Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
4.1.2008 | 11:03
Bara smá......
Ég var svo heppin að fá í jólagjöf sérstakt dagatal en það er með heilræðum/hvatningarorðum eða allt eins og hver vill skilja það fyrir hvern dag ársins..
Það er þetta sem segir um 4. JANÚAR.
,, ELDMÓÐURINN ER DRIFFJÖÐUR LÍFSINS. ÁN HANS GETUR ÞÚ EKKERT EN MEÐ HONUM ERU ÞÉR ALLIR VEGIR FÆRIR".
Þannig að það er víst best að fara að virkja þennan eldmóð minn allavega...svo þýðir víst Agný eldur á einhverju æfafornu máli... Meira að segja til jóga sem heitir AGNI yoga...það vissi ég ekki þegar ég byrjaði að kalla mig þessu nafni...réttara snúa INGA við = AGNI en mér fannst bara flottara að hafa það með Ý...svona eins og í Árný, Signý, Guðný ....
Þannig best að fara kynda í kolunum...ekki vitir víst af..verð að játa að undanfarið hef ég hvorki fundið mikið fyrir neista eða glóð ...hvað þá einhverjum eldi eða eldmóð......
Kanski maður hafi bara breyst í "svið" yfir hátíðirnar...allavega finnst mér vera komin ansi mörg brunagöt á mig...það er ekki vegna þess að ég hafi lent fyrir einhverju neista, rakkettu, flugelda skothríð þegar árið 2007 var kvatt...enda hélt ég mig innandyra...
Brunagötin eru af annarri ástæðu... en maður getur brennst af mörgum ástæðum...ekki endilega líkamlega en liðið samt þokkalega þannig....
Hvað um það ..ætla að vita hvort ég geti ekki allavega fundið eins og einn neista..eða smá glóð innra með mér.
Vona svo bara að rjúki ekki út um öll gömlu brunagötin og sleppi við að bæta við þau á þessu ári....
31.12.2007 | 19:41
Þá er þetta blessaða ár 2007 að renna sitt skeið.....
Vinir og fjölskylda | Breytt 3.12.2014 kl. 18:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
HVATNINGARORÐ DAGSINS Í DAG.
" AGI ER BRÚIN Á MILLI MARKMIÐA OG FRAMKVÆMDA".
Gleðilega jólarest til ykkar allra bloggvinanna og svo þeirra sem lesa bloggið mitt.Takk fyrir samveruna hér síðan ég byrjaði að blogga en það var víst 9 des fyrir ári síðan...Margt hefur drifið á daga mína síðan þá...bæði gott og vont ..En hvort allt er svo vont þegar upp er staðið sem maður heldur að sé það, eða það sem maður hélt að væri gott sé það líka þegar vel er að gáð,....
Allt hefur víst sinn vitjunartíma...þannig ..þá kemur það í ljós....Verð samt að játa að ég hef aldrei þolað þetta jólasvein bull og með það að láta skóinn út í glugga...
Mikið rosalega langaði mig til að finna þann aðila í fjöru sem kom með þá hugmynd að setja eitthvað í skóinn x nóttum fyrir jól...
Dýrt fyrir "Sveinka" að þurfa að setja í 4 skó hverja nótt á mínu heimili allavega....
Mínir drengir eru að vísu orðnir svo gamlir núna að þeir trúa ekki lengur á þennan þátt jólaboðskapsins...
Jólahátíðin fæðingardagur Jesús
( eftir því sem sagt er...) rann upp venjulegum tíma hvort sem manni líkaði betur eða verr..hvort sem maður ætti eftir að gera þetta og hitt eða hitt og þetta...með þrumum og eldingum og engum neitt smá...maður hélt hreinlega að eitthvað hefði sprungið... Hefði passað betur á gamlárskvöld...
Að venju var étinn (græðgislega af sumum) hamborgarahryggur, brúnaðar kartöflur og sósa sem var einhverskonar tilrauna uppskrift...tókst vel því allir borðuðu hana... Síðan var gjöfunum útdeilt og skoðað og þakkað fyrir og eftir það fóru svo strákarnir til pabba síns og afa og ömmu, þar var "taka tvö" ...á þessari athöfn....
Á meðan ákvað ég að fá mér lúr..enda búin að sofa ákaflega lítið undanfarið og alls ekki á venjulegra fólki tíma... en tími er svo sem afstæður..eina góða við að liggja lítið í bælinu er að bakið er heldur skárra..
Ætlaði alls ekki að komast út úr bælinu í gærmorgun... uppgötvaði það að einhver hefði mátt gefa mér hækjur í jólagjöf..þó svo ég sé vön verkjum þá voru þessir alveg sérlega mikið yfir mitt strik.. en nóg um það... En mér tókst því miður ekki að leiðrétta þennan viðsnúning í svefninum.....og er ekki enn búin að því...
Kettlingarnir 5 ákváðu að nú væri kominn tími á því að víkka út sjóndeildarhringinn og klifruðu þau hugrökkustu upp úr ferðarúminu.
og hinir fengu þá að fara líka út út "fangelsinu".
Þessi hér var samt búin að sleppa úr prísdundinni heldur fyrr..
en það er hún Væla Veinólína...Blíða er að reyna að halda henni kyrri...
Hér er svo verið að fylgjast með " Veinólínu" í klifrinu...
En stelpurnar þrjár urðu 4 vikna 24 des. en strákarnir tveir urðu það 25 des....eru sem sé ekki öll fædd sama dag... Þetta er hún "Jelló" eins og ég kalla hana en hvað þau sem eiga hana munu kalla hana..að fá sér beauty nap eftir allt brasið...
Hér eru Hringur og hún Veinólína að kíkja á heiminn saman...
Gaman að fylgjast með þessum krúttboltum þegar þau fóru á stjá og enduðu á að koma sér í sjálfheldu hér og þar....
og gekk mér mis vel að finna þau aftur..
Sóta "frænka" ákvað að mömmunni veitti ekki af "loppu" við að siða þessa ólátabelgi til...aðeins að siða Veinólínu til...
Kanski hún sé að æfa sig áður en hún fjölgar kattarkyninu.... hef grun um að hún sé bomm ...
Hún fylgdist allavega fylgdist hún mjög vel með þeim, kyssti og þvoði svona smávegis líka...
og mamman lét sér bara vel líka..kanski bara fegin....
Hvert eruð þið eiginlega að að æða?
Hér eru ólátabelgirnir búnir að hertaka sófann og eru að hvíla sig eftir "flakkið"...
Annars eru þessir jóladagar búnir að líða við leti og át og aðallega ekki neitt....nenni ekki að hafa samband við neinn nema svona til málamynda.....en þetta eru fyrstu jólin sem að ég og strákarnir erum alein á aðfangadagskvöld í 10 ár...Svolítið einkennilegt og skrítið... en rólegt ....
Ekki má svo gleyma blessuðum jólasnjónum... sem ákvað að koma í jafnmiklu magni og undanfarandi rigningar eru búnar að vera...Það er ýmist í ökla eða eyra....
Ætlaði að setja fleiri myndir inn en tölvukerfið eitthvað seint að hugsa og misfljótt að hlaða inn..þannig að ég læt þessar duga..
Vinir og fjölskylda | Breytt 27.12.2007 kl. 04:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.12.2007 | 14:48
KETTLINGARNIR 3 vikna í dag.......STÆKKA OG STÆKKA....Fleiri myndir...
Hér er sko mynd af prímadonnunni...henni Blíðu...
Mín ekkert smá virðuleg og ráðsett að sjá...enda er hún orðin 3 ára..
Jæja..þá ætla ég að drattast til að setja fleiri myndir af köttunum....búin að vera á leiðinni slatta lengi eins og sést kanski frá því ég setti fyrstu myndirnar inn...
Þessi mynd er tekin 28 eða 29 nóv...
Það sem þessi krútt hafa blásið út er ekkert smá....enda orðin 3 vikna i dag.... Set hér myndir teknar hafa verið svona á þessu tímabili...
Þessar myndir eru teknar þann 5 des
strax farnir að blása út...ég skal játa að ég er ekki góð í því að setja myndir hérna þannig að þær séu ekki út um allt...Skil ekki hvernig Guðmundur Jóns fer að því að setja sínar myndir svo snyrtilega inn á bloggið sitt
Þessar eru líka teknar þann 5 des..þetta er hann Snúlli
( sá guli og hvíti) og hún
Væla Veinólína
( ég kalla hana það því að hún er sí vælandi ef að komið er við hana..)
Þetta er hann Hringur ..hann byrjaði að mala viku gamall
29.11.2007 | 04:36
KOMNIR 5 FLOTTIR KETTLINGAR Í HEIMINN...3 FÆDDUST FYRIR KL 23 ÞANN 24 NÓV EN 2 EKKI FYRR EN MILLI 02:30 OG 03:00 SEM SÉ 25 NÓV..
Er loksins að hafa mig upp í það að setja myndir af 5 krúttlegum kettlingum og stoltri mömmu sem var að vísu þokkalega rugluð í þessu í 2 daga á eftir.
En það er sú sem hvarf kasólétt í 2 mán í sumar og birtist svo ekki aftur fyrr en í lok ágúst.. bumbunni fátækari og engir kettlingar.. Hélt að hun væri afturgengin þegar hún birtist á glugganum grenjandi, grindhoruð og rennandi blaut í ógeðslegri rigningu..
En fæðingarferlið hófst um kvöldmat á laugardagskvöldið þann 24 nóv.. og ég var ekki viðstödd fæðingu þessarra fyrstu 3 en ég var að vinna í bænum...
Svo var ég farin að örvænta...búið að panta 5 kettlinga en einungis komín þrjú stykki um miðnætti og bólaði ekki á fleirum þó svo ég fyndi fyrir þeim utan á kviðnum á henni...
Allt í einu ákvað mín sko að það væri kominn tími á þessa tvo en þá var kl 2:30 og það kom hvitur og orange/bleikur strákur...
og hún malaði nú bara á meðan.... ( greinilega hörð af sér eins og "amman" ) svo bólar á einum svörtum og hvítum..
Þá vandaðist málið hann kom öfugur og mín bara malar og gerir ekkert annað...
ég hélt að ég myndi slíta ræfilinn í sundur þegar ég var að reyna að ná honum út..
Hún var heldur ekki að hafa mikið fyrir að hreinsa úr andlitinu á honum svo ég gerði bara munn við munn við hann og þá andaði hann og mjálmaði..
En núna er hún orðin voðalega mikil mamma og ber nafn með réttu "Blíða"..kurrar og murrar jafnt á mig og kettlingana...
en hún er nú samt svolítið mistæk í því hvað hún er ekki pen við að leggjast hjá þeim..
hlassar sér ofan á þá svona hér og þar...
En hér sjáið þið gersemirnar.. 3 stelpur og 2 strákar...eftir minni skoðun.. Tveir síðustu voru strákar...Síðasta myndin er tekin 27 nóv.. Á eftir að setja inn fleiri myndir af þeim...
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 04:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
POSTED: 5:35 pm PST February 8, 2005UPDATED: 5:38 pm PST February 8, 2005
http://alvaran.com/forum/index.php?showtopic=72
SAN DIEGO-- Í lyfjaverslun getur þú ekki keypt viss lyf án lyfseðils.
Á götunni eru þau heit verslunarvara. En þú getur fengið þau á internetinu án þess að nokkurra spurninga sé spurgt.
Frá þeim degi að Ryan Haight fæddist þá vildi hann vera öðruvísi.
Francine Haight, móðir Ryan's sagði að sem nemi í Grossmont High School hefði hann skarað fram úr í skóla sem utan skóla. Hann var félagi systur sinnar Natalie,og verndari Jeremy bróður síns.
" Þetta er svo erfitt vegna þess að ég fæ enn endurupplifun, ég á við þetta er ekki eitthvað sem að þú gleymir auðveldlega", sagði Haight um daginn sem hún fann Ryan látinn.
Haight man 12 februar 2001 eins og það hafi verið í gær. Hún hafði farið út að versla og þegar hún kom heim seinni partinn tók hún eftir að bíll sonar hennar var enn heima. " Ég vissi að eitthvað væri að fyrst að bíllinn var þarna enn", sagði Haight.
Hún fann Ryan látinn í rúminu sínu.
" Einn af lögregluþjónunum kom út og sagði, ,,þetta er það sem við fundum í herbergi sonar þíns. "Það var stór flaska af Vicodin.
Ryan hafði tekið ofskammt af lyfinu Vicodin, lyf sem að hann hafði keypt í gegnum netið með debit korti- lyf sem er undir ströngu eftirliti frá Lyfjaeftirlitinu.
Það eru um það bil 500 þekktar svika lyfjabúðir sem reknar eru á netinu.
Allir geta keypt lyfin með því einu að fylla út spurningarlista á netinu.
Lyfin eru borin í hús til kaupandans, jafnvel þó að alríkislög kveði á um það að uppáskrift sé eingöngu lögleg í gegnum lænir/sjúklingur samband.
Janet St. James fréttamaðurfrá Dallas WFAA, stóð andspænis lyfjfsala sem að seldi rannsóknaraðilunum, flösku af Vicodin án lyfseðils.
St. James: "Ég pantaði það í gegnum Triphasic Pharmacy".
Eigandi Triphasic Pharmacy: " Nei þú gerðir það ekki". St. James: "Jú ég gerði það".
Eigandi Triphasic Pharmacy´: "Nei frú. Þú pantaðir þau í gegnum vefsíðu."
St. James: " Það er rétt hjá þer.Ég pantaði þau í gegnum netið og Triphasic Pharmacy gekk frá því."
Lyfsalinn: "Það er rétt. Við höfum samstarfsmenn sem eru með netsíður og það er ekki ólöglegt."
Eigandi lyfsölunnar sagði að eigandi vefsíðunnar skrifaði lyfseðilinn. Hlutverk lyfsalans var einungis fylla á.. ,,Það er gjörsamlega óskiljanlegt að einhver skuli virkilega geta gert þetta". sagði Tom Needham lyfjafræðingur frá University of Rhode Island. 10news rannsakaði Vicodin sem keypt var í gegnum netið.
Töflurnar svöruðu jákvætt í ólöglegum efnum, en það var allt og sumt sem prófunin sýndi.
" Það sem veldur mér áhyggjum er að þessi lyf geta verið fölsuð. Þau eru allavega eftirlitslaus, svo að við vitum ekki , í fyrsta lagi, hvort að lyfið er í, hversu mikið er af því og ef að það er í, hversu mikið magn er af innihaldsefninu, hvort það er útrunnið og eða hvaðan upprunnið." sagði Bill Beaulieuannar lyfjafræðingur frá University of Rhode Island.
"Foreldrar verða að vera vakandi fyrir því að það séu ekki bara dópsalarnir á götunni sem að þeir þurfi að hafa áhyhyggjur af, heldur eru þeir komnir á Netið",sagði Haight.
Francine Haight er í því að uppfylla ósk sonar síns um það að hann myndi hafa eitthvað fram að færa sem skifti máli, með því tala opinberlega um þessi mál, sem gæti jafnvel orðið til þess að bjarga mannslífi, þó að það færi henni ekki son sinn á lífi aftur.
Það koma enn þær stundir að maður fær kökk í hálsinn og þá fullvissu innra með sér að hefðir þú vitað um þessi mál , þá hefði verið hægt að koma í veg fyrir það sem skeði.
Haight hefur unnið með sen. Dianne Feinstein, sem kynnti það sem kallað er "Lög Ryans Haight".
Það er enn fyrir nefndinni, en ef að það fer í gegn, þá munu verða settar upp harðari reglugerðir um sölu lyfja í gegnum netið.
Meiri upplýsingar http://www.ryanscause.org./
Þýð Agný.
Vinir og fjölskylda | Breytt 18.5.2013 kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2007 | 02:57
Ferðasögulok....
Kom heim á föstudagskvöld rúmlega 9 með icelandair en Keli kom heim 2 tímum seinna með iceland express...ekki vegna ósamkomulags heldur vegna þess að það var ódýrast.....Svo lenti ég í tollinum..leit sennilega eitthvað glæpamannslega út í svörtum leðurjakka og gallabuxum Var ég spurð hvort ég væri með eitthvað matarkyns í töskunni og ég sagði nei nema 4 epli í handtöskunni..það var ók en kanski eru epli ekki matur En ég var að vísu með nokkra sígarettupakka í töskunni því ég taldi að það væri ók ef að þeir væru ekki í kartoninu...það kom í ljós að svo var ekki ....Þannig að það var tekið og ég átti víst að vera að reyna að smygla þeim inn og þurfti að borga sekt 3.500 kr....En ekki hefði þessum tollarar veitt af námskeiði í mannlegum samskiftum það er alveg pottþétt....Dónalegur hrokagikkur sem að myndi fá sprungur í munnvikin ef að honum stykki bros... En yfirtollarinn kunni það þó en ekki tilkynnti hann mér fyrr en hann var búinn að rabba við mann um allt og ekkert þegar ég svaraði símanum mínum að ég mætti það ekki því það væri upptaka í gangi...Ég segi þá hvort eigi ekki að tilkynna manni það, þá svarar hann því til að það standi þarna á blaði sem er límt á vegginn...ég sagði að ég hefði ekkert verið að glápa út í allar áttir þar sem ég átti að setjast beint fyrir framan hann....Það kemur þá allavega fram á þessari upptöku hvað mér fannst um hinn tollarann......Alltaf sem sé fjör hjá mér..eða þannig.....
Hvað um það ég ætla að reyna að klára ferðasöguna frá síðustu færslu..´Það mígringdi svo um um tíma nóttina sem ég gisti hjá Piu....Tók slatta af myndum og þar á meðal myndir af tré sem varð víst um 300 ára gamalt en það féll í fyrra í brjáluðu veðri sem betur fer í áttina frá húsinu en það hefði sennilega ekki orðið mikið eftir af húsinu ef það hefði fallið á það...Það er annað tré þarna um 200 ára gamalt..ef að tré gætu talað þá hefðu þau sennilega frá mörgu að segja....Ég fór svo með lest frá Slagelse um kl 15 og kom til Höje Taastrup 1 og hálfum tíma seinna og var ágætt veður á leiðinni og fyrst eftir að ég kom en svo þessi blessuð rigning...majken sótti mig þangað...Skruppum svo í dart klúbbinn um kvöldið og mér hefur farið nokkuð vel fram í pílu kasti.. Svo fór ég morguninn eftir með lest frá Taastrup og inn í Köben á námskeiðið og mér tókst að finna Færeyska húsið sem er á Vesterbrogade 17 a og mætti á réttum tíma á námskeiðið
Eftir að námskeiðinu lauk kl. 5 á föstudeginum labbaði ég niður á Axeltorv með einni af námskeiðinu en hún var frá Noregi. Ég ákvað að athuga hvort Solla (Sólveig) væri að vinna á Axelborg bodega en þá var hún búin þann daginn.. Við löbbuðum svo þarna um og sú norska vildi fara á kínverskan veitingastað og var það ok fyrir mér. verð samt að játa að maturinn á kínverska veitingahúsinu í Albertslund var mörgum stjörnum ofar í gæðum.. Hringdi svo í Sollu og hún vildi að ég kæmi heim til hennar og varð það úr.´Fór með strætó til hennar en það var um 15 min akstur og svo smá labb frá stoppistöðinni..mér tókst að vísu að gera labbið lengra því ég beygði inn í vitlausa götu en þetta hafðist...Hún gaf mér svo "facial lift" með galvanic spa...að vísu bara helminginn á andlitinu og vá það var ótrúlegur munurá þeim helmingi eftir 10 min meðferð..ég spurði hvort hún ætlaði að láta mig fara svona á námskeiðið á morgun ..nei nei þú gerir bara hinn helminginn sjálf...ótrúlegur munur...sem sést þokkalega á ljósmyndum sem hún tók... Gisti svo hjá henni og fór svo með strætó á námskeiðið morguninn eftir í sól og passlega heitu veðri.... Var samt eins og hálf lasin. illt í hálsinum en samt ekki svona eins og venjuleg hálsbólga, fannst líka allt rugga og vagga þegar ég stóð kyrr, hvort sem ég stóð á trégólfi eða úti á götu...
Kanski afleiðingar af öllu lestar vagginu og rugginu í strætó....en þetta hvarf ekki fyrr en eftir að nokkra daga.. Fór svo niður á Axelborg bodega þegar ég var búin á námskeiðinu og náði í Galvanic spa tækið til Sollu. Tók svo lest til Taastrup og græjaði mig til fyrir ferðina til Jótlands en ég fór til Sogaard eftir námskeiðið á sunnudeginum.. Var í seinni kantinum á fætur á sunnudagsmorninum svo ég endaði með að taka leigubíl inn í köben en hann kostaði 259 dk.kr sem mér fannst ekki dýrt miðað við að ég var held ég um 20 mín á leiðinni.. það var þokkalegasta veður, sól af og svo var orðið glampandi sól þegar námskeiðinu lauk..
Ég er mjög ánægð með þetta námskeið og það sem var það ótrúlegasta sem ég sá en það var strákur sem var mjög einhverfur en er það ekki lengur. Ég man ekki alveg hversu langt síðan það er að hann losnaði við hana ( með cranio sacral meðferð). Það var ótrúlegt að horfa á hann standa fyrir framan okkur öll og lýsa því hvernig það var að vera í heimi einhverfunnar.. Hann er orðinn 26 ára og ekki séns að sjá að hann hafi einhverntíma verið einhverfur...Talar eins og allir aðrir og horfir á viðkomandi og er með eðlilegar andlitshreyfingar. Hans aðal áhugamál voru tölvuleikir og UFO. Hann þoldi ekki hátíðnihljóð en ekki heldur sum lágtíðni og hann var líka með tinnitus´.. Hann notaði mjög fá orð og t.d. kallaði hann alla karla sem voru með skegg "sópa" ( sweapers eða broomstik)...Honum fannst okkar heimur vera skrítinn og og hvernig við töluðum skrítið.....Hann mundi heldur ekki nöfn ( þetta er eins og minn sonur er sem er með asperger syndrome, þeir virðast ekki eiga auðvelt með að tengja nöfn við fólk) Hann á orðið mikið af vinum og þokkalega vinsæll hjá kvenkyninu.. Hér getið þið séð video með honum en það er bróðir hans sem segir söguna í byrjun en hann sjálfur líka http://stanleyrosenberg.com/artikelmappe/autisme Ég spurði hann að því hvort að hann hefði einhverntíma haft áhuga á eðlum (dóti og risaeðlum) hann sagði að hann hefði gert það þegar hann var yngri....
Svo sáum við video af öðrum sem að sýndi fyrst hvernig hann var og svo breytingarnar´sem urðu á honum bara við það að hlusta á viss hljóð sem líkja eftir mannsrödd (er ekki alveg viss hvað það er nákvæmlega því að þessar rannsóknar niðurstöður verða birtar mjög fljótlega en Stephen Porges er búin að vera að vinna með þetta og þróa í x ár...) Fyrst sáum við video af honum ( hann var 24 ára) sem foreldrar hans höfðu tekið upp sem sýndi hvernig samskifti hans við þau væru en pabbinn var mjög ósattur við það að geta ekki átt nein samskifti við strákinn. T.d. þegar þeir voru að tefla þá leit strákurinn fyrst á pabbann en svo ekki meir allan leikinn heldur bara á taflborðið. Hann sýndi engin viðbrögð með efra andlitinu má líkja því við að hann hefði fengið botox en neðri hluti andlitsins er aftur á móti of stífur og allir vöðvar of strekktir. Það er eins og hjá þeim sem eru einhverfir séu með helminginn af andlitinu of örvaðan en hinn alveg vanvirkan... Hvað um það þá breyttist þetta eftir að strákurinn var búinn að hlusta á video í 10 min og talað við hann fyrir og á eftir því. Maður sá strax breytingu á honum en það var að hann gat hreyft efri hluta andlitsins..og að hann myndaði augn kontakt..Eftir 5 skifti þá var hreint lygilegt að sjá hvað hann hafði breyst á öllum sviðum..... En maður þarf að sjá þetta til að bara hreinlega trúa því að þetta sé hægt. Ég sé sko ekki eftir því að hafa farið á þetta námskeið. Stanley Rosenberg verður með námskeið hér á landi í lok september og byrjun okt en það verður í fyrsta skifti sem hann verður með náskeið hér. Þetta er 4 daga námskeið og ég hvet alla sem áhuga hafa á að vinna með einstaklinga með einhverfu til að fara á þetta námskeið. Hvort sem viðkomandi er að vinna innan heilsugeirans, foreldrar eða hafa bara almennt áhuga á cranio sacral balancing meðferð ( höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð)....Set meira um þetta síðar.
Þegar námskeiðinu var lokið þá fór inn Hovedbanegaarden og náði í lest sem fór kl 17.30 til Kliplev og sem b etur fer þurfti ég ekki að skifta um lest. Það var nokkuð löng ferð 3 og hálfur tími. Fékk gott veður alla leiðina, sól mest megnis. Rosalegt er að sjá hvernig mörg tún og akrar hafa farið út úr þessum rigningum þarna í sumar en það er búið að vera svipað veður og var í Englandi... Kom til Kliplev um 9 og komu Keli og Siggi að ná í mig...en það var ca 10 min keyrsla þaðan til Sogaard. Gaman að sjá framan í karl skarfinn... Daginn eftir var sól og rúmlega 20 stig.. Ég og Emmy og litli kútur fórum til Þýskalands til Flensborg að skoða í búðir og Keli og Siggi niður til Rensburg ( held að það sé rétt skrifað) og keypti Keli sér gítar þar á 400 evrur ( helmingi minna en hann kostar hér) Ég endaði með því að kaupa slatta af skóm á útsölu en þeir sem voru dýrastir voru adidas fótboltaskór á 50 evrur....áttu að kosta 65 ...En aðrir voru á bilinu 10 -20 evrur sem ég keypti.
Svo náði ég í slatta af bolum á mig stykkið var á 1 -2 evrur (held að það sé 100 kr isl...) Fórum svo og fengum okkur mjög góðan ísrétt í mollinu þarna en þar er virkilega skemmtilegur veitingastaður að mér fannst.. Komum svo til baka um 2 en þá þurfti Emmy að fara að vinna. Ég og Keli skruppum svo til Aabenraa sem er virkilega fallegur sjávarbær sem stendur í hlíð. Höfnin var full af seglskútum. Fundum göngugötuna þarna og hún er öll hellulögð. Fannst hún miklu skemmtilegri heldur en Strikið. Svo þurftum við að drífa okkur til baka alltof fljótt að mér fannst því ég ætlaði að taka fleiri myndir en ég náði að gera..en Keli og Siggi höfðu lofað kunningjum þeirra að hjálpa frúnni við eldamennskuna en okkur var boðið þar í mat um kvöldið. Þannig að ég náði ekki að taka myndir af höfninni því miður.... Tók svo litla kút hann Björn Jósef ( hann heitir í höfuðið á bróður mínum heitnum) í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð á meðan karlarnir voru að hjálpa til við eldamennskuna..Þau bú rétt við Sogaard vatn en það er virkilega fallegt þarna í góðu veðri allavega. Fengum æðislegan mat og var mikið hlegið og skrafað ja og sumblað... En veðurguðinn ákvað svo að opna flóðgáttirnar um tíuleytið og það var sko ekkert smá með tilheyrandi þrumum og þvílíkum eldingum.....Það flæddi alveg inn eftir öllu gólfinu þar sem við sátum og vorum við öll orðin blaut í lappirnar heppni að það flæddi ekki inn í hús.... Held að það hafi ringt 100 ml á einni klst (held ég)....það gróf allavega undan lestarteinum hjá Sönderborg sem gerði það að verkum að hún gekk ekki í allavega 2 daga. Sló líka eldingu niður í hús í Aabenraa og kveikti í því og því miður lést ein kona í brunanum...
Daginn eftir gekk á með skúrum en ekki svona brjáluðu úrhelli eins og kvöldinu áður.. Gaf svo Emmy svona Galvanic spa meðferð og það sást sko líka munur á hennar andliti á eftir sléttara og hraustlegra..meira blóðstreymi sem sé...Vorum svo bara í leti allavega ég nennti engu en karlarnir skruppu til Aabenraa og fóru og löbbuðu þarna eitthvað á göngugötunni og náðu að lenda í hellidembu og koma rennblautir heim því íslendingar eru ekki vanir að taka regnhlífar með sér hvert sem farið er en kanski allt í lagi að fara að venja sig við það....Áttum svo bara rólegt kvöld...Keli og Siggi fóru svo niður til Þýskalands aftur því að það var gítartaska sem Keli lofaði að kaupa fyrir kunningja sem þeir voru að ná í en þá var hún ekki komin eins og búið hafði verið að lofa.. Ég tók svo Emmy í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og leið henni þokkalega betur en áður eftir hana. Var sól og hiti um smá tíma´......Siggi keyrði okkur Kela svo til Tinglev um kl 6 en þar tókum við lest sem fór inn til Hoje Taastrup. Vorum rétt komin inn á lestarstöðina þegar skall á þvílíka helli demban. Svo var þokkalegasta veður á leiðinni alveg að og yfir Litla belti meira að segja sól en rétt eftir að við komum úr göngunum þá keyrir lestin inn í þennan líka sótsvarta bakkann og þrumur og eldingar. Verð að játa að það er ekki þæilegt að sjá eldingarblossana sitthvoru megin við lestina rétt hjá...manni leið ekki beint vel.....komust svo að því daginn eftir að brúnni var lokað bara rétt eftir að við vorum komin yfir hana og var allavega lokuð í 2 tíma..Tókum svo leigubíl frá Höje Taastrup og þangað sem ég við héldum til. Majken hafði farið til Slagelse til vinkonu sinnar og gisti þar þannig að við vorum bara tvö....
Daginn eftir fórum við svo inn í köben í fínasta veðri svona passlega heitu óg sko varð sól seinni partinn.... Ég fór með þetta fjárans símakóða kort sem ég hafði keypt og gekk ekkert að koma inn á símann og ég á að fá það endurgreitt inn á bankareikning hér heima...Fórum svo niður á Axelborg bodega og var Solla að vinna þar og við ákvaðum að fá okkur að borða þarna og fengum virkilega góðan mat og vel úti látinn. Sátum svo þarna og spjölluðum og horfðum á mannlífið og fórum og löbbuðum svo á Strikinu og fengum tekinaðar skopmyndir af okkur sá sem gerði það var virkilega góður og að ég held ekki dýr en myndin kostaði 50 dk. En þvílíkur mannfjöldi þarna og svo var eitthvað gay pride dæmi á ráðhústorginu líka.. Fórum svo aftur niður á Axelborg bodega því að Solla náði í vörur fyrir mig sem ég ætlaði að taka með mér heim..Sátum svo og kjöftðuðum á leiðinni og ég fatta svo allt í einu að við erum komin á Taastrup stöðina en keli vildi meina að við færum út á Höje Taastrup sem er næsta á eftir en í óðagotinu þá hef ég gleymt vörunum í lestinni . Uppgötvaði það bara þegar við vorum kominn örstutt frá pallinum....Ég reyndi svo að finna út úr því hvernig ég gæti fundið farangur sem hefði gleymst en það gekk ekki vel og ekki hægt að ná í staffið hjá DSB nema frá 10-14 á daginn í síma..léleg þjónusta það verð ég að segja.. Því miður fundust vörurnar ekki eða allavega var það svarið sem ég fékk....Sennilega einhver farþeginn tekið það þó svo ég eigi erfitt með að trúa því eða þá þeir sem gera lestarnar hreinar...déskoti er ég fúl út í sjálfa mig fyrir að gleyma einum litlum poka sem að vísu innihaldið var nokkuð dýrt örugglega svipað og allir skórnir og bolirnir saman.....búin að vera að flakka í lestum mestan tímann sem ég er þarna og lenda svo í þessu irr og pirr....
Svo var farið í að pakka niður ( mætti halda að maður hefði verið að flytja...) alltaf er maður með of mikið af farangri með sér en kanski maður þurfi að ferðast oftar til taka ekki of mikið með sér af fötum og alls ekki of stóra tösku.. En ég held sé mest eftir því að hafa ekki sent skó og föt ca 10 kg heim í gegnum pósthúsið því fyrir 20 kg þar borgaði maður 555 dk en 6 kg yfirvigt gerði sko 480 dk....Majken keyrði okkur svo út á Kastrup og ég fór sem sé heim í sama veðri og mætti mér þegar ég kom til Danmerkur en það var sól og rúmlega 20 stiga hiti..Gamla frón heilsaði mér líka með sama veðri og það hafði kvatt mig 2 vikum fyrr með rigningu...jæja þá held ég að ég láti þessarri sögu lokið.. En ég er virkilega ánægð með ferðina í heild sinni og hver veit nema maður endi með því að flytja út. Ef að maður hefði haft lausar 1 og hálfa miljón danskar þá hefðum við getað náð okkur í flott einbýlishús í Sogaard...með bílskýli og stórum garði....Svo hver veit nema maður endi sem bauni....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 03:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
16.8.2007 | 00:07
Ég og lestarferðir..púhe..lestardraumarnir mínir ljóslifandi...
Hafðst að lokum að komast hingað eftir hitt og þetta moj..Heimsótti allavega Fredensborg slot að vísu í rigningu rétt áður en ég fór þaðan..en hefði ég haft vit á að taka myndavélina með þegar ég fór í jóga ..(sem að skrokkurin mér mundi eftir frá x ára langt afur í tímann minningu en ekki heilabúið..náði eira að segja sjá fjólublátt og hvítt með lokuð augu..) það var nefnilega rigning þegar við fórum en fínt veður þegar við keyrðum framhjá slottinu..fittar..En hvað um það ég hafði æðislegan tíma þarna þó að stuttur væri..en það er jú ekki alltaf lengdin sem skiftir máli heldur gæðin
Ég gaf svo hjónakornunum smá cranio meðferð en þau undruðust mikið hita minna handa.. ( eitthvað verður jú að vera heitt sem er frá "ísa" köldu landi ekki satt..) Hvað um það að það sem plagaði þau plagaði ekki á eftir..Ég hef víst "gode hender" svo keyrðum við framhjá slottinu á leið á lestarstöðina ..þá var bæði rigning og turistar þar..fittar.. Jæja..hafði það af á lestarstöðina og kom það tímanlega að ég ákvað að taka lestina sem var 10 min á undan þeirr i sem ég átti að fara með bara til að hafa betri tíma..veitti sko ekki af kom í ljós......
Kom inn á Norreport þar sem ég átti að skifta og fór á þann stað sem ég taldi að væri réttur, en ekki alveg viss og spurði fólk og sýndi þeim svokallað "klippekort" þá fékk ég að vita að ég yrði að kaupa spes billet því ef ég hefði hann ekki þá ætti ég á hættu að borga 600 dk.kr. í sekt..ok svo var það upp allar fjárans tröppurnar eftir og í miðasöluna þar sem var korters bið og þá var lestin mín farin..flott.. Jú ég varð að kaupa spes miða með ICS eða D lestinni og að næsta lest færi ekki fyrr en eftir 1 tíma frá Nörreport...en ef ég færi inn á Hovedbanegården da ville jeg kunde komme med tog halv time för...og der kunne jeg bruge de billetter jeg havde.......Okey.......þá gerði ég það......
Svo fann ég information þar og spyr hvenær næsta lest sé til Slagelse..þá var hún kl. 16 og enn hálf tími í hana...Ég hringi í Pia og hún segir ok.det går..... en þú ferð bara út á Sorö...Svo versnaði það enn, nærri 20 min seinkun á lestinni.puhe...það er að segja eftir að ég kom inn í hana...ok...svo er ég bara að leika mér í blessuðum tölvuskrattanum að mér dettur allt í einu í huga að spyrja liðið sem sat með mér hvenær við komum til Sorö..ja så er vi kørt forbi og den stansede ikke........og næste stop er jo Slagelse ..og ég skelli draslinu saman og hugsa ja her verð ég að fara út þó að Pia þurfi að keyra fram og til baka eða ég að taka bus eða lest....
Næsta lest var sko klukkutíma seinna sem færi frá Slagelse til Sorö..puhe..ég hringi í Piu..og segi henni ófarir hennar gömlu barnapíu..þá er hún rétt komin til Slagelse..og þarf að keyra til baka aftur.. held að hún hafi rúntað nærri 100 km út af þessu böggi.. Hvað um það ég kom allavega með sólina til hennar eins og ég lofaði áður en ég fór af stað frá gamla fróni...allavega i nokkra tíma en það hafði míg ringt hér í allan dag, bara þar til ég hefði átt að vera komin mínus allt klúður..
Rosalega spes og fallegur staður sem þau eru á hér... en ekki eitthvað sem hinn almennii túrsti sér.... Er búin að eiga yndislegan tíma með Piu, hennar manni og 5 börnum, geitum, hundum, þvottabirni, hænsnum og hestum..pafagauki sem talar..hostar reyndar ika, flautar eins og lest og kann hljøoåin øi sjøukrabilnum lika..thannig ad madur hrokk oft vid.... að ógleymdum froskum sem ég var næstum því búin að myrða á göngunni um landareignina..ja og rakst lika a ledurblødkur...
En nú er karluglan eða kelu dýrið.....sitjandi sötrandi öl í massavís með íslenskum vinum okkar niður Sogård sem er við landamæri Danmerkur /þýskalands... mínus mínar hrakfarir í lestarferðum þá reikna ég með því að komast þangað á sunnudagskvöld eftir námskeiðið...Kveðja til þeirra sem nenna að kvitta ekki hinna
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.8.2007 kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
14.8.2007 | 22:57
"Skrapp" til Fredensborg í dag í heimsókn til "en veninde"
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2007 | 00:24
"Loppemarked "/ Flóamarkað......í dag, en "dart" í gær..
Ætlaði að vera búin að skrifa færslu en lenti í sverver böggi...og það ákvað að vera ekki ok fyrr en núna...Verst af öllu að ég get ekki einu sinni leyft mér að sofa út einn einasta morgun...fjárans vöðvakrampi eða sina"dráttur" í annarri löppinni sér vel fyrir því.....Það er sko ljóti "ó"drátturinn En þessi fjárans sinadráttur minnir mig allavega á það sem ein frú sagði í fjölskylduboði ..en það var að sinadráttur væri betri en enginn "dráttur" ...en ég segi nei fjárinn hafi það, en hún hélt nú það......en ég gat ekki á mér setið og sagði ,,mikið hroðalega hafa þá þínir drættir verið lélegir..."..Henni fannst svarið ekki alveg eins fyndið og öðrum viðstöddum, en ég varð allavega ekki tengdadóttir hennar og var þetta í fyrsta og síðasta skifti sem ég hitti manneskjuna..hvort sem það var af þessu svari mínu eða að ég og sonur hennar hættum saman.... Hvað um það..þá ætlaði ég að fara inn í köben centrum í gær en það gekk ekki eftir því ég nennti bara ómögulega í "pisseregnvejr" og þrumum og eldingum...Það hætti svo að rigna um kvöldmatarleytið. Í staðinn fórum við í dart klúbbinn og spiluðum smá og ég er að drepast í strengjum eftir það...en hittnin var svona og svona... Svo var komið hingað heim og komu 2 dart félagar með og var pöntuð pizza ja ég ákvað að vísu að fá mér steik nammi namm sem var að vísu það dýrasta á listanum....
Svo röltum við á pöbb hér stutt frá og ég fann loks mitt uppáhalds öl en það er guiness... Minn fasti "ó"dráttur vakti mig alltof snemma í morgun... Svo fórum við af stað um eitt leytið á flóamarkaðinn og það var þokkaleg bílalest..þeir sem voru á hjólum komust hraðar yfir en við...Ég náði að gera góð kaup að ég tel ....keypti gullhring á 60 dk.kr, úr, belti og nokkrar flíkur ..telst til að það hafi verið um 300 kr í það heila..ekki samt neitt skran..En eitt fann ég þarna sem ég stóðst sko ekki en það var mitt uppáhalds snakk "flæskesvær".... nammi namm.... Fengum okkur fínustu oksestæg og ís í eftirrétt en aldrei hef ég fyrr boorðað ís með vatnsdeigsbollum ja ekki bollum heldur strimlum og sykri og var ísinn settur ofan á þetta í bréf svipað og við notum fyrir pylsur...Ísinn var ok en hitt aðeins of sætt fyrir minn smekk....Við löbbuðum svo þarna um frá kl 2 til um 7 og ég ætla alls ekki að reyna að ímynda mér kílómetrana...púhe.. Meiningin var eiginlega að hitta Sollu inn í Köben sjálfri´þegar við værum búnar á markaðinum en ég var bara alveg búin á öllu þessu þrammi enda orðin há öldruð....´svo að við ákváðum að hittast á fimmtudaginn eftir að ég kem frá Sorö... Ekki get ég sett inn myndir hér á færslurnar urr og pirr...... þannig að ég set þær bara á http://www.alvaran.com í staðinn..
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- 666
- annasteinunn
- artboy
- athena
- berglindnanna
- bergthora
- biddam
- birgitta
- bofs
- brylli
- coke
- daystar
- dofri
- doriborg
- ea
- ellyarmanns
- estersv
- fridaeyland
- gammon
- gmaria
- gudrunmagnea
- gullvagninn
- gunnipallikokkur
- habbakriss
- halkatla
- hallarut
- halldorbaldursson
- hallurg
- handtoskuserian
- heida
- heidathord
- heidistrand
- heimskringla
- hjolagarpur
- hlynurh
- hlynurha
- id
- ingo
- ipanama
- ippa
- jensgud
- joninaben
- jorunn
- josira
- kallimatt
- ketilas08
- kiddih
- kiddijoi
- kiddip
- killerjoe
- killjoker
- kiza
- kollaogjosep
- konur
- limped
- lovelikeblood
- lydurarnason
- malacai
- mia-donalega
- molta
- morgunstjarna
- nonniblogg
- ofurbaldur
- olafurfa
- omar
- omarragnarsson
- overmaster
- perlaheim
- poppoli
- prakkarinn
- predikarinn
- proletariat
- ragnargests
- rheidur
- rosabla
- saethorhelgi
- salist
- sigurjonn
- sigurjonth
- sirrycoach
- sjos
- stebbifr
- svarthamar
- sveinnhj
- tharfagreinir
- trollchild
- tru
- upplystur
- vertu
- vglilja
- vitale
- alla
- dufa65
- andres08
- gumpurinn
- danna
- arit-bloggar
- apalsson
- taoistinn
- asgrimurhartmannsson
- heiddal
- brahim
- gattin
- brandarar
- rafdrottinn
- saxi
- eysi
- fafnisbani
- fiskurinn
- geiragustsson
- morgunn
- gudjonelias
- gjonsson
- lostintime
- tilveran-i-esb
- conspiracy
- skodun
- holi
- vulkan
- heim
- hildurhelgas
- drum
- truthseeker
- holmdish
- don
- danjensen
- ingaghall
- johannvegas
- jonasg-egi
- jonasg-eg
- joningic
- jonmagnusson
- alda111
- bisowich
- andmenning
- kristinthormar
- lotta
- ludvikludviksson
- astroblog
- vistarband
- marinomm
- manisvans
- minnhugur
- bylting-strax
- olafur-62
- pallvil
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- sviss
- bjornbondi99
- shhalldor
- infowarrioreggeiri
- sigvardur
- thorthunder
- thee
- tigercopper
- vefritid
- zordis
- tsiglaugsson
- thordisb
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 316020
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
2 dagar til jóla
Um bloggið
Hitt og þetta...aðallega hitt...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Uppáhalds síður
Margvísleg málefni.
Ýmsir vefir.
- Velvirk börn Félag hæfileikaríkra og skapandi einstaklinga
- Heilsubankinn Meðferðar og þjónustuaðilar
- Sannleikurinn minn Fróðleikur um ýmis heilsumál
- Heimasíðan mín Ýmislegt efni.
- Gagnauga Gagnauga er upplýsingavefur um alþjóðamál
- MSSPJALLIÐ Opið Spjallborð um MS
- Ablechild.org Parents for Label and Drug Free Education
- ASPARTAME KILLS Rumsfeld og Aspartame
- Óvenjuleg og umdeild mál 9/11, samsæriskenningar...
- The National Foundation for Gifted and Creative Children Samtök hæfileikaríkra og skapandi barna
- Upplýsingasíða um MSG If MSG isn´t harmful, why is it hidden?
- Spjallborð um 911 og ýmislegt plott
- Þessi síða er alveg must read ýmislegt sem þú sérð bara hér
- The SPECTRUM Ýmsar greinar
- Label Me Sane Fjallað um ofnotkun lyfja.
- Alliance for Human Research Protection Samtök gegn tilraunum á fólki
- Organic Consumers Association Neytendasamtök fyrir lífrænt
- Freedom Or Facism ? Frelsi eða Facismi?
- Health Truth Revealed Hulunni svipt af heilsu málefnum
- Quackpot Watch "The last days of the Quackbusters "
- True Torah Jews/Jews Against Zionism Traditional Jews Are Not Zionists
- Question 911.com Free DVD download / frítt niðurhal
Talnaspeki / Numerology
Fróðleikur um þessa speki
- Sun - Angel Numerology Frítt dæmi þarna
- Free Numerology Reading Meira en bara talnaspeki..
- Your Reading / Agny Lýsingin á mér...
- INDIGO intentions Tarot, numerology, Indigo children, Reiki, Angels reading
Fyndið stuff.
Myndir, brandarar og glens.
- Cartoons Teiknimyndir
Andleg málefni
Allt sem tengist þeim málum.
- AEROSOL OPERATION CRIMES & COVER-UP SPRAYING US AS A BUG..
- Crystalinks Þessi síða er hreinlega með allt.
- Tarot Cards & Free Readings Frí Tarot spá
- Mind Power News Kraftur hugans.
- Progressive Awareness Research Allt mögulegt andans stuff.
- Tilvitnanir / quotes Ýmsar tilvitnanir
- New Jersey ghost hunter center Drauga "veiðar"
- The Tree of the Golden Light Ýmis andleg mál
- Mayan Calendar Articles Tímatal Mayanna
Stjörnuspeki / Astrology
Fróðleikur um þessa speki.
- The Future Minders Frítt dæmi þarna
Síður um ADD / ADHD
Upplýsingar um athyglisbrest / ofvirkni.
- Dr. Mary Ann Block ,, Find the course, fix the problem".
- A Multisensory Learning Program Kennslugögn fyrir ADD / Autism / Dyslexia
- Exposing the Fraud of ADD and ADHD Fred A. Baughman Jr., MD Neurologist, Pediatric Neurology
- Stimulant Drugs for ADHD and ADD Örvandi lyf við ADHD og ADD
- "Are Psychiatrists Betraying Their Patients?" Eru geðlæknar að svíkja sjúklingana sína?
- "Our Toxic World" " Okkar eitraði heimur"
- No proof mental illness rooted in biology Engin líffræðileg sönnun fyrir geðsjúkdómum
- Death From Ritalin Snannleikurinn á bak við ADHD
- Methylphenidate ( virka efnið í Ritalin) Drug and Chemical Evaluation Section
- What Drugmakers of ADD & ADHD Drugs vilja ekki að þú vitir
- Answers for ADHD Questions Svör við ADHD spurningum.
SSRI lyf og önnur þunglyndislyf
Ýmsar síður um hugarfars breytandi lyf.
- Dangerous Medicine forum Spjallborð
- Antidepressants Facts Staðreyndir um þunglyndislyf.
- SSRI Stories Ekki er sannleikurinn fallegur...
- International Coalition For Drug Awareness Verum meðvituð ...
- PROTECT YOUR CHILDREN NOW Verndum börnin okkar!!
- THE DARK SIDE OF PSYCHIATRY Dökka hlið geðlækninganna
- How psychiatry is making drug addicts out of America´s shool children Amerísk skólabörn gerð að læknadóps fíklum.
- Psyhchiatric Drug Side Effects Search Engine.
- Psyhchiatric Drug Side Effects Search Engine. SEARCH ENGINE
Asperger syndrome og Autism
Síður sem fjalla um Asperger og einhverfu
- Aspergers Syndrome in Children Góð síða (mín skoðun)
Blogg úr ýmsum áttum..
Vinir / áhugaverðir einstaklingar.
- Sigurjón Þórðar.
- Nornin
- Tigra
- Anna panna
- Þarfagreinir
- Katrín ódæla
- Klisja
- Olasteina "Fjarskyld frænka"
- Nornin Vinkona af Baggalút.
- Geiri 3d.
- Laramin
- Sigunzo
- Ditto bloggar Yndisleg og spes manneskja.
AGLOCO
- AGLOCO Borgað fyrir að browsa..
http://skorrdal.com/
MICROCHIP - RFID
- Microchip Implants News Articles MIND CONTROL; ÖRFLÖGUMERKINGAR; RFID
UMDEILD MÁLEFNI
- WIDE EYE CINEMA WIDE EYE CINEMA is dedicated to showcasing the very best alternative truth-related documentaries & cinema uploaded onto the World-Wide Web.
MY FAVORITE SITES
- This site is number 1 on 10 black list sites of US gov. Here you find it all.Specially what the elite do not want you to find
- Alvaran Forum about what some call conspiracy
- Prophecies of Sollog Sollog is a POLITICAL PRISONER of the USA!
- Ingaoramas video VIDEOS
- So you wanna talk conspiracies? try this on for size. JUST GO THERE...
- ConCen An eye openinger
- What you should not know...is here.. Knowing litle about lot is better than know lot about a little...
HAARP
- Chemtrails Data Page Chemtrails - Frequently Asked Questions
CHEMTRAILS
- CHEMTRAIL CENTRAL Þetta er forum um Chemtrails og málefni tengd efna úðun úr lofti..
- Chemtrails news, articles and information Cemtrails=Efnarákir
- CHEMTRAILS -HAARP-GEOENGIERING-DEPOPULATION AT WORK CHEMTRAILS síða- fyrrverandi FBI starfsmaður leysir t.d. frá skjóðunni- núna látinn..
- Efnaúðun -veðurfarsstjórnun í gegnum chemtrails Cemtrails=Efnarákir- Ísland er ekki undanskilið þessu ógeði!
- Chemtrails = Aerosol spraying to change the atmosphere. Chemtrails = Aerosol spraying of barium, "fibers", pathogens.
- Efnaúðun -veðurfarsstjórnun í gegnum chemtrails Cemtrails=Efnarákir
TRANSLATE-ÞÝÐA
- Translate your website into 52 languages Just copy and paste the Translate This Button anywhere on your site, it's free and easy. There are no files to upload and it works on almost any website. The Translate This Button is a lightweight JavaScript translation widget. It translates any page quickly using Ajax and the brilliant Google Translate.
VERICHIP-WE THE PEOPLE WILL NOT BE CHIPPED!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heilsumálefni
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óvenjuleg og umdeild mál
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði