Passar það sem fer hér á eftir ekki nokkuð vel við ástandið í dag?
Ég skrifaði reyndar þetta upphaflega inn á http://www.alvaran.com árið 2003..en það spjallborð hefur verið lagt niður.. og svona uppfært x aftur og aftur..ástandið hefur því miður ekkert breyst til batnaðar...Ég vildi óska þess að ég hefði ekki verið sannspá fyrir 10 árum síðan
Í sambandi við grunnskóla sem allir eru skyldaðir til að vera í af ríkinu, þó svo sumir hætti fyrr en honum er lokið, oft vegna eineltis.
Það sem mér finnst rangt er þetta:
Það átti ALDREI að setja grunnskólana á sveitarfélögin, þar sem einstaklingurinn er SKYLDAÐUR af ríkinu til að vera í grunnskóla í 10ár, þá á ríkið sem er náttúrulega við öll sem búum hér á landi, þó svo oft látum við sem ríkið sé eitthvað batterí sem reki sig sjálft að standa straum af þeim kostnaði , öll viljum við jú að börnin okkar mennti sig eða eins og sagt var í gamla daga "verði að manni."
Ef við viljum á einhvern hátt hafa jafnræði og jafnvægi þá er menntun á jafnréttisgrundvelli óháð búsetu og mannfægð eða vöntun á góðum kennurum, ekki tækið til þess að svo megi verða!
Annað sem mér finnst að mætti alveg skoða og ég tel að þegar upp verði staðið myndi skila þjóðarbúinu meiri arði, en það er af þessum forsendum sem ég gef hér:
Það er mikið atvinnuleysi, ungt fólk fær ekki vinnu, það á ekki/hefur ekki réttindi til atvinnuleysisbóta, hefur heldur ekki efni á að fara í skóla þó að vilji væri fyrir hendi.
Hvað haldið þið að þetta fólk komi til með að leiðast út í eða lenda í?
Kanski þetta margumrædda vændi ?
Dópneysla /sala.? Rán og innbrot?
ER það þetta sem við viljum sjá?
Því hvar á liðið að fá peninga ef engin er vinnan og ekki hægt að fá bætur nema frá féló.
Það sem mér persónulega finndist réttara að gera, því ég tel að það kæmi betur út fyrir þjóðfélagið í heild þegar upp yrði staðið er þetta:
Að ríkið myndi borga einstaklingum fyrir að vera í skóla eftir að grunnskólanámi lýkur.
Það myndi þýða það að þegar atvinnuástand batnar þá væru til einstaklingar sem eru menntaðir en ekki búnir að mæla göturnar og vera í ýmsu misjöfnu, jafnt konur sem karlar.
Það yrði að mínu mati ódýrara fyrir ríkið þegar til lengri tím er litið.
Þessir einstaklingar myndu síður leiðast út í það sem ég taldi upp fyrr og þetta fólk yrði þjóðfélasvænni þegn, heldur en sá sem hvorki hefur haft menntun eða vinnu.
Það nefnilega kostar ekkert smá fyrir ríkið ef að eru sífelld innbrot, sem skapar þörf á stærri fangelsum, fleiri meðferðarheimili fyrir þá sem lenda í eiturlyfjaneyslu, meiri félagslegan og fjárhagslegan stuðning fyrir þá sem leiðast út í vændi og meiri lyfja og lækniskostnaður myndi örrugglega verða líka.
Þannig að ég tel að það myndi spara stórlega til lengri tíma litið og við eiga til fólk sem gæti gengið inn á vinnumarkaðinn þegar atvinnuástand yrði gott, þegar það kæmi þetta virkilega svokallaða góðæri.
Þeir sem eru búnir að vera án atvinnu í langan tíma, hafa jafnvel aldrei fengið vinnu eftir að grunnskóla er lokið, eru ekki einstaklingar sem vinnuveitendur vilja fá í vinnu því miður.
Þá myndu atvinnurekendur frekar leita eftir erlendu vinnuafli.(þekki það persónuleg þar sem ég hef átt fyrirtæki með mínum x).
Ég veit ekki betur en að i Danmörk sé það þannig að ríkið borgi einstaklingum " laun" á meðan þeir eru í námi eftir grunnskólanámi er lokið.
Þetta tel ég að sé það sem við Íslendingar ættum að taka upp eins og Danir frændur okkar.
En þetta er jú bara mín hugmynd um hvernig þjóðfélagið megi breytast, til hins betra að mínu mati þegar á heildina er litið.
Kveðja Agný.
þessi skrif sem fara hér á eftir eru svör inni á Alvaran..en ég setti bara svör mín hér...
Kæri .....
Það sem ég átti við með því að ungmenni fengju borgað fyrir að vera í skóla, þá átti ég EKKI við til háskólanáms.
Heldur þeirra sem fara í fjölbraut, verkmenntaskóla eða menntaskóla. Það yrði síður til að þessir einstaklingar tækju sér pásu frá námi sem oft vill verða of löng eða það löng að viðkomandi hefur sig ekki upp í það að fara í nám síðar meir.
Þetta myndi líka skapa meira jafnræði og jafnvægi milli einstaklinga ef þessi háttur væri hafður.
Ég gaf líka þær forsendur að væri mikið atvinnuleysi að þá myndi þessi aðferð skila betri þjóðfélagsþegnum út í þjóðfélagið síðar, heldur en ef að viðkomandi einstaklingar mældu göturnar og lentu í hinu eða þessu.
Þannig fólk vilja engir atvinnurekendur fá og atvinnurekendur vilja heldur ekki einstaklinga sem eru búnir að vera á atvinnuleysisbótum lengi. Þetta fólk gengur ekki fyrir í vinnu, ég hef verið í fyrirtækjarekstri og þó að vantaði mannskap þá leitar þú eftir fólki annars staðar fyrst áður en þú fórst að skoða þá sem eru skráðir á atvinnuleysisskrá. Þannig er bara raunveruleikinn í þessu!!!
Það eru nú ansi margir eilífaðarstúdentar í háskólum bæði hér og annars staðar, og tel ég að ef að þeir fengu laun á meðan sé ekki rétt. Sumir myndu líta á það sem ágæta vinnu að vera endalaust í skóla og falla kanski reglulega í þessu eða hinu til að vera " áfram á launum " en stúdentinn og verkmenntabrautir eru síður til þess fallnar að ofnota það.
Annað, það eru ansi margir sem hafa ekkert það góð fjárráð þó svo kanski þú þekkir það ekki, og eiga kanski mörg börn að það er hægra sagt en gert að kosta ungmennin til náms og ekki er neitt auðvelt í dag að fá vinnu þennan stutta tíma sem er núna frá að skóla lýkur að vori og byrjar svo aftur um 25 ágúst.
Þó að einstaklingurinn fái vinnu þá er það ekki mikið sem viðkomandi fær í vasann frá miðjum júni til miðs ágústs. Yfirleitt líka lélega launað og langlægstu taxtarnir og svo ef að er atvinnuleysi þá getur þú bara gleymt því að þú fáir vinnu því að það eru ekki óharðnaðir unglingar sem vinnuveitendur vilja þá fá , yfirleitt hæfari einstaklingum þannig séð, úr að velja þegar svoleiðis ástand er.
Hver heldur þú annars að sé ástæðan fyrir öllum þessum erlendu aðilum í fiskivinnu hér á landi .....?Fróðlegt væri að lesa um þína skoðun á því. Kveðja Agný.
Oct 18 2003, 20:30
Kæri ........
Í sambandi við fiskivinnuna þá veit ég það frá Íslendingum sem ég þekki í fiskivinnu, nánar til tekið suður með sjó eins og sagt er að fiskverkunareigendur og útgerðir vilja ekki Íslendinga í vinnuna í dag á þeirri forsendu að þeir eru að borga erlendu aðilunum um það bil helmingi lægra á timann en Íslendingurinn á rétt á.
Þannig að það kemur víst fyrir að Íslendingum er oft vísað frá en á sama tíma sóttur til útlanda vinnukraftur.
En þetta er fínt, svo skeður það sama og skeði í danmörk um "74-75 ég bjó þá úti, en það er að þá kom upp atvinnuleysi en ekki mikið og þá heyrðist sko í Dönunum þetta " forbannede fremmede arbejdere kom og stjal vores arbejde." = ,,Helvítis útlendingarnir komu og stálu vinnunni okkar....
Málið var bara það að vinnan sem útlendingarnir voru í var drullu versksmiðjuvinna sem Danirnir vildu ekki sjá og í raun nákvæmlega það sama og er hér nú í sambandi við fiskivinnuna.
En það eru í raun bæði Dönum og okkur Íslendingum sjálfum um að kenna að ástandið varð og er svona.
En við erum bara flest okkar alltof góð í því að ásaka og skella skuldinni á annað eða annað.
En í sambandi við þessa konukind sem þú vísar í þarna í restina, þá myndi ég ekki telja hana með fulle fem ekki fjóra einu sinni, það er nú hægt að vera heimskur en SVONA forheimskaður..... nei fjárinn að ég trúi því.
Kveðja Agný.
Kæri/kæra .........
Það sem þú segir hér, er einmitt ástæðan fyrir því að ég vil að einstaklingar fái " laun " á meðan skólanámi stendur eftir að grunnskólanámi líkur.
Til að gefa þessum aðilum tækifæri til að halda áfram námi.
Annað sem myndi ske þá líka, er að það væru fleiri störf í boði fyrir aðra aldurshópa á móti þeim sem héldu áfram námi, í staðinn fyrir að fara út á vinnumarkað þarna strax að grunnskóla loknum. En hvort að öllum fyndist þessi eða hin störf nógu góð er svo önnur saga.
Ég er bara svo gamaldags að ég tel að vera atvinnulaus til lengri eða skemmri tíma sé bæði mannskemmandi og sálardrepandi. Margir hafa t.d. framið sjálfsmorð vegna þessa. Heilsu almennt hrakar, sem leiðir til lyfjagjafa, sérstaklega þá þunglyndislyfja.
Þannig að ég vísa aftur í það sem ég sagði í byrjun greinarinnar, en það er að til lengri tíma litið ef horft yrði á alla kostnaðarliði / útgjöld fyrir ríkið, sem koma af atvinnuleysi, heilsuleysi og sjálfsmorðum, því að þetta hefur aukin útgjöld fyrir aðstendendur allra aðila sem tengjast þeim sem lenda í þessu.
Á móti segi ég að til lengri tíma litið kæmi betur út fyrir alla og ríkið (sem er við!!!!) ef farið yrði að borga nemendum " laun " það er að segja tilvonandi nemendum í fjölbraut, verkmenntaskóla og menntaskóla að þá myndi hinn útgjaldaliðurinn lækka og ég segi aftur....
Við myndum fá einstaklinga út í þjóðfélagið eftir að námi í framhaldsskóla lýkur sem síður hefðu leiðst út í óreglu og eitulyfjaneyslu og annað miður gott.
Sem sé þegna sem væru færari að koma út á vinnumarkaðinn en þeir sem hefðu mælt göturnar allan tímann.....Báðir þessir liðir kosta okkur skattborgarana x mikið....en í hvorn hópinn viljum við að aurarnir okkar fari?
Frekar vil ég að það sem skattpeningarnir mínir fari í séu "viðveru" /"náms"laun mætti kanski kalla þetta, heldur en að sömu einstaklingar væru að fá sömu krónu tölur frá Féló -..
Það er alltaf meiri hætta á að einstaklingar leiðist út í þetta sem ég taldi upp, ef viðkomandi hefur hvorki vinnu eða er í námi.
Það þurfa allir að fá útrás fyrir sína orku sem öllu jöfnu fer í nám og vinnu, en ef þú hefur hvorugt, þá fer hún bara í eitthvað miður gott.
Má kanski líkja þessu við þetta " betra er slæm athygli en engin".
Kveðja Agný.
Kæri ..........
Ég lenti í því þegar ég er tæplega tvítug og var að koma fyrst út á vinnumarkað að vinna hjá fyrtæki sem var stórt þar sem ég bjó. Málið er að það svindlaði verulega á launum síns starfsfólks og ef að einhver sagði eitthvað við eigendurna, þá var svarið á þá leið að viðkomandi gæti bara farið, það væri nóg um aðra sem vildu fá vinnu. Það var mikið af konum sem áttu börn sem unnu þarna og þær þorðu ekkert að gera eftir þessi svör.
Svo fór ég í félagið sem við vorum í og kvartaði undan röngum launatöxtum og þá var mér sagt að þetta færi í " skúffuna" og ég spyr hvað væri verið að meina, en var þá sagt að það væri þangað sem kvartanir á hendur þessu fyrirtæki færu.
Þannig að stór fyrirtæki stjórna ansi miklu í minni bæjarfélögum og fólk þorir oft ekki að rísa upp út af því. En þetta leiðréttist ekki fyrr en konurnar fóru í vinnustopp fáum árum seinna, en ég efast um að þær hafi fengið leiðréttingu " aftur í tímann". En við höfðum launa leiðréttingu fram.....Ég var ekki í fullri vinnu þar þá...það var bara aukavinnan mín..
*******************************************
Bætti þessu við núna 23 Febrúar 2013
Ég tel reyndar min "Menntastefnu" hugmynd alls ekki vera verri en hver önnur..en numer eitt þá gagnast lítið þessi eða hin stefnan í menntamálum ef að enginn hefur svo efni á því að fara í Framhaldskóla að Grunnskólanámi loknu og því miður sé ég ekki betur en við séum að sigla inn í þær aðstæður núna-foreldrar hafa hreinlega ekki efni á að kosta börnin sín til náms þar sem margir hafa jú ekki vinnu..
Ég get ekki séð að það sé búið að vera "góð"æri hér síðustu 10 ár..held verði að flokka það sem "hall"æri ef á að kalla það eitthvað..ja kanski þá góð"æði" sem fittar best allir búnir að vera sem óðir væru að elta gullkálfinn fræga..en sá kálfur hefur fyllti engann maga á dögum Krists og svo mun ekki verða heldur í dag..
Og svo er eitt, að unglingar sem eru búin að ljúka grunnskóla en fá enga vinnu fá engar atvinnuleysisbætur þar sem grunnskólanám telst ekki sem vinna ..
Þannig..unglingurinn atvinnulaus allt sumarið eftir að grunnskóla lýkur og viðkomandi orðinn of gamall í unglingavinnuna..Þú þarft að vera búinn að vera x lengi í vinnu til aðeiga rétt á bótum
En ég held líka að það verði hreinlega að fara aftur á bak í einu atriði en það er að skólagögn voru ókeypis -ja sko "við" = ríkið borgaði þau þegar ég var í því sem kallast í dag grunnskóli.. En reyndar myndi ég viljað námsgögn væru líka frí á meðan á framhaldskóla stendur..Það myndi kanski hjálpa mörgum mikið ..
En til þess að fá þessi námslaun eins og ég vil kalla það þá verður viðkomandi að sýna fram á ástundun og árangur alveg eins og er í dag..Það myndi ekki þýða að einstaklingurinn skráði sig í framhaldskóla og borgaði kanski staðfestingargjaldið og myndi svo aldrei mæta..og fá svo namslaun um hver mánaðar mót.
Upphæðin sem umræðir verður að vera sú sama og ef að viðkomandi væri að fá mánaðarlegar bætur frá Féló..því það er jú þaðan sem þessir einstaklingar sem eru atvinnulausir, -ekki í skóla-ekki á atvinnuleysisbótum-eru að fá pening til þess að skrimta hvern mánuð..
Þetta eru sem sé mínar pælingar -voru fyrir 10 árum síðan og enn er ég sömu skoðunar að þetta sé eina leiðin ef við ætlum ekki að ala upp "loosers"/tapara.
Það er jú kanski stefna allra stjórnmálaflokka þegar upp er staðið ?
Verið að búa til "loosers" and "winners" ..se-m sé draga í 2 dilka.. 2 þjóðfélagsflokka en það eru fátækir og forríkir...? Það er ekki orðið neitt sem heitir "meðal" Jón í dag..engin millistétt til lengur..
Held það sé kominn tími til að við förum að horfa á hlutina ins og þeir eru en ekki eins og við vildum að þeir væru!
En enn hef ég ekki sé neinn flokk síðustu 10 ára afreka það..þannig að ég skal játa að ég hef ekki mikla trú að að einhver hafi þann kjark núna ..kjaftagleiðir eru þeir sem bjóða sig fram allir sem einn..En hefur svo einhver virkilega kjarkinn til að fylgja sinni stefnu eftir þegar á hólminn er komið?
Vona allavega að slagorðið yfir okkur Íslensku þjóðina sé ekki þetta
,, kjafta-gleiðir kjark-leysingjar"...
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt 18.9.2014 kl. 03:17 | Facebook
Bloggvinir
- 666
- annasteinunn
- artboy
- athena
- berglindnanna
- bergthora
- biddam
- birgitta
- bofs
- brylli
- coke
- daystar
- dofri
- doriborg
- ea
- ellyarmanns
- estersv
- fridaeyland
- gammon
- gmaria
- gudrunmagnea
- gullvagninn
- gunnipallikokkur
- habbakriss
- halkatla
- hallarut
- halldorbaldursson
- hallurg
- handtoskuserian
- heida
- heidathord
- heidistrand
- heimskringla
- hjolagarpur
- hlynurh
- hlynurha
- id
- ingo
- ipanama
- ippa
- jensgud
- joninaben
- jorunn
- josira
- kallimatt
- ketilas08
- kiddih
- kiddijoi
- kiddip
- killerjoe
- killjoker
- kiza
- kollaogjosep
- konur
- limped
- lovelikeblood
- lydurarnason
- malacai
- mia-donalega
- molta
- morgunstjarna
- nonniblogg
- ofurbaldur
- olafurfa
- omar
- omarragnarsson
- overmaster
- perlaheim
- poppoli
- prakkarinn
- predikarinn
- proletariat
- ragnargests
- rheidur
- rosabla
- saethorhelgi
- salist
- sigurjonn
- sigurjonth
- sirrycoach
- sjos
- stebbifr
- svarthamar
- sveinnhj
- tharfagreinir
- trollchild
- tru
- upplystur
- vertu
- vglilja
- vitale
- alla
- dufa65
- andres08
- gumpurinn
- danna
- arit-bloggar
- apalsson
- taoistinn
- asgrimurhartmannsson
- heiddal
- brahim
- gattin
- brandarar
- rafdrottinn
- saxi
- eysi
- fafnisbani
- fiskurinn
- geiragustsson
- morgunn
- gudjonelias
- gjonsson
- lostintime
- tilveran-i-esb
- conspiracy
- skodun
- holi
- vulkan
- heim
- hildurhelgas
- drum
- truthseeker
- holmdish
- don
- danjensen
- ingaghall
- johannvegas
- jonasg-egi
- jonasg-eg
- joningic
- jonmagnusson
- alda111
- bisowich
- andmenning
- kristinthormar
- lotta
- ludvikludviksson
- astroblog
- vistarband
- marinomm
- manisvans
- minnhugur
- bylting-strax
- olafur-62
- pallvil
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- sviss
- bjornbondi99
- shhalldor
- infowarrioreggeiri
- sigvardur
- thorthunder
- thee
- tigercopper
- vefritid
- zordis
- tsiglaugsson
- thordisb
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 316298
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 80
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
336 dagar til jóla
Um bloggið
Hitt og þetta...aðallega hitt...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Uppáhalds síður
Margvísleg málefni.
Ýmsir vefir.
- Velvirk börn Félag hæfileikaríkra og skapandi einstaklinga
- Heilsubankinn Meðferðar og þjónustuaðilar
- Sannleikurinn minn Fróðleikur um ýmis heilsumál
- Heimasíðan mín Ýmislegt efni.
- Gagnauga Gagnauga er upplýsingavefur um alþjóðamál
- MSSPJALLIÐ Opið Spjallborð um MS
- Ablechild.org Parents for Label and Drug Free Education
- ASPARTAME KILLS Rumsfeld og Aspartame
- Óvenjuleg og umdeild mál 9/11, samsæriskenningar...
- The National Foundation for Gifted and Creative Children Samtök hæfileikaríkra og skapandi barna
- Upplýsingasíða um MSG If MSG isn´t harmful, why is it hidden?
- Spjallborð um 911 og ýmislegt plott
- Þessi síða er alveg must read ýmislegt sem þú sérð bara hér
- The SPECTRUM Ýmsar greinar
- Label Me Sane Fjallað um ofnotkun lyfja.
- Alliance for Human Research Protection Samtök gegn tilraunum á fólki
- Organic Consumers Association Neytendasamtök fyrir lífrænt
- Freedom Or Facism ? Frelsi eða Facismi?
- Health Truth Revealed Hulunni svipt af heilsu málefnum
- Quackpot Watch "The last days of the Quackbusters "
- True Torah Jews/Jews Against Zionism Traditional Jews Are Not Zionists
- Question 911.com Free DVD download / frítt niðurhal
Talnaspeki / Numerology
Fróðleikur um þessa speki
- Sun - Angel Numerology Frítt dæmi þarna
- Free Numerology Reading Meira en bara talnaspeki..
- Your Reading / Agny Lýsingin á mér...
- INDIGO intentions Tarot, numerology, Indigo children, Reiki, Angels reading
Fyndið stuff.
Myndir, brandarar og glens.
- Cartoons Teiknimyndir
Andleg málefni
Allt sem tengist þeim málum.
- AEROSOL OPERATION CRIMES & COVER-UP SPRAYING US AS A BUG..
- Crystalinks Þessi síða er hreinlega með allt.
- Tarot Cards & Free Readings Frí Tarot spá
- Mind Power News Kraftur hugans.
- Progressive Awareness Research Allt mögulegt andans stuff.
- Tilvitnanir / quotes Ýmsar tilvitnanir
- New Jersey ghost hunter center Drauga "veiðar"
- The Tree of the Golden Light Ýmis andleg mál
- Mayan Calendar Articles Tímatal Mayanna
Stjörnuspeki / Astrology
Fróðleikur um þessa speki.
- The Future Minders Frítt dæmi þarna
Síður um ADD / ADHD
Upplýsingar um athyglisbrest / ofvirkni.
- Dr. Mary Ann Block ,, Find the course, fix the problem".
- A Multisensory Learning Program Kennslugögn fyrir ADD / Autism / Dyslexia
- Exposing the Fraud of ADD and ADHD Fred A. Baughman Jr., MD Neurologist, Pediatric Neurology
- Stimulant Drugs for ADHD and ADD Örvandi lyf við ADHD og ADD
- "Are Psychiatrists Betraying Their Patients?" Eru geðlæknar að svíkja sjúklingana sína?
- "Our Toxic World" " Okkar eitraði heimur"
- No proof mental illness rooted in biology Engin líffræðileg sönnun fyrir geðsjúkdómum
- Death From Ritalin Snannleikurinn á bak við ADHD
- Methylphenidate ( virka efnið í Ritalin) Drug and Chemical Evaluation Section
- What Drugmakers of ADD & ADHD Drugs vilja ekki að þú vitir
- Answers for ADHD Questions Svör við ADHD spurningum.
SSRI lyf og önnur þunglyndislyf
Ýmsar síður um hugarfars breytandi lyf.
- Dangerous Medicine forum Spjallborð
- Antidepressants Facts Staðreyndir um þunglyndislyf.
- SSRI Stories Ekki er sannleikurinn fallegur...
- International Coalition For Drug Awareness Verum meðvituð ...
- PROTECT YOUR CHILDREN NOW Verndum börnin okkar!!
- THE DARK SIDE OF PSYCHIATRY Dökka hlið geðlækninganna
- How psychiatry is making drug addicts out of America´s shool children Amerísk skólabörn gerð að læknadóps fíklum.
- Psyhchiatric Drug Side Effects Search Engine.
- Psyhchiatric Drug Side Effects Search Engine. SEARCH ENGINE
Asperger syndrome og Autism
Síður sem fjalla um Asperger og einhverfu
- Aspergers Syndrome in Children Góð síða (mín skoðun)
Blogg úr ýmsum áttum..
Vinir / áhugaverðir einstaklingar.
- Sigurjón Þórðar.
- Nornin
- Tigra
- Anna panna
- Þarfagreinir
- Katrín ódæla
- Klisja
- Olasteina "Fjarskyld frænka"
- Nornin Vinkona af Baggalút.
- Geiri 3d.
- Laramin
- Sigunzo
- Ditto bloggar Yndisleg og spes manneskja.
AGLOCO
- AGLOCO Borgað fyrir að browsa..
http://skorrdal.com/
MICROCHIP - RFID
- Microchip Implants News Articles MIND CONTROL; ÖRFLÖGUMERKINGAR; RFID
UMDEILD MÁLEFNI
- WIDE EYE CINEMA WIDE EYE CINEMA is dedicated to showcasing the very best alternative truth-related documentaries & cinema uploaded onto the World-Wide Web.
MY FAVORITE SITES
- This site is number 1 on 10 black list sites of US gov. Here you find it all.Specially what the elite do not want you to find
- Alvaran Forum about what some call conspiracy
- Prophecies of Sollog Sollog is a POLITICAL PRISONER of the USA!
- Ingaoramas video VIDEOS
- So you wanna talk conspiracies? try this on for size. JUST GO THERE...
- ConCen An eye openinger
- What you should not know...is here.. Knowing litle about lot is better than know lot about a little...
HAARP
- Chemtrails Data Page Chemtrails - Frequently Asked Questions
CHEMTRAILS
- CHEMTRAIL CENTRAL Þetta er forum um Chemtrails og málefni tengd efna úðun úr lofti..
- Chemtrails news, articles and information Cemtrails=Efnarákir
- CHEMTRAILS -HAARP-GEOENGIERING-DEPOPULATION AT WORK CHEMTRAILS síða- fyrrverandi FBI starfsmaður leysir t.d. frá skjóðunni- núna látinn..
- Efnaúðun -veðurfarsstjórnun í gegnum chemtrails Cemtrails=Efnarákir- Ísland er ekki undanskilið þessu ógeði!
- Chemtrails = Aerosol spraying to change the atmosphere. Chemtrails = Aerosol spraying of barium, "fibers", pathogens.
- Efnaúðun -veðurfarsstjórnun í gegnum chemtrails Cemtrails=Efnarákir
TRANSLATE-ÞÝÐA
- Translate your website into 52 languages Just copy and paste the Translate This Button anywhere on your site, it's free and easy. There are no files to upload and it works on almost any website. The Translate This Button is a lightweight JavaScript translation widget. It translates any page quickly using Ajax and the brilliant Google Translate.
VERICHIP-WE THE PEOPLE WILL NOT BE CHIPPED!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heilsumálefni
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óvenjuleg og umdeild mál
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Athugasemdir
Margt til í þessu hjá þér.
Hólmdís Hjartardóttir, 8.12.2008 kl. 09:43
Ég get ekki lesið svona langa færslur á blogginu, en það sem ég las var ég sammála þér.
Ungt fólk sem hefur ekkert að gera eru í áhættuhóp fyrir andfélagsleg hegðun og það er margfalt dýrara að hafa einstakling í fangelsi heldur en á skólabekk.
það er eins og að ríkið hugsar fyrst um einstaklinganna eftir að þeir eru komnir í djúpum skít.
Heidi Strand, 8.12.2008 kl. 10:13
Þetta er nú stór grein og góð Agný mín. Það sem þú talar um er að mínu mati rétt og þetta seinasta með skúffuna , það virðist hafa verið algengt. Ég veit ekki hvort það er ennþá.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.12.2008 kl. 11:50
Sammála mörgum punktum, en ég er grunn- og framhaldsskólakennari. Hef náð afburðaárangri með nemendur í stuðningi í stærðfræði.
erlingur þorsteinsson (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 15:16
Þetta var heljarmikil lesning og mjög athyglisverðar pælingar hjá þér. Það er margt þarna sem væri vel þess virði að spá meira í og auðvitað slatti sem mér fannst svo mikið réttur og sannur ...
En, góðar pælingar - og vel þess virði að lesa up til Agný(Agna)!
Takk fyrir mig, knús og kram á þig og þakka innlit og kvitt hjá mér!
Tiger, 8.12.2008 kl. 18:05
Ágæt grein hjá þér, veit samt ekki hvort það sé =merki á milli þess að falla útúr skóla og að leiðast út í óreglu en það gæti alveg verið það. En þetta er síst bara verkefni skólans heldur allra. En að ríkið "borgi laun" fyrir nám er ágæt hugmynd, flest lönd sem ég þekki hafa skynsamlegra fyrirkomulag á lána-/styrkjakerfum handa námsmönnum er hérlendis.
Ragnar Kristján Gestsson, 8.12.2008 kl. 18:20
Takk fyrir commentin Hólmdís, Heidi, Jórunn, Ægir, Tiger og Ragnar.
Það sem ég kanski kom ekki nógu skýrt inn á, en það er að ástandið hjá mörgum fjölskyldum sem eru með lægstu launin eins og til dæmis staðan er bara akkúrat núna. Sé búið að segja upp störfum vegna samdráttar eða gjaldþrots.
Eigi börn sem er að fara í framhaldskóla og einnig börn á yngri stigum grunnskólans.. foreldrarnir hafi ekki efni á að kosta börnin til framahaldsnáms. Málið er að unglingarnir munu ekki fá vinnu þegar atvinnuástandið er orðið svona... Þau hafa ekki rétt á atvinnuleysisbótum þar sem þau hafa jú ekki verið úti á vinnumarkaðinum...
Hvað eiga þessir einstaklingar þá að gera?
Ég held að þegar unglingarnir frá grunnskóla aldri til tvítugs muni ekki vera í vinnu þá muni verða hætta á að þessir einstaklingar leiðist kanski út í ýmislegt miður gott. Þessir einstaklingar munu trúlega vera mjög reiðir stjórnvöldum og kerfinu sem þeim mun finnast hafa brugðist sér..þannig að uppreisn og óspektir væru mjög líkleg afleiðing. Það kostar jú kerfið sitt...
Þetta unga fólk mun þurfa að þiggja bætur frá Féló þegar foreldrarnir hafa ekki efni á að halda þeim uppi þar sem kanski annað eða báðir foreldrarnir eru líka atvinnulausir..
Er þá ekki gáfulegara að ríkið (við) látum frekar aurana fara í að borga þeim svipaða upphæð til þess að geta farið í framhaldsskóla, þau mundu einungis fá þessar greiðslur (vasapeninga), sömu upphæð og þau ættu rétt á að fá frá Féló, ef að þau færu í skóla. Þannig má kanski í raun segja skikkuð til að halda áfram framhalds námi.´
Það er gáfulegra og meira uppbyggjandi fyrir þjóðfélagið í heild að við borgum fyrir að halda einstaklingnum að námi, heldur en þurfa kanski að horfa á eftir skattpeningunum okkar í þann kostnað sem hlýts óhjákvæmilega af því að fjöldi ungs fólks væri á félagslegum bótum. Nú eða kostnaði sem hlytist af því ef að einstaklingarnir færu á galeiðuna og lentu í fangelsi.
Ég vil ekki meina að ég sé með einhverja svartsýnis spár heldur bara raunsæis spá...Þegar upp er staðið þá myndum við eiga þjóðvélagsvænni þegna og þessir einstaklingar frekar fá vinnu þegar atvinnu ástandið batnar heldur en ungt fólk sem hefur mælt göturnar í 4 ár. Endurtek mig kanski þegar ég segi að þetta séu ekki einstaklingarnir sem munu fyrst fá vinnu þegar atvinnuástand lagast..Þau munu vera síðust til að fá vinnu nú eða halda áfram á að lifa á Féló..því þau kunna jú ekki annað....
En stjórnvöld hafa svo sem ekki sýnt mikla framtíðar forsjá fram að þessu, svo ég ætlasvo sem ekki að reikna með því að það verði stór breyting á.....Það væri kanski séns ef að þetta sama fólk stæði í sömu sporum og fjöldi fólks er að lenda í núna og á komandi mánuðum...
En ég mæli með að allir unglingar stefni á að halda áfram í skóla eftir grunnskóla. Námsráðgjafarnir mættu líka vera betri í því að benda þeim á alvarleika ástandsins eins og það er núna..
En það verður of sent að byrgja brunninn eftir að barnið er dottið í hann..... Sumt verður ekki leiðrétt eftir á ...með einhverjum bitlingum og bráðabirgða reddingum eins og þeim sem stjórna þjóðarskútunni er svo lagið...
Þó svo þeim finnist mjög gott að þjóðin haldi áfram að sofa sem Þyrnirós væri....enda höfum við flest sofið á verðinum og erum núna aðvakna upp við kjaftshögg en ekki koss frá prinsinum...
Agný, 9.12.2008 kl. 01:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.