Leita í fréttum mbl.is

Þroskasaga karlkynsins á hinum ýmsu tugum :-)

Þó að bondadagurinn sé rétt liðinn þá varð ég bara að setja þetta hér Cool

Rakst á þetta hér sem rekur þroskasögu karla í bundnu máli en eftir hvern það er veit ég ekki .

 

1.

Barnaskólaárin eru mörgum fersk í minni

því miklar verða breytingarnar á líkamsstarfseminni.

Mörgum fer þá bráðlega að leiðast lestrarstritið

þá læðist gjarnan inn í kroppinn fyrsta hvolpavitið  .

 

2.

Svo í kringum fermingu þá fá menn bassaróminn

og finnast þeir vera tilbúnir til að kenna leyndardóminn.

En þetta er oftast klúður og klaufalegir fundir

því kynlífið á líka sínar raunalegu stundir   .

 

3.

Fram að tvítugsaldri er talsvert um að vera

taumleysið er algert og mikið oft að gera.

Núna er það fjöldinn sem mestu skiftir

og mörgu Grettistaki lyftir  .

 

4.

Frá tvítugu til þrítugs blómstrar lífsins leikur

löngunin er stöðug og andi holdsins veikur.

Þú lætur eins og knapi á ljónfjörugum hesti

þig langar að gera það á klukkutímafresti  .

 

5.

Frá þrítugu til fertugs eru gjarnan góðar stundir

geysilegur vilji og margir ástarfundir.

Af talsvert meiri nákvæmni þú tilfinningar metur

þú treinir þetta lengur, þu gerir þetta betur  .

 

6.

Síðan næsta tímabil fram að fimmtugsaldri

finnst þér alveg sjálfsagt að beita nýjum galdri

kroppurinn er fullur af fiðringi og vonum

þú ferð að vilja sofa hjá miklu yngri konum  .

 

7.

Þessi löngun fylgir þér fram á sextugsaldur

þér finnst þú vera töffari og svakalega kaldur.

Um sextugt fer að hrella þig viðsjáll vöðvaslaki

þú verður oftar þreyttur og tollir illa á baki  .

 

8.

Um sjötugsaldur finnst þér aftur fjörið vera að lægja

þú ferð nú yfirleitt að láta gömlu brýnin nægja.

Það miðar hægt ef vindurinn stendur beint í stefnið

þú stundar þetta bara til að halda þér við efnið  .

 

9.

Um árætt virðist sjálfsagt að hafa hug á konum

í hjartanu er ylur og löngunin að vonum.

þér finnst það slifta máli hjá meyjunum að vera

en mannst stundum ekki hvað þú ætlaðir að gera  .

 

10.

Eftir þennan tíma er löngun best að leyna

og láta ekki glepjast þó konan vilji reyna.

Í átökunum getur sálin gengið öll úr lagi

þú gætir orðið bráðkvaddur úr elli"reiðar"slagi. 

 

Þá vitum við það hvernig karlar eru á öllum áratugum

munum það svona á góðum stundum

og á hinum ýmsu fundum  Tounge

Kveðja Agný.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábært... Nú bíð eg eftir þroskasögu kvenna

Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.1.2007 kl. 11:22

2 Smámynd: Bragi Einarsson

og nú skiljið þið, stelpur, hvers vegna þið verðið að vera góðar við okkur kallana!

Bragi Einarsson, 20.1.2007 kl. 12:36

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já, við verðum að reyna að vera góðar við þá.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.1.2007 kl. 13:06

4 Smámynd: Ólafur fannberg

meiriháttar

Ólafur fannberg, 20.1.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Flott !!!!

Sigrún Friðriksdóttir, 20.1.2007 kl. 22:48

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Frábært ljóð um tilveru okkar frá æsku til elliáranna,og "reiðarslagið"skilur á milli lifs og dauða.Yndislegur endir fyrir útbrunnið gamalmenni.

Kærar þakkir fyrir frábært kvæði.

Kristján Pétursson, 21.1.2007 kl. 00:37

7 Smámynd: Agný

Ja ..þið karlarnir virðist eiga skemmtilegt líf á hverjum áratug... en ekki við kerlurnar...hef allavega ekki fundið neitt svona ljóð um okkur.. :-(

Agný, 21.1.2007 kl. 01:05

8 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Geturu ekki hrist fram úr erminni eina hressilega um okkur skvísurnar

Knús Sigrún. 

Sigrún Friðriksdóttir, 21.1.2007 kl. 21:48

9 Smámynd: Agný

Jú ..jú Sigrún ..held ég eigi eitthvað svoleiðis.. það er bara að finna í öllu mínu skjalasafni. púfff...við konur eru náttúrulega svo fokking "spes".þannig það er erfiðara...Það er bara einn munur á körlum og strákum ..( þessvegna svona auðvelt með þá)  en það er verðmunurinn á leikföngunum þeirra...

Agný, 22.1.2007 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband