Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
11.8.2007 | 12:42
Smá " hilsen" frá Danmörk......
Ég er ekki búin að vera dugleg að skrifa eins og sést svo sem......Ég skrapp með fjölskyldunni á miðvikudag niður til Roskilde í búðarráp...Keypti mér bók um sveppi en annars ekkert.....Maður var að kafna úr hita en það var um 30 stig muni ég rétt ....Svo var bara verið í leti og spjallað.......Á fimmtudaginn forum við Mjaken inn í miðbæinn hér og ég rifjaði upp kynni mín af "ristede pölser"..fjári hafa þær stækkað síðan í denn...ég gat varla klárað eina...ekki nema von að fólk fitni ef að allir skammtar eru orðnir tvöfaldir.....Keypti símakort og það sem er ódýrast eftir því sem við fundum út var það sem heitir Næst ..Keypti mér 2 stuttbuxur...á 150 kr...Fór svo og sólaði mig eftir að við komum heim en það passaði að sólin ákvað þá náttúrulega að hún væri búin að vera nógu lengi....Fór svo með hjónunum eftir kvöldmat í dart klúbb sem er hér og vorum þar að skjóta pílum fram eftir kvöldinu..Ég hef ekki komið nálægt dart í mörg ár þannig að færni mín var ekki góð í að hitta.....En ég hitti þó ....Það passaði að það var skýjað og skúrir í gær...hefði getað sparað það að kaupa þessar stuttbuxur Hjónin fóru svo til Íslands í gær...Ég og Majken vorum bara í leti og ég hringdi í vinkonur mínar hér til að finna út hvenær við gætum hisst...og það verður þétt pökkuð dagskráin næstu viku því að helgin var löngu skipulögð hjá þeim....Mánudaginn er það Gitte sem býr í Albertslund.....svo að fara með lest til Fredensborg á þriðjudaginn og gista hjá Kirsten.....svo með lest til Sorö á miðvikudag til Piu og vera þar eina nótt ...svo til Taastrup á fimmtudag því ég er að fara á námskeið inn í Köben 17-19 og það er frá 9-17 alla dagana.....Svo á mánudag fer ég alla leið niður til Sogard en keli kemur þangað þann 15...http://www.bjarnarbol.dk/ svo aftur hingað þaann 22 reikna ég með....svo heim þann 24.....Hefði sennilega átt að vera aðeins lengur synist að mér hefði ekki veitt af því..... Við fórum svo á pöbbarölt í gærkvöldi.....Nú er klukkan um hálf 3 hér og Majken farin í dart klúbbinn hún er formaður eða eitthvað svoleiðis svo ég ætla að drattast þangað eftir smá stund en hann er í 5 mín labb fjarlægð.. Svo er það inn á Amager á morgun á einhvern risastóran árlegan "loppe" markað...Jæja ...sé það að ég kann ekki að skrifa einhverjar dagbókarfærslur en hvað.... sé fram á það að ég muni þurfa "frí" þegar ég kem heim....Annað..það verða engar myndir settar hér þar sem er ætlast til að ég kaupi mér diskapláss...set þá barea myndirnar eitthvað annað.....Bið svo bara að heilsa ykkur öllum.....
8.8.2007 | 21:27
KOMIN TIL DANMERKUR...tók sólina með eins og eg var búin að lofa...
Daginn öll.....Jæja þá er maður komin til Danmerkur. Lenti í heiðskíru veðri og sól um að mig minnir 25 stig.........Skrítið þó að ég hafi ekki komið hér í þessi 33 ár sem hafa liðið (hvert fóru þau eiginlega ).... Mér fannst ég bara vera komin "heim" ....
Ég rifjaði upp kynni mín af grön Tuborg...og svo var setið og spjallað fram á morgun....
Þannig að ég vakti frá því um 11 á mánudagsmorgun til kl 6 að dönskum tíma....Var þá að vísu búin að fá mér 2 tíma lúr í flugvélinni og svo svaf ég 1 tíma úti í garðinum..
Það er risastórt eplatré í garðinum sem að eplin hrynja af í gríð og erg...Svo ég fór í það að safna þeim saman...
Þegar ég var búin að því....þá kom dóttirn á heimilunu og hristi blessað tréð.... þar með var flötin aftur orðin þakin eplum.....
Læt fylgja með myndir hér úr garðinum og okkur....
Læt líka fylgja með myndir af henni Sótu sem ætlaði sko held ég að fara með....
Svo á ég eftir að fara í heimsóknir hingað og þangað en það er allavega ákveðið að ég fari með Majken á árlegan útimarkað sem er á Amager um helgina.
Svo fann ég aðra af mínum tveim vinkonum frá því fyrir 33 árum síðan og hringdi í hana í dag ....það var varla að hún lifði það af.. en það var virkilrga gaman að heyra ánægjuna líka
Þórdís og Preben fara til Íslands þann 10.....og koma heim 23..verða sem sé í heimsókn hjá foreldrum mínum á meðan ég er hér Er farin að sjá fram á það að tvær vikur muni ekki duga til þess að heimsækja alla og það alla leið til Þýskalnds næstum því... http://www.bjarnarbol.dk
Svo verð é á námskeiði í Köben frá 17-19 ág..þannig....að mér veitti sko ekki af lengri tíma en 2 vikum... Ég þarf nefnilega ekki að liggja uppi á sama liðinu allan tímann....en það býr ansi dreift..þannig að það kostar lestarferðir...
Ég ætla að reyna að skrifa eitthvað hér á hverjum degi..en hversu mikið .... Bið svo bara að heilsa ykkur öllum pirr..... að koma myndum hér inn á þetta fokk mogga blogg.......virkar bara ekki!!! Tókst síðast bara með því að gera copy á myndina og svo paste beint hér.þannig að ég prófa það... Jæja það tókst ekki heldur ´..ein fúl........ en ef einhver hefur áhuga á að sjá myndirnar sem áttu að vera hér smellið þá á þennan link...
http://alvaran.com/forum/index.php?showtopic=3152&st=3040&gopid=35692&#entry35692
Agný..
Vinir og fjölskylda | Breytt 9.8.2007 kl. 10:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.8.2007 | 15:10
EKKI SPILLA MÉR. (ágæt áminning...)
Ekki spilla mér. Ég veit vel, að ég á ekki að fá allt, sem ég bið um, ég er bara að prófa þig.
Ekki hika við að vera ákveðin við mig, ég kýs það frekar, það veitir mér öryggi.
Ekki leyfa mér að temja mér slæma ávana, ég verð að treysta á þig, að þú uppgötvir þá strax í byrjun.
Ekki láta mig finnast ég smærri en ég er, þá hegða ég mér kjánalega til að sýna, hvað ég er stór.
Ekki leiðrétta mig í áheyrn annarra, ég hlýði miklu frekar, ef þú talar við mig í einrúmi.
Ekki láta mig líta á glappaskot mín sem þau væru glæpur, það myndi rugla mig svo í verðmætamati mínu.
Ekki hlífa mér við afleiðingunum. Stundum þarf ég líka að læra af reynslunni, þó það sé ekki alltaf sársaukalaust.
Ekki æsa þig upp, þótt ég segist "hata" þig. Það ert ekki þú, sem ég "hata", heldur það vald, sem þú hefur til að hindra mig.
Ekki gera of mikið úr óþekktinni í mér, ég nota hana stundum til að ná athygli þinni.
Ekki þrasa, þá 1æt ég bara sem ég heyri ekkert.
Ekki gleyma því að ég get ekki tjáð mig eins og ég vildi, þess vegna er ég ekki alltaf sjálfum mér samkvæmur.
Ekki gefa mér loforð, sem þú getur ekki haldið, ég yrði fyrir svo miklum vonbrigðum.
Ekki treysta um of á heiðarleika minn. Það er auðvelt að hræða míg svo ég segi ósatt.
Ekki vera sjálfri þér ósamkvæm, það ruglar mig alveg og ég þori ekki að treysta þér.
Ekki gera lítið úr ótta mínum, hann er oft svo raunverulegur, en þú getur hjálpað mér að yfirvinna hann, ef þú reynir að skilja hann.
Ekki daufheyrast, þegar ég spyr spurninga, þá hætti ég að spyrja þig og leita til annarra eftir svörum.
Ekki gefa í skyn, að þú sért fullkomin og gallalaus. Það verður svo mikið áfall fyrir mig, þegar ég kemst að því að þú ert hvorugt.
Ekki líta á það sem niðurlægingu að biðja mig afsökunar. Mér hitnar um hjartað, ef þú biðst fyrirgefningar í einlægni, og mér þykir enn vænna um þig en áður.
Ekki gleyma, hversu hratt ég vex og þroskast. Það hlýtur að vera erfitt að fylgja mér eftir, en reyndu samt.
Ekki gleyma hversu gaman mér þykir að finna upp á einhverju nýju og prófa mig áfram. Ég myndi ekkert þroskast, ef ég fengi það ekki, svo reyndu að
umbera mig.
Ekki gleyma, að án mikillar ástar og skilnings, þrífst ég ekki, en það veistu nú þegar, er það ekki?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
19.5.2007 | 16:35
Mín reynsla af mistökum lækna og heilbrigðis starfsfólks.....að vísu get ég því miður skrifað fleiri..
Tók þá ákvörðun að birta mína reynslusögu hér ......
(margir búnir að biðja mig um það)
ja þessa- þær eru því miður fleiri og ef ég læsi ekki áður um x lyf sem hafa verið skrifuð upp á fyrir mig - ja þá væri ég ekkert að pikka þetta núna- ég væri undir grænni torfu eða slefandi inni á einhverri stofnun)
Mun samt ekki nafngreina neina sem að málinu komu.
Þið verðið að afsaka það að ég er ekkert voðalega góð í því að segja frá einhverju í stuttu máli .
*******************************************+
Ég úlnliðsbrotna 3 feb"02 en það er á sunnudegi og dagana á undan hafði verið alveg brjálað rok og fylgdi rosaleg sjávarselta því.
Ég var í heimsókn hjá vinkonu minni sem leigir í blokk og þar tók liðið upp á því að fara að þvo gluggana utan en það var 6 stiga frost og autt.
Sennilega sama liðið og dettur í hug að þvo bílinn sinn í frosti.
Ég man eftir að ég segi við vinkonu mína " er ekki í lagi með þetta lið", hver fer að þvo utan glugga í frosti?" Eins gott að enginn detti og slasi sig og brotni.
2-3 tímum sinna fór ég út og þá hafði vatnið myndað þessa fínu ísingu og ég dett og brotna.
Fór upp á bráðamóttöku í Fossvoginum og voru teknar 2 myndir og kom i ljós að ég er úlnliðsbrotin og þegar ég skoða myndirnar þá spyr ég lækninn hvort að þetta sé eðlilegt , fannst ég sjá eitthvað skrítið ( var 2 mán áður búið að taka mynd af þessari sömu hendi þannig að ég vissi hvernig hún leit út óbrotin) sagt að það sé bara venjulegt úlnliðsbrot.
Málið er að ég dofnaði aldrei og var ekki verkjalaus einn dag frá því og þar til eftir x langan tíma eftir aðgerðina á hendinni sem ég varð að fara í ..
Svo er ég gifsuð af hjúkrunarlærling. Kom síðar í ljós að ég hafði verið gifsuð vitlaust.
Ég var alveg frá af kvölum alltaf og litli putti var klemmdur inn í lófann en það var radius sem brotnaði en ekki ulna en samt var verkurinn á ulnunni sá sem var að drepa mig en ekki þeim megin sem ég brotna.
Svo kem ég í endurkomu 11 feb og það fyrsta sem bæklunarlæknirinn segir við mig er að hann viti að ég hafi verið í góðum höndum fyrst að það hafi verið "frændi sinn " sem tók á móti mér þarna í upphafi, eitthvað var ég ekki sammála því og segi að það fari nú tvennar sögur af því, þekki annan aðila sem hafði lent á þeim manni og ekki góð saga.
Kanski ljótt að segja það en ef að sá sem tók á móti mér í upphafi hefði verið hestur, þá myndi hann drukkna í rigningu... ( myndi rigna upp í nasirnar á honum..) en sumir sem eru mjög lágvaxnir reyna að gera sig "stærri " með hroka og rembingi.....þessi var í þeim hópi.....
Ég reyndi svo að segja honum að ég væri að kálast í handarjaðrinum /ulna og spyr hvort að hann geti ekki losað gifsið en það var ekki viðlit að fá hann til þess.
Hann átti náttúrulega ekki auðvelt með að viðurkenna að eitthvað væri að þar sem það var frændi hans sem tók á móti mér.
Að vísu var sagað aðeins framan af gifsinu, og segir hjúkrunarfræðingurinn við mig að ef það fari að losna eitthvað þá geti ég bara bleytt það og þrýst saman sjálf, ég segi henni að það detti mér ekki í hug þar sem að það sé eitthvað ekki í lagi, og að þá ætli ég ekki að láta klína því á mig og miðað við ástæður brotsins.
Hef að vísu aldrei fyrr heyrt að fólk eigi sjálft sem brotnar að vera eitthvað að káklast í gifsumbúðum fyrr en þarna og enginn sem ég þekki hefur heldur heyrt það.....
Það endaði með því að ég gafst upp á þessum verkjum og fór til læknis , um miðjan feb, venjulegs heimilislæknis hér sem ég bý og hann tók gifsið og tók 4 myndir, (bara teknar 2 í hvort skifti áður,) með græjum sem eru alltaf sagt að séu ekki nógu góðar eða fullkomnar en hann sér beinflís og segir að það sé ca 5 % skekkja í hendinni en enginn af hinum tók eftir þessu.
Hann sagði að þetta væri að vísu það lítil skekkja að það væri oft að hún lagaðist sjálf, gæti versnað við inngrip. Verkurinn hætti svo sem ekki en minnkaði við að hann setti annað gifs og rétt sett á hendina.
Hendin á mér var þannig snúin að það var eins og ég væri að fara að heilsa fólki.
Ég fór svo næst til annars bæklunarlæknis í næstu endurkomu sem var um miðjan mars og var þá skekkjan orðin 15% og sendir hann mig til handarsérfræðings sem segir mér að væri ég eldri, um 70,
þá væri kúlan á ulnunni tekin og hendin gerð að staur. Hann sagði að á þeim aldri hefði þetta verið flokkað sem beinþynningarbrot en þar sem ég væri ekki eldri en ég er, þá væri eina ráðið til að rétta hendina að skera og setja bein úr mjöðminni í og stálplötu.
Hann sagði að þetta flokkaðist undir mjög stóra aðgerð og sagðist vísa mér á þann sem væri bestur í að gera þær aðgerðir, til læknis sem væri meiri sérfræðingur í handaskurðlækningum en hann.
Ég skal viðurkenna að sá aðili sem hann sendi mig til er góður í sínu fagi.
Sá læknir er allavega ekki einn af þeim sem hefur fengið diplomað sitt í Cheerios pakka í Bónus eins og mér fannst með frændurnar sem að ég lenti á í upphafi...
Til hans kemst ég svo í byrjun maí og hann segir að beinflísin hafi sést strax á fyrstu myndunum.
Hann flokkaði þessa aðgerð undir bráðaaðgerð og átti að reyna að koma mér í hana fyrir lokanir á deildum sem yrði í júni. Hvað flokkast undir "bráða" er mér svo sem spurn því þessi blessaða " bráða" aðgerð varð svo ekki fyrr en 26 mars "03.
Ég lenti í því að vakna upp í aðgerðinni, hélt fyrst að ég hefði bara verið svona berdreymin en svo var ekki, það veit ég núna, þó svo að ég sé ekki búin að lesa skýrslurnar.
Í þessum undarlega draum þá finn ég alveg hrikalegan sársauka í mjöðminni, svona eins og þegar maður sker sig á pappa eða blaði nema það var eins og væri verið að skera aftur og aftur..
Ég beit saman vörunum vegna kvalanna, en hef sennilega lent undir túbunni með neðri vörina því að ég var með skurð innan á henni og dofin þegar að aðgerðinni er lokið.
Ég sá útundan mér upp á grænklætt lið og hendina á mér og horfði beint í skurðinn og það voru stálkrókar sem héldu sárabörmunum opnum.
Man að ég hugsaði að þetta væri eins og krókarnir sem voru notaðir til að færa kjötskrokkana til á sláturhúsinu...
Ég fór svo að reyna að snúa mér og vinda til þess að losna og svo man ég ekki neitt meir fyrr en uppi á vöknun....
Þegar ég lýsti þessu fyrir vinkonu minni sem hafði unnið á spítala í um 15 ár þá segir hún að það séu akkúrat svona krókar sem væru notaðir...og að það sé alveg pottþétt að ég hafi vaknað upp af svæfingunni..
Aðgerðin var kl 13 og mér sagt að hún væri 1 tími, væri styttri af því að sá sem tók beinið úr mjöðminni gat unnið um leið ogsá sem skar í hendina en það var ekki sömu megin..
En aðgerðin var ekki lokið, hvað sem flokkast undir aðgerðina hvort það er bara tíminn frá því að byrjað er að skera og búið að sauma saman en henni var lokið 14:45 og er ég vel vöknuð milli 15:30 og 16 rúmið var beint á móti klukkunni þannig að ég sá vel á hana.
Hef farið í aðrar minni aðgerðir en aldrei verið svona fljót að vakna og né svona með það sem ég kalla fljótt með fulle fem, sem er svo sem afstætt kanski.
En ekki fékk ég að fara af vöknun fyrr en kl 7 um kvöldið og aldrei nein svör eða útskýringar þegar ég spurði afhverju ég mætti ekki fara þar sem ég væri vel vöknuð..
Karlinum mínum var sagt að hann gæti komið eftir þennan klukkutíma sem að aðgerðin átti að taka en þegar hann kom og spurði um mig þá er honum sagt að ég sé enn í aðgerð og hann spyr afhverju það sé þar sem aðgerðin átti bara að taka 1 tíma.
Honum er sagt að það hafi eitthvað komið upp á í aðgerðinni og með það er hann skilinn eftir og engin skýring.
Hann svo bara látinn bíða án þess að fá að vita neitt meir..þannig að hann sat og beið án þess að vita eitt eða neitt....
Morguninn eftir aðgerðina þá er ég orðin með meiri verki í hendinni sem að ekki var krukkað í og ég ég þurfti að halda hendinni upp í loft svo að salvatnið og sýklalyfið kæmust inn...
Það varð að setja sýklalyfið með í drippið því að það komst ekki inn í æðina vegna bólgu ( veit það núna) en varinar á mér voru sko þvílíkt rauðar og brennandi að það lá við að heyrðist hviss þegar ég setti ískaldan blautan þvottapoka á þær.. Þar fyrir utan að þær hefðu betur passað á svertingja .....nema fyrir litinn.....
Ég lenti svo á hjúkrunarfræðing kvöldinu eftir aðgerðina sem vildi meina að ég væri með ofnæmi fyrir parkodín en ég hef ofnæmi fyrir acetiýlsalicýlsýru og nikkel, það stóð alveg rétt í minni skýrslu, en hún var sko ekki til umræðu með að hlusta á það sem ég sagði og ég ekki nógu hörð að heimta að fá að sjá þessa svokölluðu mína skýrslu enda að drepast úr kvölum og orðin rauðflekkótt eins og skarlatsóttar sjúklingur og æðin þar sem drippið var í orðin rauð og bólgin nærri upp undir handveg...
Ég fékk líka ofnæmi fyrir sýklalyfinu sem ég fékk í æð og bláæðabólgu ( fylgist víst oft saman með því ofnæmi) Þegar kvalirnar í hendinni voru orðnar meiri í þeirri sem ekki var skorið í þá er held ég örugglega eitthvað mikið sé að.
Mér er spurn hvernig svo manneskjunni sem var með parkodin ofnæmið hafi reitt af því að trúlega hefur henni þá verið gefið það sem ég átti að fá.
Skyldi hún hafa látist af völdum rangrar lyfjagjafar eða hvernig reiddi henni af?
Þegar ég var að sýna þessum sama hjúkrunarfræðingi útbrotin og asnast til að spyrja hvort þetta geti verið út af sýklalyfinu, segi að þessi útbrot séu lík því sem ég hafi fengið þegar mér hefur verið gefið Doxýtab.
Hún segir þá að Doxýtab sé ekki sýklalyf, ég segi þá við hana að mér hafi nú allavega verið gefið það sem slíkt nokkrum sinnum.....
Nei það átti sko ekki að vera það, kom með einhverja romsu um að það virkaði svona og hinsegin á frumurnar.
Halló! Það virka öll lyf á einhvern hátt á frumur.......
hemjandi, hvetjandi...lamandi, drepandi...!!!
Í lyfjabókinni segir allavega þetta:
Doxýtab er sýklalyf af flokki tetracýklinlyfja.
Hún bauð mér svo að ég gæti fengið lyf við ofnæmi en ég afþakkaði, sagðist ekki fara að taka lyf við bara " einhverju" ofnæmi, vildi fyrst fá að vita ástæðuna fyrir þessu.
Morguninn sem ég fer heim þá er ég enn með þessi útbrot og sýndi þá lækni á stofugang það og hann kom með sömu lausnina bara lyf við ofnæmi án þess að skoða ástæðuna fyrir þeim.
Minn lækni sá ég ekki nema morguninn eftir aðgerð.
Hann hafði sagt mér að ég ætti að fá resept og endurkomutíma með mér þér ég færi heim.
Segi ég þetta við þann hjúkrunarfræðing sem ég var með þá og hún hreytir í mig að ég geti bara farið út í apotek og keypt parkodín og ég segi við hana að það sé að koma helgi og maður fái ekki keypt nema 1 pk af því og ég kveið fyrir því að fara að sitja í bíl þó að leiðin væri ekki lengri en upp í Borgarnes...
Enda voru kvalirnar þokkalegar í mjöðminni þar sem beinið var sagað úr ofan á hina verkina...
Hún rauk svo burt og kom með resept og kom svo í ljós að það var venjulegt parkodín en fékk að vita seinna að það átti að vera parkodín forte sem læknirinn ætlaði mér.
Þessi hjúkka vissi þó allavega að ég hafði ekki ofnæmi fyrir þessu lyfi.
Stálplötuna þurfti svo að fjarlægja ári seinna vegna þess að taugarnar voru farnar að sargast á plötubrúninni...Mér skilst að ég geti ekki búist við því að verða án verkja í hendinni í framtíðinni samt sem áður, en er svo sem farin að venjast því.
Ég lenti sem betur fer ekki á neinum eftirlíkingum af lækna og hjúkrunarliði þegar að platan var tekin eins og síðast.
Það má segja að sá hjúkrunarfræðingur sem ég hafði núna hafi gefið mér smá trú aftur á þeim sem vinna í þessum geira. Hún var virkilega góð og mannleg en það er ekki alveg hægt að segja um hinar 2 í fyrra skiftið. Voru að vísu fleiri en þær sem ég hafði samskifti við og voru þær í lagi að mínu mati.
Mér finnst samt ég verða vör við að sumt af þessu fólk mætti alveg fara á námskeið í mannlegum samskiftum og ekki vera í þvi að gera lítið úr sjuklingum, það er alveg nógu illa sem sumum líður, þó að það sé ekki komið fram eins og viðkomandi sé ekki með fullu viti ofan á það að vera veikur.
Margir segja að ég eigi að kæra þessa aðila og hef ég svo sem velt því fyrir mér.
Þó ekki nema fyrir það að það hljóta að vera líkur á að einhverjir aðrir lendi á þessum sömu aðilum og eigi þá í hættu með að lenda í einhverju veseni eins og ég.
Ég slapp þó lifandi en það er ekki víst að allir hafi verið og séu svo heppnir.....
Þetta er svona megin sagan af mínum hrakföllum og hrakförum í heilbrigðiskerfinu, en ég verð bara að segja að þarna lenti ég á manneskjum sem væru held ég betur komanar í vinnu annar staðar en í heilbrigðisgeiranum.
Það er allavega lágmark að koma fram við sjúklinga eins og fólk, en það endaði með því að ég sagði að það mætti halda eftir framkomu sumra við mann, ekki bara mig, ég hlustaði á hvernig talað var til gamals fólks af mikilli vanvirðingu og hroka, af sumum sem á þessum spítala vinna, að maður hefði skilið þessa litlu vitglóru sem að maður taldi sig hafa eftir á þröskuldinumáður en maður fór inn.
Það hlýtur að vera kominn viskubrunnur fyrir utan Borgarspítalann .
Ég hef að vísu sleppt fáeinum atriðum úr þessari sögu en læt þetta duga.....
Vinir og fjölskylda | Breytt 31.3.2016 kl. 03:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
9.4.2007 | 21:21
Ferming, veislur og ættartengsl...og " rat" leikur eða þannig..og sólarlagsmyndir..
Ég var búin að skrifa þetta inn fyrir x dögum og taldi að ég hefði týnt þessu út því að rafmagninu sló út en ég hef þá greinilega verið búin að vista þetta inni á word....rakst á þetta núna..þannig..here it comes.
Yngsti sonur minn fermdist á skírdag en ekki veisla fyrr en á sumardaginn fyrsta...þannig..að við ákvaðum bara að fara í 2 veislur hjá frænkum sembuðu okkur .
Ég, fermingarbarnið og sá næst yngsti fórum, Keli lá og ældi og spúði....þannig eins gott að skilja hann eftir heima..
Báðar veislurnar voru í Hafnarfirði. Ég uppgötvaði sko allverulega að ég er algjör rati í að rata ..þannig að ég skoðaði mikið meira af Hafnarfirði en ég ætlaði mér í upphafi.. Náðum í restina af fyrri veislunni og upphafið af þeirri næstu, ja hefði getað stoppað lengur ef ég hefði ekki verið svona mikill rati en við þurftum að vera komin heim kl 8.
Báðar fermdust stelpurnar í Víðistaðakirkju en veislurnar sem betur fer ekki á sama tíma. En það skondnasta við þetta var að stelpurnar ja og foreldrar þeirra höfðu ekki hugmynd um að þær væru náfrænkur...langafi og langamma þeirra eru systkin og ég er skyld þeim í gegnum pabba en þetta voru systkin hans.
Þetta fannst liðinu ótrúlegt og stelpurnar búnar að vera saman í einhverju sporti frá því í fyrsta bekk..
Málið er að þessi föðurætt mín hefur víst gert víðreist ( reiðst..hehumm..) fyrr á öldum...eins gott að ekki var búið að finna upp bílana þá..miðað við fjöllyndið á þessu liði.. sem ég er komin útaf...
Einn af mínum forfeðrum einhver lögréttumaður ( minnir mig) sem var uppi á 17 eða 18 öld er skráður faðir að 50 börnum!!!! 24 af öðru kyninu en 26 af hinu...
Geri aðrir betur..en ég myndi nú áætla að hann ætti fleiri miðað við að venjan var að þessir stórbokkar létu vinnumennina feðra börnin sem þeir áttu með vinnukonunum...
Ég hef sko ekki sloppið við að vera skyld neinum sem ég hef kannað í íslendingabókinni..meira segja í báðar ættir....
En sá galli er á þessari bók er sá að það kemur bara fram sá sem er meira skyldur manni þó að hitt foreldrið sé líka skylt manni.
En það kemur engin melding um að svo sé.
Þetta uppgötvaði ég fyrir tilviljun þegar ég var að kanna hvað x manneskja væri mikið skyld mér en þá kom ekki nafn foreldrinsins sem ég vissi frændsemina við heldur hins..
svo þegar ég skráði nafn þessarrar manneskju sem ég vissi ættartengslin við, þá var það minna en hins..
Þannig að maður þarf í rauninni alltaf að athuga báða foreldra þess sem maður er að skoða..
Víkjum aftur að fermingarveislum þá fengum við æðislegan mat á báðum stöðum en samt ekki eins mat eða kökur á eftir.....
Svo fengum við líka þetta fallega sólarlag þegar við vorum að nálgast Borgarnes og ég bara varð að fara og stoppa á útsynisstaðnum sem er rétt áður en maður kemur Borgarfjarðarbrúnni....
Læt þessar myndir fylgja hér með, þær eru eins og augað sér..nema nokkrar sem ég zoomaði aðeins....
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.3.2007 | 17:24
Hver munurinn er á hæfileikaríkum og skapandi börnum og ofvirkum með athyglisbrest.
Ég ákvað að setja hér inn lýsingar á þeim einstaklingum sem sagðir eru hæfileikaríkir og skapandi og hins vegar ofvirkir með athyglisbrest og hvatvísi.
Það er undarlega mikið líkt með þessu og það kæmi mér ekki á óvart ef að ég hefði sett línu á milli og ekkert á ensku, og beðið fólk um að velja hvora lýsinga það teldi vera um ofvirk börn með athyglisbrest og hvora við hæfileikarík og skapandi börn, að þá gæti nú kanski vafist fyrir sumum að "krossa" rétt við.Þetta eru upplýsingar frá samtökum sem heita
The National Foundation for Gifted and Creative Children
Hér er lýsingin á einkennum þessarra barna sem eru skilgreind/greind sem hæfileikarík og skapandi af síðu samtakanna http://nfgcc.org/index.html
Sýnir yfirvaldi /völdum mótþróa ef að þau eru ekki á lýðræðislegum grundvelli.
f. Forðast oft, mislíkar eða er tregt að framkvæma verkefni sem þarfnast hugarstarfsemi
(eins og heimanám eða verkefni í skólanum).g. Týnir oft hlutum sem það þarf á að halda í starfi eða leik bæði heima og í skóla
C. Einhverjir erfiðleikar vegna einkenna eru til staðar við tvær eða fleiri aðstæður
(t.d. í skóla/vinnu og einnig heima).D. Það verður að vera greinileg klínísk rök fyrir erfiðleika í skóla, námi eða í atvinnu
Hugsa að ég myndi greinast" með velvirkan athyglisbrest? (VVADD)
HÉR ERU NOKKRAR SÍÐUR EINHVERJUM GETUR ÞÓTT ÁHUGAVERÐAR.
http://www.add-adhd.org/ritalin_CHADD_A.D.D.html
THE Da´VINCI method.
Hér er litið á ADD sem styrk eða hæfleika einstaklingsins til að geta horft út fyrir rammann og þessi aðili geti jafnvel komið auga á aðrar lausnir sem að "kassa" einstaklingurinn kemur ekki auga á .
http://www.davincimethod.com/adult-add-adhd.htmlVinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2007 | 01:35
Hvernig lyfjavædda þjóðfélagið orsakaði mitt ADHD.
Árið 1985 voru um 500.000 börn greind með þennan kvilla og sett á einhverja tegund örvandi lyfja, eins og t.d. Ritalin eða Dexedrine, til þess að spekja þau.
Einu skiftin sem mér fannst mér ganga þokkalega var í frímínútum þar sem ég gat hlaupið um,
mér til ánægju.Í skólanum var mér strítt og útskúfaður vegna ofvirkni minnar og einbeitingar örðuleika.
Læknarnir og móðir mín voru viss um að lyfjagjöfin væri ekki rétt.
Svo að skammturinn var stöðugt aukinn, pillu eftir pillu.Forðatöflur, óhúðaðar, og jafnvel blandað saman við í matinn hjá mér.
Sá dagur sem ég hætti á lyfjunum var byrjun á nýju lífi hjá mér.
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.3.2007 kl. 01:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.2.2007 | 20:35
Virkilega gaman að hitta blog(g) vini í dag :-)
Vinir og fjölskylda | Breytt 20.3.2007 kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
10.2.2007 | 06:31
Grænmeti og ávextir ..svoooooooo hollt og gott..eða er það nú svo?
ALMOND / möndlur
APRICOT /aprikósur
CANTALOUPE / kantalópur
CHERRY / kirsuber
GRAPES /vínber
GRAPES (ALL OR UNSPECIFIED)
GRAPES, WINE
MELONS / melónur
NECTARINE /nektarínur
ONION (DRY, SPANISH, WHITE) /laukur
PEACH / freskjur
PLUM (INCLUDES WILD PLUMS)
PRUNE /sveskjur
TOMATO /tómatar
TOMATOES, FOR PROCESSING /tómatar ætlaðir til vinnslu
WATERMELONS /vatnsmelónur
July 9, 2004,
BROCCOLI,
Subj: SPAM: MATERIALS ENTERING EVALUATION PROCESS Vol. 2004- 27
Date: 7/9/2004 2:30:26 PM Central Daylight Time
From: meelist@cdpr.ca.gov
To: meelist@pestreg.cdpr.ca.gov
Sent from the Internet (Details)
July 7, 2004 Vol. 2004- 27
TO: PESTICIDE REGISTRATION AND EVALUATION COMMITTEE MATERIALS ENTERING EVALUATION PROCESS
Tracking Number EPA Registration Number Applicant / Brand Name 207128 - (70810 - 1)
EMERALD BIOAGRICULTURE CORPORATION AUXIGRO WP WETTABLE POWDER
USE:
TYPE:
GAMMA AMINOBUTYRIC ACID, GLUTAMIC ACID
CAS NUMBER(S): 56-12-2, 56-86-0
Original signed by Van Cheney
___________________________
Van Cheney
Pesticide Registration Branch
(916) 445 4400
Vinir og fjölskylda | Breytt 14.1.2009 kl. 03:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
26.12.2006 | 17:12
ROMMKÚLU ÍS- þetta er sko jóla ísinn fyrir þá sem eru hrifnir af romm bragðinu ;-)
ROMMKÚLU ÍS
að hætti Agný.
Með heitri rommkúlu sósu.
6.egg
125.gr dökkur púðursykur.
½ l. rjómi.
1 ds. rommkúlur.(300 gr.)
smá mjólk / rjómi
2. msk. síróp
AÐFERÐ.Byrjið á að þeyta rjómann.
Geymið hann í kæli á meðan egg og sykur eru þeytt saman ljóst og létt.
Á meðan eggja og sykurblandan er að þeytast, bræðið 150 gr. yfir vatnsbaði, passar að nota heitt vatn úr krananum og hafa vatnið svo á minnsta hita.
Þegar rommkúlurnar eru bráðnaðar og þú sett smá mjólk/ rjóma út í , setjið þær þá í pott og bætið ca 2.msk af sírópi út í.
Látið malla þar til kemur smá seigja í sósuna.
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.12.2013 kl. 05:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggvinir
- 666
- annasteinunn
- artboy
- athena
- berglindnanna
- bergthora
- biddam
- birgitta
- bofs
- brylli
- coke
- daystar
- dofri
- doriborg
- ea
- ellyarmanns
- estersv
- fridaeyland
- gammon
- gmaria
- gudrunmagnea
- gullvagninn
- gunnipallikokkur
- habbakriss
- halkatla
- hallarut
- halldorbaldursson
- hallurg
- handtoskuserian
- heida
- heidathord
- heidistrand
- heimskringla
- hjolagarpur
- hlynurh
- hlynurha
- id
- ingo
- ipanama
- ippa
- jensgud
- joninaben
- jorunn
- josira
- kallimatt
- ketilas08
- kiddih
- kiddijoi
- kiddip
- killerjoe
- killjoker
- kiza
- kollaogjosep
- konur
- limped
- lovelikeblood
- lydurarnason
- malacai
- mia-donalega
- molta
- morgunstjarna
- nonniblogg
- ofurbaldur
- olafurfa
- omar
- omarragnarsson
- overmaster
- perlaheim
- poppoli
- prakkarinn
- predikarinn
- proletariat
- ragnargests
- rheidur
- rosabla
- saethorhelgi
- salist
- sigurjonn
- sigurjonth
- sirrycoach
- sjos
- stebbifr
- svarthamar
- sveinnhj
- tharfagreinir
- trollchild
- tru
- upplystur
- vertu
- vglilja
- vitale
- alla
- dufa65
- andres08
- gumpurinn
- danna
- arit-bloggar
- apalsson
- taoistinn
- asgrimurhartmannsson
- heiddal
- brahim
- gattin
- brandarar
- rafdrottinn
- saxi
- eysi
- fafnisbani
- fiskurinn
- geiragustsson
- morgunn
- gudjonelias
- gjonsson
- lostintime
- tilveran-i-esb
- conspiracy
- skodun
- holi
- vulkan
- heim
- hildurhelgas
- drum
- truthseeker
- holmdish
- don
- danjensen
- ingaghall
- johannvegas
- jonasg-egi
- jonasg-eg
- joningic
- jonmagnusson
- alda111
- bisowich
- andmenning
- kristinthormar
- lotta
- ludvikludviksson
- astroblog
- vistarband
- marinomm
- manisvans
- minnhugur
- bylting-strax
- olafur-62
- pallvil
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- sviss
- bjornbondi99
- shhalldor
- infowarrioreggeiri
- sigvardur
- thorthunder
- thee
- tigercopper
- vefritid
- zordis
- tsiglaugsson
- thordisb
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 316022
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
2 dagar til jóla
Um bloggið
Hitt og þetta...aðallega hitt...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Tenglar
Uppáhalds síður
Margvísleg málefni.
Ýmsir vefir.
- Velvirk börn Félag hæfileikaríkra og skapandi einstaklinga
- Heilsubankinn Meðferðar og þjónustuaðilar
- Sannleikurinn minn Fróðleikur um ýmis heilsumál
- Heimasíðan mín Ýmislegt efni.
- Gagnauga Gagnauga er upplýsingavefur um alþjóðamál
- MSSPJALLIÐ Opið Spjallborð um MS
- Ablechild.org Parents for Label and Drug Free Education
- ASPARTAME KILLS Rumsfeld og Aspartame
- Óvenjuleg og umdeild mál 9/11, samsæriskenningar...
- The National Foundation for Gifted and Creative Children Samtök hæfileikaríkra og skapandi barna
- Upplýsingasíða um MSG If MSG isn´t harmful, why is it hidden?
- Spjallborð um 911 og ýmislegt plott
- Þessi síða er alveg must read ýmislegt sem þú sérð bara hér
- The SPECTRUM Ýmsar greinar
- Label Me Sane Fjallað um ofnotkun lyfja.
- Alliance for Human Research Protection Samtök gegn tilraunum á fólki
- Organic Consumers Association Neytendasamtök fyrir lífrænt
- Freedom Or Facism ? Frelsi eða Facismi?
- Health Truth Revealed Hulunni svipt af heilsu málefnum
- Quackpot Watch "The last days of the Quackbusters "
- True Torah Jews/Jews Against Zionism Traditional Jews Are Not Zionists
- Question 911.com Free DVD download / frítt niðurhal
Talnaspeki / Numerology
Fróðleikur um þessa speki
- Sun - Angel Numerology Frítt dæmi þarna
- Free Numerology Reading Meira en bara talnaspeki..
- Your Reading / Agny Lýsingin á mér...
- INDIGO intentions Tarot, numerology, Indigo children, Reiki, Angels reading
Fyndið stuff.
Myndir, brandarar og glens.
- Cartoons Teiknimyndir
Andleg málefni
Allt sem tengist þeim málum.
- AEROSOL OPERATION CRIMES & COVER-UP SPRAYING US AS A BUG..
- Crystalinks Þessi síða er hreinlega með allt.
- Tarot Cards & Free Readings Frí Tarot spá
- Mind Power News Kraftur hugans.
- Progressive Awareness Research Allt mögulegt andans stuff.
- Tilvitnanir / quotes Ýmsar tilvitnanir
- New Jersey ghost hunter center Drauga "veiðar"
- The Tree of the Golden Light Ýmis andleg mál
- Mayan Calendar Articles Tímatal Mayanna
Stjörnuspeki / Astrology
Fróðleikur um þessa speki.
- The Future Minders Frítt dæmi þarna
Síður um ADD / ADHD
Upplýsingar um athyglisbrest / ofvirkni.
- Dr. Mary Ann Block ,, Find the course, fix the problem".
- A Multisensory Learning Program Kennslugögn fyrir ADD / Autism / Dyslexia
- Exposing the Fraud of ADD and ADHD Fred A. Baughman Jr., MD Neurologist, Pediatric Neurology
- Stimulant Drugs for ADHD and ADD Örvandi lyf við ADHD og ADD
- "Are Psychiatrists Betraying Their Patients?" Eru geðlæknar að svíkja sjúklingana sína?
- "Our Toxic World" " Okkar eitraði heimur"
- No proof mental illness rooted in biology Engin líffræðileg sönnun fyrir geðsjúkdómum
- Death From Ritalin Snannleikurinn á bak við ADHD
- Methylphenidate ( virka efnið í Ritalin) Drug and Chemical Evaluation Section
- What Drugmakers of ADD & ADHD Drugs vilja ekki að þú vitir
- Answers for ADHD Questions Svör við ADHD spurningum.
SSRI lyf og önnur þunglyndislyf
Ýmsar síður um hugarfars breytandi lyf.
- Dangerous Medicine forum Spjallborð
- Antidepressants Facts Staðreyndir um þunglyndislyf.
- SSRI Stories Ekki er sannleikurinn fallegur...
- International Coalition For Drug Awareness Verum meðvituð ...
- PROTECT YOUR CHILDREN NOW Verndum börnin okkar!!
- THE DARK SIDE OF PSYCHIATRY Dökka hlið geðlækninganna
- How psychiatry is making drug addicts out of America´s shool children Amerísk skólabörn gerð að læknadóps fíklum.
- Psyhchiatric Drug Side Effects Search Engine.
- Psyhchiatric Drug Side Effects Search Engine. SEARCH ENGINE
Asperger syndrome og Autism
Síður sem fjalla um Asperger og einhverfu
- Aspergers Syndrome in Children Góð síða (mín skoðun)
Blogg úr ýmsum áttum..
Vinir / áhugaverðir einstaklingar.
- Sigurjón Þórðar.
- Nornin
- Tigra
- Anna panna
- Þarfagreinir
- Katrín ódæla
- Klisja
- Olasteina "Fjarskyld frænka"
- Nornin Vinkona af Baggalút.
- Geiri 3d.
- Laramin
- Sigunzo
- Ditto bloggar Yndisleg og spes manneskja.
AGLOCO
- AGLOCO Borgað fyrir að browsa..
http://skorrdal.com/
MICROCHIP - RFID
- Microchip Implants News Articles MIND CONTROL; ÖRFLÖGUMERKINGAR; RFID
UMDEILD MÁLEFNI
- WIDE EYE CINEMA WIDE EYE CINEMA is dedicated to showcasing the very best alternative truth-related documentaries & cinema uploaded onto the World-Wide Web.
MY FAVORITE SITES
- This site is number 1 on 10 black list sites of US gov. Here you find it all.Specially what the elite do not want you to find
- Alvaran Forum about what some call conspiracy
- Prophecies of Sollog Sollog is a POLITICAL PRISONER of the USA!
- Ingaoramas video VIDEOS
- So you wanna talk conspiracies? try this on for size. JUST GO THERE...
- ConCen An eye openinger
- What you should not know...is here.. Knowing litle about lot is better than know lot about a little...
HAARP
- Chemtrails Data Page Chemtrails - Frequently Asked Questions
CHEMTRAILS
- CHEMTRAIL CENTRAL Þetta er forum um Chemtrails og málefni tengd efna úðun úr lofti..
- Chemtrails news, articles and information Cemtrails=Efnarákir
- CHEMTRAILS -HAARP-GEOENGIERING-DEPOPULATION AT WORK CHEMTRAILS síða- fyrrverandi FBI starfsmaður leysir t.d. frá skjóðunni- núna látinn..
- Efnaúðun -veðurfarsstjórnun í gegnum chemtrails Cemtrails=Efnarákir- Ísland er ekki undanskilið þessu ógeði!
- Chemtrails = Aerosol spraying to change the atmosphere. Chemtrails = Aerosol spraying of barium, "fibers", pathogens.
- Efnaúðun -veðurfarsstjórnun í gegnum chemtrails Cemtrails=Efnarákir
TRANSLATE-ÞÝÐA
- Translate your website into 52 languages Just copy and paste the Translate This Button anywhere on your site, it's free and easy. There are no files to upload and it works on almost any website. The Translate This Button is a lightweight JavaScript translation widget. It translates any page quickly using Ajax and the brilliant Google Translate.
VERICHIP-WE THE PEOPLE WILL NOT BE CHIPPED!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heilsumálefni
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óvenjuleg og umdeild mál
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði