Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Þá er þetta blessaða ár 2007 að renna sitt skeið.....

Þá er þetta blessaða ár 2007 að renna sitt skeið.....Það hefur verið misgott eins og öll ár eru svo sem, en hjá mér hafa allavega orðið ansi margar breytingar á öllum sviðum...
Góðar eða vondar er eitthvað sem tíminn leiðir í ljós...Ég er allavega búin að upplifa breytingar með upphrópunarmerkjum...svona utan við það að hafa náð þeim merka áfanga að verða fimmtug á árinu...
 
 
Verð nú að játa að ég var mikið að pæla í því hvort að slagorðið fyrir fimmtíu ára múrinn væri "finished at fifty".... en ákvað að hafa slagorðið þetta..." fitt og flott fimmtug"  hljómar aðeins skár...cool
Undarlegt að það skuli vera til slagorð fyrir það að ná þeim áfanga að verða þrítugur.... " það sem tvítugur getur, gerir þrítugur betur"...nú og svo er það þegar 40 árunum er náð ..
" allt er fertugum fært"...svo var bara EKKERTsurprised til fyrir að verða hálfraraldar gamall/gömul....skyldi það virkilega vera þannig að fólki finnist almennt að lífið sé búið þá?
Vera sem sé ekki hálfrar aldar gamalt ..nú ja eða ungt allt eftir því hvort maður horfir á glasið hálf tómt eða hálf fullt...heldur að mörgum finnist þeir vera komnir hálfa leiðina í gröfina...það er svo önnur spurning...
Nú er kl akkurat 18:30 og ég sit hér og pikka hér og hlusta á Bubba  en verð jú að játa að það veldur mér nú meiri trega en gleði að hlusta á hans söng..
 
 
Strákarnir verða víst hjá pabba sínum í mat....mjög gott að fa þó að vita það áður en maður var búinn að skella steikinni í ofninn...þannig að hún fór bara aftur í frystirinn...en þetta er svo sem ekki í fyrsta sinn á síðustu 10 árum sem hlutunum hefur verið snúið á hvolf í þessum
aðfangadags/gamlárskvölds  málum hvað varðar hvar á að vera....eða hvað er búið að tala um og svo öllu snúið á hvolf....eins gott að geta þó alltaf gengið að einhverju vísu á þessum tímum breytinganna.....Cool
 
 
Þannig að ég ætla að kveðja gamla árið alein og með sjálfri mér og heilsa því nýja líka þannig...en hvað ég geri eftir að klukkan er búin að slá tólf er óskrifað blað...
Ég óska ykkur svo öllum kæru bloggvinir og aðrir bloggarar ...og öllum þeim sem lesa bloggið mitt gleðilegs nýs árs og vonandi stenst það ykkar væntingar og þið ykkar eigin.....fine_stairway to heaven
 
 
Svona í lokin nokkur vísdómsorð....ekki mín eigin,  ja jú eitt... en kanski get ég lært eitthvað af þeim...
 
 
,, Enginn er jafn einmanna  og í annarra hópi"...
 
,, Sumir sýnast á flugi sem ernir, en reynast svo bara kjúklingar er þeir lenda"...
 
 
,, Það er kanski ekki heppilegt að vera alltaf einn með sjálfum s´´er, því að því hlýtur að koma að maður reynist sér sjálfum illa"...
 
 
,, Heimurinn mun alltaf þarfnast fólks sem getur ímyndað sér það sem ekki er"...
 
 
,, Vertu þinn eigin vinur - annars reynist þér erfitt að vera vinur nokkurs annars"..
 
 
,, Ef þú getur séð fyrir þér það sem þú óttast, er vel mögulegt að þú getir tekist á við það. Ef þú getur tekist á við það sem þú óttast, er mögulegt að þú getir sigrast á því"...
 
 
,, Berstu aldrei við þann sem hefur engu að tapa"..
.
 
 ,,Lærðu af lífinu en lifðu ekki í lærdómnum"..
 
 
,, Sönn viska felst ekki í því að sjá það sem er beint fyrir framan augu okkar, heldur að sjá fyrir hvað muni gerast"...
 
 
,, Njóttu starfs þíns, eða finndu þér starf sem þú nýtur"..
.
 
..Lestu mikið, en dragðu eigin ályktanir"....
 
 
,,Farðu að lifa lífinu og líttu á hvern einasta dag sem þitt einasta líf"...
 
 
,, Þú verður sjálfsagt aldrei fyrir vonbrigðum ef þú býst alltaf við hinu versta í lífinu - en þú missir af öllu fjörinu!"...
 
 
,, Lífið er fullt af óyfirstíganlegum tækifærum"...
 
 
,, Lífið er eins og spil. Það snýst ekki fyrst og fremst um það sem þú hefur á hendi, heldur hvernig þú spilar úr því sem þér er gefið "...
 
 
,, Þeir sem eyða tímanum í áhyggjur af því hvað aðrir eru að hugsa um þá, myndu sleppa því ef þeir vissu hve sjaldan aðrir hugsa um þá"...
 
 
,, Vertu hlýlegur við fólkið sem þú mætir á leið þinni á toppinn, þú gætir rekist á það aftur á leiðinni niður"....
 
 
,, Ef þú ofmetur eða vanmetur gildi sambands við einhvern, gæti þér síðar brugðið illilega í brún"...
 
 
,, Hinn vitri mun veita því eftirtekt þegar andmælandinn gefst upp á að sannfæra og byrjar að rangfæra"...
 
 
,, Því skyldi okkur reynast svo erfitt að viðurkenna villu okkar, fyrst ekkert kemur okkur að meira gagni við að leysaa vandann"...
 
 
,, Árangur þinn í lífinu verður ekki metinn eftir því hvar þú ert staddu´r, heldur erfiðleikunum sem þú hefur sigrast á"..
 
 
,, Nauðsynlegt er að kunna að meta sjálfan sig, ef aðrir eiga að gera það líka"..
 
 
,, Vertu ungur í dag. Það gefst nægur tími til að eldast"...
 
 
,, Ekkert er svo fáránlegt að einhver heimspekingur hafi ekki sagt það"...
 
 
,, Að sinna því sem manni ber, jafnvel þó hnökrar virðist á, er betra en að sinna öðru með hnökralausum hætti"...
 
 
,,Ofurhugar standa ekki oft við orð sín"...
 
 
,, Að þurrka út hið liðna er að þurrka út framtíðina"...
 
 
,, Hinn hyggni finnur alltaf eitthvað til að hlægja að á hverjum degi  -  þótt það sé ekki nema hann sjálfur"...
 
 
,, Oft er gleði horfinn harmur"...
 
 
,, Alla æfi reynum við að leyna mistökum okkar, nema listamennirnir sem velja úr sínum og halda sýningar"...
 
 
,, Líttu yfir farinn veg. Líttu fram á veginn.  Þú ert vegurinn"...
 
 
,, Glott en ekki grátur kemur óvininum úr jafnvægi"...
 
 
,, Þótt aðeins ein einasta manneskja hafi á einhvern hátt auðgast af tilvist þinni, máttu vita að líf þitt hefur verið árangursríkt"..
 
 
.. Mikilvægt er að hafa í huga að engan er auðveldara að blekkja en sjálfan sig"..
 
 
,, Högg svipunnar rífa holdið en högg tungunnar brjóta beinin".
..
 
,, Öfund og reiði æfina stytta"...
 
 
,, Lærðu af stjórnmálamönnunum..Ef þú atar andstæðinginn auri, ertu einfaldlega að grafa jarðveginn undan eigin fótum"...
 
 
,, Maður tekur ekki í höndina á krepptum hnefa"..
Kær kveðja til þeirra sem vilja þiggja.
Agný.
 
 

JÓLAKVEÐJUR TIL ALLRA BLOGGVINA ... KATTA MYNDIR..HVATNINGARORÐ DAGSINS Í DAG.... ekki veitir af..afrekaði að reka fingurinn í rangan takka og strokaði allt út sem ég var að fara að pósta inn...urr..irr..pirrr..

HVATNINGARORÐ DAGSINS Í DAG.

" AGI  ER BRÚIN  Á  MILLI MARKMIÐA  OG  FRAMKVÆMDA".

Gleðilega jólarest til ykkar allra bloggvinanna og svo þeirra sem lesa bloggið mitt.Takk fyrir samveruna hér síðan ég byrjaði að blogga en það var víst 9 des fyrir ári síðan...Margt hefur drifið á daga mína síðan þá...bæði gott og vont ..En hvort allt er svo vont þegar upp er staðið sem maður heldur að sé það,  eða það sem maður hélt að væri gott sé það líka þegar vel er að gáð,....

Allt hefur víst sinn vitjunartíma...þannig ..þá kemur það í ljós....

Verð samt að játa að ég hef aldrei þolað þetta jólasvein bull og með það að láta skóinn út í glugga...

Mikið rosalega langaði mig til að finna þann aðila í fjöru sem kom með þá hugmynd að setja eitthvað í skóinn x nóttum fyrir jól...Angry

Dýrt fyrir "Sveinka" að þurfa að setja í 4 skó hverja nótt á mínu heimili allavega....

Mínir drengir eru að vísu orðnir svo gamlir núna að þeir trúa ekki lengur á þennan þátt jólaboðskapsins...

Jólahátíðin fæðingardagur Jesús

( eftir því sem sagt er...) rann upp venjulegum tíma hvort sem manni líkaði betur eða verr..hvort sem maður ætti eftir að gera þetta og hitt eða hitt og þetta...með þrumum og eldingum og engum neitt smá...maður hélt hreinlega að eitthvað hefði sprungið... Hefði passað betur á gamlárskvöld...

Að venju var étinn (græðgislega af sumum) hamborgarahryggur, brúnaðar kartöflur og sósa sem var einhverskonar tilrauna uppskrift...tókst vel því allir borðuðu hana... Síðan var gjöfunum útdeilt og skoðað og þakkað fyrir og  eftir það fóru svo strákarnir til pabba síns og afa og ömmu,  þar var "taka tvö" ...á þessari athöfn....

Á meðan ákvað ég að fá mér lúr..enda búin að sofa ákaflega lítið undanfarið og alls ekki á venjulegra fólki tíma... en tími er svo sem afstæður..eina góða við að liggja lítið í bælinu er að bakið er heldur skárra..

Ætlaði alls ekki að komast út úr bælinu í gærmorgun... uppgötvaði það að einhver hefði mátt gefa mér hækjur í jólagjöf..þó svo ég sé vön verkjum þá voru þessir alveg sérlega mikið yfir mitt strik.. en nóg um það... En mér tókst því miður ekki að leiðrétta þennan viðsnúning í svefninum.....og er ekki enn búin að því... 

Kettlingarnir 5100_7268 ákváðu að nú væri kominn tími á því að víkka út sjóndeildarhringinn og klifruðu  þau hugrökkustu upp úr ferðarúminu.

100_7185og hinir fengu þá að fara líka út út "fangelsinu".

 

Þessi hér var samt búin að sleppa úr prísdundinni heldur fyrr..

 en það er hún Væla Veinólína...Blíða er að reyna að halda henni kyrri... 

 Hér er svo verið að fylgjast með " Veinólínu" í klifrinu...

En stelpurnar þrjár  urðu 4 vikna 24 des. en strákarnir tveir  urðu það 25 des....eru sem sé ekki öll fædd sama dag... Þetta er hún "Jelló" eins og ég kalla hana en hvað þau sem eiga hana munu kalla hana..að fá sér beauty nap eftir allt brasið... 100_7219

Hér eru Hringur og hún Veinólína að kíkja á heiminn saman...

100_7285

Gaman að fylgjast með þessum krúttboltum þegar þau fóru á stjá og enduðu á að koma sér í sjálfheldu hér og þar....

og gekk mér mis vel að finna þau aftur..

 

 

 

Sóta "frænka" 100_7315ákvað að mömmunni veitti ekki af "loppu" við að siða þessa ólátabelgi til...aðeins að siða Veinólínu til...

Kanski hún sé að æfa sig áður en hún fjölgar kattarkyninu.... hef grun um að hún sé bomm ...

Hér er Sóta að kyssa Hring...100_7294

Hún fylgdist allavega fylgdist hún mjög vel með þeim,  kyssti og þvoði100_7302 svona smávegis líka...

og mamman lét sér bara vel líka..kanski bara fegin....

 

 

Hvert eruð þið eiginlega að að æða?

100_7324

 

 

 

 

 

 Hér eru ólátabelgirnir búnir að hertaka sófann og eru að hvíla sig eftir "flakkið"...100_7371

Annars eru þessir jóladagar búnir að líða við leti og át og aðallega ekki neitt....nenni ekki að hafa samband við neinn nema svona til málamynda.....en þetta eru fyrstu jólin sem að ég og strákarnir erum alein á aðfangadagskvöld í 10 ár...Svolítið einkennilegt og skrítið... en rólegt .... 

Ekki má svo gleyma blessuðum jólasnjónum... sem ákvað að koma í jafnmiklu magni og undanfarandi rigningar eru búnar að vera...Það er ýmist í ökla eða eyra....

Ætlaði að setja fleiri myndir inn en tölvukerfið eitthvað seint að hugsa og misfljótt að hlaða inn..þannig að ég læt þessar duga..


KETTLINGARNIR 3 vikna í dag.......STÆKKA OG STÆKKA....Fleiri myndir...

100_6958-1Hér er sko mynd af prímadonnunni...henni Blíðu...

 Mín ekkert smá virðuleg og ráðsett að sjá...enda er hún orðin 3 ára..

 Jæja..þá ætla ég að drattast til að setja fleiri myndir af köttunum....búin að vera á leiðinni slatta lengi eins og sést kanski frá því ég setti fyrstu myndirnar inn...

 

 

Þessi mynd er tekin 28 eða 29 nóv...

100_6775Það sem þessi krútt hafa blásið út er ekkert smá....enda orðin 3 vikna i dag.... Set hér myndir teknar hafa verið svona á þessu tímabili...

Þessar  myndir eru teknar þann 5 des100_6869

strax farnir að blása út...ég skal játa að ég er ekki góð í því að setja myndir hérna þannig að þær séu ekki út um allt...Skil ekki hvernig Guðmundur Jóns fer að því að setja sínar myndir svo snyrtilega inn á bloggið sitt Woundering100_6873

Þessar eru líka teknar þann 5 des..þetta er hann Snúlli

( sá guli og hvíti) og hún

Væla Veinólína

 ( ég kalla hana það því að hún er sí vælandi ef að komið er við hana..)100_6885

 

 

                 

Hér eru fleiri myndir..5 des100_6889

 

 

 

 

Þetta er hann Hringur ..hann byrjaði að mala viku gamall

100_6909


ORKA / ENERGY það er lykillinn að leyndarmálinu...

It has always been thus.

The secrets are said to protect themselves but indeed they are protected by the Energy.

If you don't have Energy, you will never be offered more.

"To those that have, more will be given" said Jesus Christ.

You need energy to get more energy.

You need energy to awaken your incipient psychic powers.

 You need energy to transmute all your energy blockages to get more Energy.

You need energy to overcome the passage through the birth and death process,learning to shed your body as you would worn out clothes.

 
You need Energy Enhancement…


ORÐ TIL UMHUGSUNAR úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

 Fékk leyfi vinkonu minnar til að setja þýðingu hennar hér úr  "For today & tomorrow, daily encouragement", Daisaku Ikeda 

Mér finnst þessar leiðbeiningar allavega höfða mjög mikið til mín þessa dagana og líka vera þörf áminning fyrir mig...

Þetta var fyrir 10 des...

YES!!!Við verðum að byggja traustar undirstöður; við verðum að vera sterk. 

Innri styrkur er forsenda hamingju, forsenda þess að framfylgja réttlæti og skoðunum sínum. 

Ein af nafnbótum Búdda er “Sá sem getur sýnt umburðarlyndi.”

Að takast hugrakkur á við, þola, þrauka og sigrast á öllum erfiðleikum – Búdda er hin algjöra holdtekja þeirrar dyggðar sem umburðarlyndi er. 

Kraftur trúarinnar gefur okkur styrkinn sem við þurfum til að standa af okkur og lifa af hvern storm.  Þrautseigja er kjarni Búdda.

Þetta fyrir 8.des.


Lífsgleði er ekki einungis þín persónulega eigingjarna hamingja.  Né heldur er það að gera aðra hamingjusama á kostnað þinnar eigin hamingju. 

Þú og aðrir að gleðjast saman, þú og aðrir að verða hamingjusöm saman – það er hið leynda lögmál og hið undursamlega við okkar hlið á kosen-rufu. 

Daishonin segir, “Gleði þýðir að maður sjálfur og aðrir eigi visku og samúð”. (Gosho Zenshu, p. 761).

5. desember


 Ef þú stundar trú þína en ert samt síkvartandi, muntu eyðileggja hamingju þína í sama hlutfalli.

Þeir sem eru síkvartandi ávinna sér ekki virðingu annarra.

Bæði frá búddísku og veraldlegu sjónarhorni, mun hegðun þeirra ekki sæma vitri eða mætri manneskju.

Þýtt úr For today & tomorrow, daily encouragement, Daisaku Ikeda

Lára Þórisdóttir


Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband