alvaran.com

Agný páraði | Þá var  Föstudagur 01 Júlí 2005 - 13:30:49   Fréttablaðið 01. júlí 06:00
Áætlað er að 50 - 60 Íslendingar hafi látist árlega á undanförnum árum af völdum blóðeitrunar,
öðru nafni sýklasóttar, að sögn Ölmu D. Möller yfirlæknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi.
Dánartíðni hefur aukist samhliða því að tilfellum hefur fjölgað. Þessi vandi er eitt viðfangsefna á þingi norrænna svæfinga- og gjörgæslulækna, sem nú er haldið í Reykjavík.
Þingið sitja yfir 1000 þátttakendur frá 42 þjóðum. Fyrirlesarar eru yfir 100 talsins frá tólf löndum.
Sýklasóttin, eins og fagfólk í heilbrigðisgeiranum kallar blóðeitrunina, er alvarlegur sjúkdómur með háa dánartíðni og fer tilfellum fjölgandi. Til marks um það þá, látast fleiri af hennar völdum á Vesturlöndum heldur en úr brjósta- og ristil krabbameinum samanlagt.

Alþjóðlegt átak er hafið þar sem leitast er við að bæta og hraða greiningu og meðferð á sýklasótt,

að sögn Ölmu, jafnframt því að auka þekkingu lækna og almennings á sjúkdómnum.
"Þetta er það sem kallað var blóðeitrun í gamla daga," segir Alma.
"Sýkingin getur orðið ef einhver stingur sig, til að mynda á ryðguðum nagla og síðan kemur rák.  

En hún getur líka komið út frá lungnabólgu, liðsýkingum, þvagfærasýkingum og fleiri sýkingum.

Þess vegna viljum við breyta nafninu í sýklasótt.Spurð hvort þessi aukning sýklasóttar og afleiðinga hennar sé til komin vegna vaxandi ónæmis fyrir sýklalyfjum segir Alma það ekki vitað með vissu.
En vissulega læðist sá grunur að sérfræðingum.
Við erum sífellt að meðhöndla veikara fólk sem er þá einnig veikara fyrir. Verið er að setja gervilimi, gangráða og þess háttar í fólk og það getur aukið hættuna á þessu. Við gerum fleiri skurðaðgerðir, svo það er svo margt sem spilar inn í.
Sýklasóttin getur sumsé stafað af áverka, inngripi eða komið eins og þruma úr heiðskýru lofti.

Við getum fengið inn ungt, frískt fólk sem allt í einu verður fárveikt.

Grunur leikur á að erfðafræðilegir þættir geti einnig spilað þarna inn í, auk hinna sem nefndir hafa verið hér að framan."
Viðbót frá Agný.
Það er ótrúlegt að það skuli vera fleiri sem látast árlega af völdum blóðeitrunar en bílslysa. Kanski í raun enn skrítnara að það skuli ekki vera fjallað um það eins mikið og dauða af völdum bílslysa. En kanski er ástæðan sú með dauðsföll af völdum blóðeitrunar eru ekki sýndar neinar myndir eða slegið upp risa fyrirsögnum í fjölmiðlum  eins og gert er í sambandi við bílsslys.
Kanski spilar að inn í þessa dauðsfalla tölu að fólk er sent heim beint af skurðarborðinu jafnvel  eftir mjög stórar aðgerðir.
Þó svo að aðgerðir séu gerðar í gegnum pínulítil göt þá er kriukkað jafnmikið í þig innvortist eins og áður fyrr.Þannig að fólki finnst kanski að það hafi ekki verið gert neitt mikið því að það sést ekki utanfrá eins og eftir að farið var að beita smásjártækninni við aðgerðir.
Skyldi það líka vera að læknarnir sjálfir gleymi því að þetta eru stórar aðgerðir áfram, einmitt af því  að þær eru  svo gott sem ekkert sýnilegar utanfrá.?...
En að halda því fram að blóðeitrun geti komið eins og þruma úr heiðskýru lofti finnst mér vera mjög ófagleg skýring...
Flestir þekkja þetta orðatiltæki " ekki sé reykur án elds"  og í mínum huga á það nú frekar við í bílslysum að þau ske eins og "þruma sem kemur úr heiðskýru lofti" ..
En ekki sýking... það er alltaf eitthvað sem orsakr bólguviðbrögð í líkamanum, en ef að orsökin finnst ekki þá er kanski þetta sem segir á dánarvottorðinu:,,
Viðkomandi lést úr blóðeitrun. Orsök blóðeitrunarinnar " kom eins og þruma úr heiðskýru lofti.".........

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl.

Er nú farið að skýra sýkingar " sýklasótt " ?

Alltaf batnar það, þvílik og önnur eins della.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 18.3.2007 kl. 00:12

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ógnvænlegt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.3.2007 kl. 10:23

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ég sem fékk svo slæma blóðeitrun í sár á fæti í júní í fyrra að það kom drep í sárið. Er búin að lifa á sýklalyfjum meira og minna síðan. Sárið er fyrst að gróa núna. Ég hlýt að vera bráðfeig.

Svava frá Strandbergi , 18.3.2007 kl. 14:19

4 Smámynd: Kolla

Þetta er mjög áhugavert blogg hjá þér.

Bestu kveðjur

Kolla 

Kolla, 18.3.2007 kl. 21:58

5 Smámynd: Agný

Það má alltaf kalla hlutina nýjum nöfnum..GMaría en því miður breytir það ekki dæminu..en það hljómar sennilega meira fræðilegt að kalla blóðeitrun "sýklasótt" heldur en blóðeitrun... það er svo gamaldsags.. Já Jórunn ..ef að fjölgun þessarra tilfella er í sama skala og aukning bílsslysa..þá er þetta´mjög svo ógnvænlegt..Það er ekki gott mál með það að þú sért búin að vera að bryðja sýklalyf svona lengi Guðný og þú ert trúlega ekki bráðfeig Ég held samt að við séum orðin of sótthreinsuð.. það sé  að kála okkur...Takk fyrir kvittið Kolla..þetta blogg heitir líka hitt og þetta ..aðallega "hitt "

Agný, 19.3.2007 kl. 01:52

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæl aftur Agný.

Raunin er sú að fjölgun sýkinga inni á sjúkrahúsum hefur aukist í kjölfar skurðaðgerða, og að mínu viti er ein ástæðan sú að fólki er ekki haldið nógu lengi inni til eftirlits heldur hent út , útskrifað áður en möguleg sýking er sýnileg sem aftur síðan gerir ástandið , snarverra þar sem seinna er brugðist við því.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.3.2007 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband