Leita í fréttum mbl.is

Smá " hilsen" frá Danmörk......

Ég er ekki búin að vera dugleg að skrifa eins og sést svo sem......Ég skrapp með fjölskyldunni  á miðvikudag niður til Roskilde í búðarráp...Keypti mér bók um sveppi en annars ekkert.....Maður var að kafna úr hita en það var um 30 stig muni ég rétt ....Svo var bara verið í leti og spjallað.......Á fimmtudaginn forum við Mjaken inn í miðbæinn hér og ég rifjaði upp kynni mín af "ristede pölser"..fjári hafa þær stækkað síðan í denn...ég gat varla klárað eina...ekki nema von að fólk fitni ef að allir skammtar eru orðnir tvöfaldir.....Keypti símakort og það sem er ódýrast eftir því sem við fundum út var það sem heitir Næst ..Keypti mér 2 stuttbuxur...á 150 kr...Fór svo og sólaði mig eftir að við komum heim en það passaði að sólin ákvað þá náttúrulega að hún væri búin að vera nógu lengi....Fór svo með hjónunum eftir kvöldmat í dart klúbb sem er hér og vorum þar að skjóta pílum fram eftir kvöldinu..Ég hef ekki komið nálægt dart í mörg ár þannig að færni mín var ekki góð í að hitta.....En ég hitti þó ....Það passaði að það var skýjað og skúrir í gær...hefði getað sparað það að kaupa þessar stuttbuxurCool Hjónin fóru svo til Íslands í gær...Ég og Majken vorum bara í leti og ég hringdi í vinkonur mínar hér til að finna út hvenær við gætum hisst...og það verður þétt pökkuð dagskráin næstu viku því að helgin var löngu skipulögð hjá þeim....Mánudaginn er það Gitte sem býr í Albertslund.....svo að fara með lest til Fredensborg á þriðjudaginn og gista hjá Kirsten.....svo með lest til Sorö á miðvikudag til Piu og vera þar eina nótt ...svo til Taastrup á fimmtudag því ég er að fara á námskeið inn í Köben 17-19 og það er frá 9-17 alla dagana.....Svo á mánudag fer ég alla leið niður til Sogard en keli kemur þangað þann 15...http://www.bjarnarbol.dk/ svo aftur hingað þaann 22 reikna ég með....svo heim þann 24.....Hefði sennilega átt að vera aðeins lengur synist að mér hefði ekki veitt af því..... Við fórum svo á pöbbarölt í gærkvöldi.....Nú er klukkan um hálf 3 hér og Majken farin í dart klúbbinn hún er formaður eða eitthvað svoleiðis svo ég ætla að drattast þangað eftir smá stund en hann er í 5 mín labb fjarlægð.. Svo er það inn á Amager á morgun á einhvern risastóran árlegan "loppe" markað...Jæja ...sé það að ég kann ekki að skrifa einhverjar dagbókarfærslurGetLost en hvað.... sé fram á það að ég muni þurfa  "frí" þegar ég kem heim....Annað..það verða engar myndir settar hér þar sem er ætlast til að ég  kaupi mér diskapláss...set þá barea myndirnar eitthvað annað.....Bið svo bara að heilsa ykkur öllum.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er greinilega gaman hjá þér, hafðu það sem best þarna í DK og ekki ganga fram af þér.

Lára (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 00:20

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gaman hjá þér!!!!!!! Hlakka til að heyra meira...

Vilborg Traustadóttir, 12.8.2007 kl. 10:32

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Nóg að gera hjá þér. Gott að sjá að þú nýtur þess að vera þarna.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.8.2007 kl. 12:57

4 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Danir fara í frí til að VERA Í FRÍI en ekki að vera alveg búinn áðí þegar heim er komið.

Það er eitthvað sem við hjónin lærum víst aldrei.

Gangið á Guðs vegum.

Gunni Palli kokkur. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 12.8.2007 kl. 13:22

5 Smámynd: Kolla

Goda skemtun i danaveldi :)

Kolla, 12.8.2007 kl. 19:27

6 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Nóg að gera sé ég, þú hefur ekki tíma til að njóta góða veðursins sem kemur í fyrramálið

En gott að eiga nýja stuttbuxur þegar þú kemur heim.

Klem og knús 

Sigrún Friðriksdóttir, 13.8.2007 kl. 00:12

7 Smámynd: Agný

Ég þarf örugglega frí eftir "fríið"

Agný, 13.8.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband