Leita í fréttum mbl.is

Ferming, veislur og ættartengsl...og " rat" leikur eða þannig..og sólarlagsmyndir..

Ég var búin að skrifa þetta inn fyrir x dögum og taldi að ég hefði týnt þessu út því að rafmagninu sló út en ég hef þá greinilega verið búin að vista þetta inni á word....rakst á þetta núna..þannig..here it comes.

 

Yngsti sonur minn fermdist  á skírdag en ekki veisla fyrr en á sumardaginn fyrsta...þannig..að við ákvaðum bara að fara í 2 veislur hjá frænkum sembuðu  okkur .

Ég, fermingarbarnið og sá næst yngsti fórum, Keli lá og ældi og spúði....þannig eins gott að skilja hann eftir heima..100_4812

Báðar veislurnar  voru í Hafnarfirði. Ég uppgötvaði sko allverulega að ég er algjör “rati” í að rata ..þannig að ég skoðaði mikið meira af Hafnarfirði en ég ætlaði mér í upphafi.. 100_4813Náðum í restina af fyrri veislunni og upphafið af þeirri næstu, ja hefði getað stoppað lengur ef ég hefði ekki verið svona mikill “rati” en við  þurftum að vera komin heim kl 8.

Báðar fermdust stelpurnar í Víðistaðakirkju en veislurnar sem betur fer ekki á sama tíma. En það skondnasta við þetta var að stelpurnar ja og foreldrar þeirra höfðu ekki hugmynd um að þær væru náfrænkur...langafi og langamma þeirra eru systkin og ég er skyld þeim í gegnum pabba en þetta voru systkin hans.100_4814

Þetta fannst liðinu ótrúlegt og stelpurnar búnar að vera saman í einhverju sporti frá því í fyrsta bekk..

Málið er að þessi föðurætt mín hefur víst gert víð”reist” ( “reiðst”..hehumm..) fyrr á öldum...eins gott að ekki var búið að finna upp bílana þá..miðað við fjöllyndið á þessu liði.. sem ég er komin útaf...

Einn af mínum forfeðrum einhver lögréttumaður ( minnir mig) sem var uppi á 17 eða 18 öld er skráður faðir að 50 börnum!!!!  24 af öðru kyninu en 26 af hinu...100_4815

Geri aðrir betur..en ég myndi nú áætla að hann ætti fleiri miðað við að venjan var að þessir stórbokkar létu vinnumennina feðra börnin sem þeir áttu með vinnukonunum...100_4816

Ég hef sko ekki sloppið við að vera skyld neinum sem ég hef kannað í íslendingabókinni..meira segja í báðar ættir....

En sá galli  er á þessari bók er sá að það kemur bara fram sá sem er meira skyldur manni þó að hitt foreldrið sé líka skylt manni.

En það kemur engin melding um að svo sé.

Þetta uppgötvaði ég fyrir tilviljun þegar ég var að kanna hvað x manneskja væri mikið skyld mér en þá kom ekki nafn foreldrinsins sem ég vissi frændsemina við heldur hins.. 100_4819

svo þegar ég skráði nafn þessarrar manneskju sem ég vissi ættartengslin við, þá var það minna en hins..

Þannig að maður þarf í rauninni alltaf að athuga báða foreldra þess sem maður er að skoða..100_4817

Víkjum aftur að fermingarveislum þá fengum við æðislegan mat á báðum stöðum en samt ekki eins mat eða kökur á eftir.....

Svo fengum við líka þetta fallega sólarlag þegar við vorum að nálgast Borgarnes og ég bara varð að fara og stoppa á útsynisstaðnum sem er rétt áður en maður kemur Borgarfjarðarbrúnni....

Læt þessar myndir fylgja hér með, þær eru eins og augað sér..nema nokkrar sem ég zoomaði aðeins....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Þetta hefur verið góður dagur hjá þér fyrir utan rata háttinn í þér með að rata. Æðislegs flottar myndir hjá þér af sólarlaginu.

Svava frá Strandbergi , 10.4.2007 kl. 00:13

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Fallegar myndir Agný mín. Já við erum flest skyld. 

Gott að þú skemmtir þér vel. Þú rataðir þó í ferminguna að lokun og heim aftur svo allt er gott sem endar vel.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.4.2007 kl. 10:32

3 Smámynd: Ólafur fannberg

flottar myndir.

Ólafur fannberg, 10.4.2007 kl. 12:41

4 Smámynd: Agný

Takk fyrir Jórunn og Ólafur.

Agný, 10.4.2007 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband