Leita í fréttum mbl.is

FYRIR HVERN ERTU AÐ LIFA LÍFINU ÞÍNU?

Meðvirkni: skilningur, meðvitund, heilun. 
FYRIR HVERN ERTU AÐ LIFA LÍFINU ÞÍNU?
chakra4

“Ef ég er ég af því að ég er ég,  og þú ert þú af því að þú ert þú,þá er ég og þú ert. En ef ég er ég af því að þú ert þú,og þú ert þú af því að ég er ég,þá er ég ekki og þú ert ekki.”  (1) 

Þetta litla ljóð lýsir einstaklega vel kjarnanum í meðvirkni. 

Það mun hafa verið H.D. Thoreau sem fullyrti að: “flestir menn upplifa lífið í þögulli örvæntingu”.

Því miður þá tel ég þetta vera rétt! Þessi þögla örvænting hefur verið nefnd meðvirkni.

Og það eru ekki aðeins manneskjur sem þjást vegna meðvirkni, heldur má segja að skólar, fyrirtæki, stjórnvöld, í raun öll vestræn samfélög séu með meðvirkan kjarna.

Þessi staðreynd vekur hjá mér bæði depurð og ótta! 

Einkennin

Meðvirkni getur eyðilagt líf þitt á tvo vegu. Annars vegar með því að skemma fyrir sambandinu við sjálfa þig; hins vegar með því að skemma sambönd þín við aðra. (2) 
Greina má helstu einkenni þess að meðvirkni trufli sambandið við sjálfið þegar erfitt er að:1.      finna fyrir eðlilegu sjálfstrausti2.      tjá raunveruleika þinn3.      setja öðrum skýr mörk4.      uppfylla þarfir þínar og langanir sem fullorðin manneskja5.      tjá raunveruleika þinn á jafnan og skynsaman hátt. 
 
Helstu einkenni þess að meðvirkni skaði sambönd þín við aðra birtast í:
1.     stjórnun og ráðríki
2.      biturleika
3.      skaðaðri andlegri vitund
4.      veruleikaflótta
5.      erfiðleikum í nánum samböndum. 
 

Líf í meðvirkni

Að vera meðvirkur er mjög sársaukafullt. Einn sársaukafyllsti þátturinn í meðvirku lífi er sú skynjun að það er eitthvað mikið að þér og að sama hvað þú gerir, þá ertu aldrei nógu góð. Þannig birtist hin þögla skömm meðvirkninnar þar sem flestir meðvirkir einstaklingar kunna ekki vel við sjálfa sig. Það gæti einmitt verið ástæða þess hve margt meðvirkt fólk þjáist af lágstemmdri og langvarandi depurð. Meðvirkir eiga einnig erfitt með að trúa því að einhver þarfnast þeirra. Mjög oft finnst þeim þeir vera utanveltu í samskiptum.  Áður fyrr trúði ég því að þeir sem vildu mig ekki hlytu að sjá mig í skýru ljósi, á meðan að þeir sem vildu vera í nálægð við mig væru alvarlega gallaðir, líkt og ég sjálf. Hvað annað gat skýrt ásókn þeirra í að tengjast mér? Afleiðingarnar urðu þær að ég hafnaði þeim sem vildu mig og einblíndi á þá sem höfðu engan áhuga á mér, í örvæntingu að fá þá til að líka við mig og verða sífellt hafnað. Þessu fylgdi mikil eymd og kvöl. Jafn ýkt og það virðist, þá er þetta dæmigerð lýsing á meðvirkri hugsun og hegðun.   

Það er í eðli meðvirkninnar að vita ekki Hver-maður-er.

Ég vissi ekki lengst af Hver-ég-var.

Þessi hluti meðvirkninnar vekur hjá mér samúð gagnvart öllu meðvirku fólki, því hvernig getur lífið verið annað en tómt þegar þú ert Ekki?

Í dag veit ég til allrar hamingju Hver-ég-er: komin er fullvissa, þekking á sjálfri mér sem sérstæðri persónu.  

Þegar þú hefur ekki sterka tengingu við sjálfið, verður þú endurspeglun á því sem annað fólk hugsar, vonar, óskar og væntir af þér. Þú munt þá reyna að stjórna áliti, vonum, óskum og væntingum þeirra til þín, til að tryggja að þér líki það sem verið er að endurspegla til þín, sem þú túlkar síðan sem sannleika um þig.

“Ef þér líkar vel við mig, þá get ég verið sátt við sjálfa mig”.

Jafnvel þótt að endurspeglunin sé ekki það sem þú vonaðist eftir, þá eignar þú þér hana sem sannleika um þig: “geðjast henni ekki að því sem ég er að gera? Þá er örugglega eitthvað að mér!” 
 
Meðvirkir einstaklingar eiga mjög erfitt með að slappa af í félagsskap annarra:
Þú ert of upptekin við að skynja hvað aðrir eru að hugsa og fylgjast með hegðun þeirra og líðan svo þú getir aðlagað þig samkvæmt því og þannig, með því að aga sjálfa þig, tekst þér að hafa áhrif á að aðrir endurspegla til þín því sem þér líkar og þarfnast. 
 
Meðvirkt fólk eru snillingar í að gleðja aðra og eiga erfitt með að segja nei. 
Þeim finnst þeir ábyrgir fyrir að halda öllum ánægðum. Það er, öllum öðrum en þeim sjálfum.  
Meðvirkir fókusa á aðra en ekki sjálfa sig. Þeir eiga erfitt með að taka ábyrgð á eigin lífi og hamingju – þeir geta það ekki vegna þess að þeir eru meðvirkir!
Og með því að axla ekki ábyrgð á sjálfum sér, verða atburðir og annað fólk örlagavaldar í meðvirku lífi. Þannig verða meðvirkir að fórnarlömbum lífsins. Algengt er að meðvirkt fólk sé einnig mjög viðkvæmt.
Skortur á skýrum mörkum þýðir að maður túlkar öll samskipti mjög persónulega.
Og því fylgir oftar en ekki sársauki. 
 

Brestir í meðvirkum persónuleika

Fullkomnunarárátta, fókus á að gleðja aðra, valdatogstreita, þol gegn ofbeldi, viðheldur vonlausum samböndum, heldur stigatöflu um hver gerði hvað, tjáir ekki eigin sannleika, óraunhæf skuldbinding, ábyrgðarleysi, fyrirgefur ekki mistök, hefnir sín, afbrýðissemi…..(3) 
Þrír meginbrestir í persónuleika meðvirkra einstaklinga lýsa sér í veruleikaflótta, afneitun og sjálfsblekkingu.
 Veruleikaflótti kemur í veg fyrir að maður viðurkenni hve erfiðar eða ljótar aðstæður eru í lífi manns. Afneitun þýðir að maður sér greinilega vandamál annarra en áttar sig ekki á að þessi sömu vandamál eru manns eigin.
Og sjálfsblekkingu notar maður til þess að halda í einhvern sannleika þrátt fyrir að öll sönnunargögn bendi til hins gagnstæða.(4)
Meðvirknibati felur í sér að greina sannleikann.
Leiðbeiningar í bókum Byron Katie eru mjög gagnlegar í viðleitninni til að brjótast í gegnum afneitun og sjálfsblekkingu. (5)
  

Skýr samskiptamörk

Samskiptamörk hjálpa við að skilgreina skynjun okkar á því sem er ég og því sem er ekki-ég og kennir okkur einnig að við berum ábyrgð á eigin ákvörðunum en ekki annarra. (6) Þar sem meðvirkni felur í sér að öll athygli manns beinist út á við til annarra, brenglast skynjunin á hvar ég enda og þú byrjar
. 

Til að aðstoða nemendur mína og þá sem til mín leita, hef ég kynnt þeim hugtakið “minn verkahringur/þinn verkahringur/verkahringur Guðs.” (7)

Minn verkahringur er raunveruleiki minn: hvað ég hugsa og óska mér, hvernig mér líður, hegðun mín og valkostir. Þinn verkahringur eru þínar hugsanir og langanir, líðan, hegðun og val. Og undir verkahring Guðs fellur allt annað.

“Hann ætti ekki að tala svona!”

Í hvaða verkahring ertu núna?

Hans!

Það kemur þér ekkert við hvað hann segir eða gerir. Þegar það kemst upp í vana að spyrja sjálfa þig í hvaða verkahring þú ert, áttu eftir að hlæja oft að sjálfri þér!

 

 Einn þátttakandinn á námskeiði nýlega sagði mér að kærasti hennar (sem var ekki með á meðvirkninámskeiðinu) væri vanur að spyrja að áliti hennar og fá leyfi áður en hann gerði nokkurn skapaðan hlut. Viðbrögð hennar byggðu á hugtakinu “verkahringur minn/þinn/Guðs” þar sem hún svaraði: “Það sem þú gerir er ekki mitt mál. Þú ert fullorðinn maður og það sem þú gerir er þitt mál.” Þegar ég hugsa um þetta mjög svo ómeðvirka tilsvar, átta ég mig á hvað þau eiga eftir að hafa jákvæð langtímaáhrif á þeirra samband. Hún sýnir honum virðingu og með því að virða hann, þá eflist sjálfstraust hans. Og þegar honum er gefið frelsi til að eigna sér eigin raunveruleika, þá nær biturleikinn ekki að eitra sambandið, sem annars hefði fylgt áframhaldandi drottnun hennar yfir honum og hans lífi. 
 

Barnæskan

Meðvirkni á rætur sínar í barnæskunni og því að alast upp í óvirkri fjölskyldu. Arfleifð þess að alast upp innan óvirkrar fjölskyldu er meðvirkni. Innsti kjarni meðvirkninnar er skömmin, sem segir: “Ég er gölluð sem manneskja.” (8) 

Skammarkjarninn myndast þegar barn upplifir að vera yfirgefið vegna misnotkunar af einhverju tagi eða vanrækslu, sem er í sumum tilfellum mjög augljós og önnur erfiðari að átta sig á.

Eitt slíkt dæmi um afar ógreinilega skynjun um að vera yfirgefin, sem þó hafði djúpstæðar afleiðingar, upplifði ég sjálf í æsku: Þegar foreldri er ekki viðstaddur í eigin líkama eða huga.

Móðir mín var ákafur lesandi ástarsagna.

Ég man þær yfirþyrmandi tilfinningar um að vera yfirgefin, örvæntingarfull og gripin vonleysi þegar ég áttaði mig á því að móðir mín vildi mig ekki, hún vildi gleyma sjálfri sér í ástarsögulestrinum.

 

Skilaboðin hennar til mín voru:

“Mér finnst þú ekki þess virði að vera með þér og tengjast þér.” 

 Sem barn var túlkun mín sú, að það hlyti eitthvað að vera að mér, annars hefði hún viljað vera með mér.

Á jafn óáþreifanlegan hátt verður skömmin til ásamt brotnu sjálfstrausti. Þegar skömmin og lága sjálfsmatið er til staðar, fara öll hin einkenni meðvirkni að þróast.  

(Ég legg mikla áherslu á það við foreldrana sem sækja meðvirkninámskeiðin mín að þeir gæti þess að vera fullmeðvituð í líkama sínum til að skapa börnum sínum tilfinningu fyrir öryggi og kærleika.

Árangurinn lætur ekki á sér standa, því foreldrarnir sjá skjótar og undraverðar breytingar á börnum sínum.

Ein móðir fimm ára stúlku sagði frá meiriháttar breytingu: 

Stúlkan hafði alltaf brostið í grát þegar hún var sett á leikskólann.

Engu breytti þótt reynt væri að tala hana til eða hugga.

En þegar móðirin einbeitti sér að því að vera meðvituð í líkama sínum í nærveru dóttur sinnar, hætti hún að mótmæla leikskólaferðunum og varð brátt mjög viljug að fara.) 
 

Rótarorkustöðin

Víða í samfélagi okkar og menningu er hægt að sjá afleiðingar ójafnvægis í rótarstöð. (9) Að hluta til er þetta vegna þeirrar meðferðar sem ungabörnum er boðið upp á (tekin frá mæðrum sínum og látin vera á vöggustofum, engin brjóstagjöf, of ung látin sofa ein í eigin herbergjum).

En aðalástæðan er sú að samfélag okkar er að stórum hluta til byggt upp af óvirkum fjölskyldum, og óvirkir foreldrar yfirgefa börn sín; heimurinn verður ótryggur og óþægilegur og við viljum ekki dvelja í honum.

Og til að geta verið fullkomlega tengdur við rótarstöðina, ásamt því að vera meðvitaður í eigin líkama, þá þyrfti maður að finna fyrir öllum tilfinningaskalanum, sem er eitthvað sem meðvirkir einstaklingar vildu helst komast hjá. 
 
Fyrsta orkustöðin einblínir á hvað er:

Hvað er raunverulegt? Þegar lífið reynist of óþægilegt og ótryggt, þá forðum við okkur. Við þróum með okkur varnarviðbrögð eins og veruleikaflótta, afneitun og sjálfsblekkingu til að forðast raunveruleikann. Þetta er niðurbrot á rótarstöð. Byron Katie bendir á að næstum allar okkar þjáningar eru vegna tregðu okkar til að sætta okkur við raunveruleikann. (10)

Ég hef uppgötvað sannleika þessara orða. Þegar ég hætti að berjast gegn raunveruleikanum og tengdi mig niður í rótarstöðina, það er, varð að fullu meðvituð í eigin líkama og sætti mig við raunveruleikann eins og hann blasti við….það er oft sárt, en þá er þjáningunum lokið og ég eflist í von um að geta skapað mér öðruvísi raunveruleika.  
Rótarstöðin tengist einnig réttinum til að vera, að vera maður sjálfur, sem er eitthvað sem þér leyfðist ekki í uppeldinu með óvirku fjölskyldunni. Mjög margir hafa sagt mér að þeim finnst þeir þurfa að afsaka tilveru sína, að þeir taki pláss, að þeir andi.
Þegar þú hefur endurreist rétt þinn til að vera, þá reynist þér mun auðveldara að taka fulla ábyrgð á eigin lífi – vegna þess að þú hefur eignað þér þann rétt að eiga líf
. 
Heilbrigð rótarstöð gefur þér öfluga og jákvæða lífsorku.
Og orkusvið þitt verður sterkara. Sá innri tómleiki, sem svo margir meðvirkir tala um, tel að eigi rætur sínar að rekja til ótengdrar rótarstöðvar og veikbyggðs orkusviðs. Veikt orkusvið sem er eins og gatasigti, skapar hættuna á því að þú takir inn á þig annarra manna mál. Ég gerði mér grein fyrir því fyrir nokkrum árum síðan, að ég þyrfti að fylla eigið orkusvið með sjálfri mér en ekki öðru fólki.  Í upphafi meðvirknibatans upplifði ég sjálfa mig setja hreinlega hluti af sjálfri mér inn í annað fólk (til þess að geta náð yfirhöndinni á viðbrögðum þeirra gagnvart mér – eins og ég las út úr líkamsstellingum þeirra og orðum). Þar sem ég var í hóp með tuttugu manneskjum, þá þýddi þetta að ég hafði skipt mér upp í tuttugu hluti – og átti næstum ekkert eftir fyrir sjálfa mig að upplifa hver ég var!Heilbrigt orkusvið gerir þér kleift að setja skýr mörk. Þegar þú ert heill og fyllir sjálfur allt þitt orkusvið, verður mun auðveldara að skynja þitt æðra Sjálf og halda athyglinni á eigin mál.  Heilun á rótarstöð er afar mikilvægur þáttur í meðvirknibatanum. Þú veist að þú ert að ná bata þegar þú ferð að skynja að þú ert ekki staddur í eigin líkama og með jarðbindingu og þér líkar það ekki.  

Tilfinningaorkustöðin

Önnur orkustöðin tengist tilfinningasviðinu. Reiður, sorgmæddur, glaður eða hræddur:
hvaða tilfinningar hrærast með þér? Einn aðalþáttur meðvirkninnar er tilfinningaleg hefting og afturhald. Heilun meðvirkni krefst tilfinningalegrar meðvitundar. Það þýðir ekki að þú þarft alltaf að geta nefnt þær tilfinningar sem koma upp eða vita af hverju þér líður svona. Tilfinningaleg meðvitund þýðir að þú veist að þú hefur tilfinningar og að þú finnur fyrir þeim. Tilfinningaleg meðvitund samsvarar tilfinningalegri greind. Rannsóknir sýna að tilfinningalega greind fólk eru hamingjusamari og lifa í fullri sátt. (11) 
 

Pia Mellody lýsir fjórum mismunandi tilfinningaveruleika. (12)

  • Eðlilegar fullorðins tilfinningar: Skynjaðar í réttu hlutfalli við það sem ölli þeim.
  • Samhygð: Að skynja hvernig öðrum líður og stundum að eigna sér sömu tilfinningar.
  • Ef þér líður eins og þú sért að bilast og veist ekki af hverju þér líður þannig,
  • þá er líklegast að þú hafir tekið inn á þig tilfinningar annarra í kringum þig.
  • Frosnar tilfinningar og þær sem eiga upphaf sitt í æsku:
  • Í báðum tilfellum birtast þessar tilfinningar sem öfgafull viðbrögð við aðstæðum sem snerta þessar tilfinningar á einhvern hátt.
  • Þær hafa yfirþyrmandi áhrif og geta fengið þig til að bregðast við á barnalegan, viðkvæman, lamaðan og sturlaðan hátt.
 Með því að læra að þekkja hvaða tilfinningar hrærast með þér, muntu ná að meðhöndla tilfinningaveruleika þinn mun betur – þú hættir að vera fórnarlamb tilfinningasveiflna.  
Meðvirkni bati þýðir að maður skapar sér skýr mörk sem koma í veg fyrir að tilfinningar annarra verði manns eigin, ásamt því að heilun á sér stað gagnvart öllum þeim frosnu tilfinningum sem maður hefur burðast með frá barnæsku. Þú heilar þessar frosnu tilfinningar með því að leyfa þeim að koma upp á yfirborðið og þannig sleppa þeim. Með öðrum orðum: Með því að finna fyrir þeim! 
Meðvirkir einstaklingar eru snillingar í að forðast sumar eða allar tilfinningar sínar, sem fer eftir því hvort eða hvaða tilfinningar voru viðurkenndar á æskuheimilinu.  
 

Hinar orkustöðvarnar

Ég hef fjallað hér um rótar- og tilfinningaorkustöðvarnar sem eru þær orkustöðvar þar sem heilun og bati á meðvirkni hefst, en að sjálfsögðu hefur meðvirknin áhrif á allar orkustöðvarnar sem einnig þarf að heila. Nákvæm umfjöllun um hverja orkustöð myndi fylla heila grein. Því læt ég fylgja stutta lýsingu á hinum fimm orkustöðvunum: solar plexus tengist skýrri hugsun og hvatningu, hjartastöðin kærleikanum og heilbrigðum samböndum, hálsstöðin hefur áhrif á tjáningu eigin veruleika, þriðja augað sér hvað er og tengist mannúðinni og efsta orkustöðin virkjar andlegu hlið mannsins.  
 

Hugmyndafræðileg umskipti

Hugmyndafræði manneskjunnar lýsir því hvernig hún “sér” heiminn, það er, hvernig við skynjum og skilgreinum heiminn í kringum okkur. Hugmyndafræðin, eða sú ímynd sem við höfum af lífinu hefur áhrif á hegðun okkar og hugsanir, tilfinningar, þrár og viðhorf. Í stað þess að reyna að breyta hegðuninni, hugsun, tilfinningum, þrám og viðhorfum, sem mun einungis duga til skamms tíma, þá þurfum við að komast að rótinni, sem er að finna í þeirri hugmyndafræði sem líf okkar byggist á. Þegar hugmyndafræðin tekur breytingum, þá breytist skynjun okkar, skilningur og mat á umheiminum.  Og sú uppstokkun sem verður á hegðun okkar, hugsun, tilfinningum og viðhorfum, er umbreyting sem varir að eilífu. (13) 
Meðvirknibati krefst, og er byltingakennd breyting á hugmyndafræði.
Eins og einn þátttakandi á meðvirkninámskeiði nýlega sagði mér:
“Líf mitt hefur gjörbreyst. Ég lít ekki einu sinni sömu augum á hlutina!” 
 
Heilun og bati
Heilun og bati á meðvirkni þýðir að maður verður að vera tilbúinn að sjá raunveruleikann: allan sannleikann um hvað gerðist í barnæskunni og allan sannleikann um líf manns eins og það er í dag.
 Fyrsta skrefið er að viðurkenna afneitunina sem hefur umlukið meðvirki þína.
Næst verður þú að sjá nákvæmlega hvernig meðvirknin hefur skaðað líf þitt núna og þeirra sem nær þér standa.
Í þriðja lagi þarftu að fara í gegnum sársaukaferlið: Meðvirkir eru uppfullir af aftengdum tilfinningum sársauka, reiði og ótta frá æskuárunum. Þær þurfa að fá að flæða og takinu sleppt af þeim. Og þetta, að sleppa takinu á gömlum tilfinningum (getum kallað það tilfinningalega afeitrun), ásamt því að þekkja hvernig meðvirkni skemmir líf þitt í dag, er lykillinn að því að geta tekið öðruvísi og betri ákvarðanir fyrir sjálfa þig og líf þitt. 

Ég held námskeið fyrir meðvirka og hef séð ótrúleg dæmi um gjörbreytingu á lífum fólks og það á mjög skömmum tíma. Ég hef séð sanna umbreytingu á hugmyndafræði. Ég hef séð fólk anda léttar þegar það uppgötvar að það er ekki sturlað, aðeins meðvirkt og að það sé mögulegt að hætta að lifa í þögulli örvæntingu. Ég hef séð fólk upplifa eigin kraft og eigna sér réttinn til þess að lifa lífi sínu fyrir sjálft sig. Ég hef séð aðila setja skýr mörk og finna þá aflausn sem það gefur þeim.

Ég hef séð einstaklinga byrja að nota orðið NEI!

 

Líf þitt er fyrir þig að lifa því:
Hvernig viltu lifa því?  Tilvitnanir1. Bradshaw J On the family. Health Communications, Inc.. 19882.         Mellody P et Al. Facing codependence. Harper & Row. 19893.  Mellody P et Al. Breaking free: A codependence workbook. Harper & Row. 19894.  Mellody P et Al. Facing codependence. Harper & Row. 19895.    Katie B Loving what is. Random House. 20026.  Cloud H and Townsend Jboundaries.  Zondervan Publishing House. 19927.    Katie B Loving what is. Random House. 20028.   Bradshaw J On the family. Health Communications, Inc.. 19889.  Anodea J and Vega S The sevenfold journey.
The Crossing Press. 199310.     Katie B Loving what is. Random House. 200211.       Goleman D Emotional intelligence. Bantam. 199712.       Mellody P et Al. Facing codependence. Harper & Row. 198913. Covey S The seven habits of highly succesful people. Simon and Schuster. 1989 
Gitte Lassen hefur unnið sem heilari og þerapisti í meira en áratug og styðst við margvíslegar stefnur og aðferðir. Í dag einbeitir hún sér að djúpstæðri heilun og umbreytingu á krefjandi meðvirkninámskeiðum,
þar sem þátttakendur eru staðráðnir að ná árangri.
Gitte er dönsk, en hefur búið á Íslandi og í Bandaríkjunum síðan 1989.
Hún býr núna á Íslandi og er hægt að hafa samband við hana í gegnum netfangið gitte@mi.is og í síma 861-3174.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ Inga mín, ég rakst á síðuna þína og varð að kíkja. er þessi grein eftir þig eða þessa Gitte??? bið að heilsa og endilega kíktu á mitt blogg, blog.centra.is/daishonin

kveðja Lára

Lára Þórisdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:02

2 identicon

auðvitað á þetta að vera blog.central.is/daishonin ;) en þú varst nú örugglega búin að fatta það

Lára Þórisdóttir (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband