Færsluflokkur: Ljóð
25.10.2008 | 01:34
"Krúttlega" kynslóðin...
"Krúttlega" kynslóðin vill klapp á kollinn
krúttið mitt...hegðaðu þér nú betur.
Því miður..þú fórst í sollinn..
það er núna kominn vetur......
Krúttkynslóðin" er rangnefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.10.2008 | 23:18
,, VAR ÞAÐ ÞESS VIRÐI ÞÚ VÍKINGUR ÚTRÁSARINNAR"?
Sálmur
Var það þess virði
þú víkingur útrásarinnar
að láta land þitt að veði
svo legið þú gætir á allsnægtabeði
og kjamsað á ávöxtum ágirndar þinnar?
Var það þess virði
að veðsetja allt sem er dýrast
hneppa þjóð þína í helsi
hrifsa burt stolt hennar,
manndóm og frelsi
svo aleinn þú fengir í höllum að hírast?
Var það þess virði
að veita þér allt sem þú þráðir
ánetjast gleði og glaumi
gjálífið þreyja í óminnisdraumi
uppskeru njóta, þó engu þú sáðir?
Var það þess virði
að verða svo sjúklega ríkur
að eignast allt þetta glingur?
Er ekki í hjarta þér dulítill stingur?
Því sá á jú ekkert, sem yndið sitt svíkur.
(HÖF. ÓKUNNUR)
Ljóð | Breytt s.d. kl. 23:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
9.6.2007 | 00:16
ÝMIS GULLKORN og VISKUSETNINGAR.
Fyrirgefning breytir ekki því liðna, en hún stækkar framtíðina.
Kvartaðu ekki yfir eymd heimsins, farðu heldur og bættu úr henni.
Fernt er til gott í heimi hér: gamall viður í arineld, gamalt vín til að
dreypa á, gamlar bækur til að glugga í og gamlir vinir sem treysta má.
Af öllum þeim gæðum sem okkur veitir viturleg forsjá til ánægjuauka er
vináttan dýrmætust.
Ástlaus erum við dauðleg, ódauðleg þegar við elskum.
Nýkviknuð ást er ólgandi og villt, með aldrinum verður hún tær og stillt.
Ef þú átt 2 peninga skaltu kaupa brauð fyrir annan og blóm fyrir hinn, brauð til þess að lifa á og blómið til þess að lífið sé þess virði að því sé lifað.
Fólk notar peninga sem það á ekki til þess að kaupa hluti sem það hefur ekkert með að gera, til þess að ganga í augun á fólki sem því er ekkert um gefið..
Allir eiga tvennskonar vini: Þá sem eru við hendina þegarþú þarft á þeim að halda og þá
sem eru við hendina þegar þeir þurfa á þér að halda.
Gifting er happdrætti þar sem maðurinn hættir frelsi sínu, og konan hamingju sinni...
Aðal munurinn á drengjum og fullorðnum mönnum er verðmunurinn á leikföngunum þeirra.
Maður móðgar konu horfi maður of mikið á þær og særir þær horfi maður ekki nóg á þær.
Á flugi sýnast sumir sem ernir, en reynast svo vera kjúklingar er þeir lenda.
Karlmenn með skalla eru þeir sem þora ekki að standa upp í hárinu á konunni sinni, og
verða því að vaxa upp úr eigin hári..
Það má þekkja mann betur á því sem hann segir um aðra, en því sem aðrir segja um hann.
Það er ósiðlegt að fórna orðstír náunga síns til þess eins að vera skemmtilegur.
Það sem fólk segir um þig á bak er staða þín í þjóðfélaginu.
Það eru til konur sem eru næstum því eins miklar kjaftakerlingar og karlmenn
Karlmaður rægir óvini sína, kona rægir vinkonur sínar.
Sá sem ætlar að segja sannleikann, segir mikið í stuttu máli.
Þegar slúðursögur verða gamlar breytast þær í goðsögn.
Kjaftakerling segir aldrei ósatt - geti sannleikurinn valdið jafn miklu tjóni.
Munurinn á fréttum og sögusögnum felst í því hvort þú segir þær eða heyrir þær.
Orðrómur er fréttaþjónusta hinna minni máttar.
Rógberinn gerir útaf við heiðarlegt fólk með hvísli.
Sá sem flytur þér fréttir af öðrum, flytur öðrum fréttir af þér.
Talaðu um aðra og þú ert kjaftakind, talaðu um sjálfan þig og þú ert öllum til ama.
Munurinn á frétt og slúðursögn felst í því hvort þú hækkar eða lækkar röddina.
Enginn þykist hafa áhuga á slúðursögum en samt virðast allir njóta þeirra.
Sár eftir hnífstungu getur gróið en sár vegna söguburðar ekki.
Almenningur trúir hverju sem er nema sannleikanum.
Syndin á sér mörg verkfæri, en lygin er handfangið á þeim öllum.
Tortryggnin heldur að sannleikurinn sé lygi, trúgirnin heldur að lygin sé sannleikur.
Mesti lygari heimsins heitir : ,, Fólk segir.
Ár renna í eina átt, söguburður í margar áttir.
Enginn fer með kjaftasögur um um leyndar dyggðir annarra.
Söguburður snertir ekki hina dauðu, en getur valdið dauða þeirra sem lifa.
Talaðu ekki um sjálfan þig í samkvæmi, það verður gert þegar þú ert farinn.
Fólk trúir hverju sem vera skal, sé því bara hvíslað.
Ljóð | Breytt 13.6.2007 kl. 12:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.5.2007 | 10:10
Light in the dark.
Light in the dark.
When you are,
sad in
the darkness.
Then remember:
You only
need,
little
of light,
and love.
For to
morrow,
light
will indeed,
with its
brightness,
win the
fight.
Copyright ©2007 Ingibjorg Gunnlaugsdottir
Ljóð | Breytt 31.12.2015 kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
31.3.2007 | 18:24
" Minni kvenna" ... það sem segir hér fittar sko nokkuð vel :-)
Ljóð | Breytt 7.4.2007 kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.3.2007 | 21:42
Húsmóðurstörfin erfiðari en skipstjórn..., heimilisskútunni erfitt er að stjórna.. :-)
Hann var í fríi og lá í landi
að leysa af heima var enginn vandi,
konan var að því komin að fæða
og hvergi um húshjálp að ræða.
En hvað munar karlmann um kerlingarstörfin
þó kannski sé stundum fyrir þau þörfin?
Konan var heima og hafði engu að sinna
nema hugsa um krakka, það er ekki vinna.
Hún sagði:
aðeins hjá börnunum heima að vera.
Ég er búin að öllu, þvo og þjóna,
þú þarft ekki að bæta, sauma eða prjóna.
Matur er útbúinn allur í kistunni,
það ætti að duga svona í fyrstunni.
Aðeins að líta eftir öngunum átta,
ylja upp matinn og láta þau hátta.
Nú skyldi hann hafa það náðugt og lesa,
og ná sér í ærlegan skemmtipésa.
Hann var ekki sestur og var nokkuð hissa
er vældi í krakka ,,ég þarf að pissa."
Vart þeirri athöfn var að ljúka
er veinaði annar ,, Ég þarf að kúka."
Þarna var enginn einasti friður,
ef ætlaði hann að tylla sér niður.
Dagurinn leið svo í sífelldum önnum,
sem ei voru bjóðandi mönnum.
Þvílikt og annað eins aldrei í lífinu,
útstaðið hafði hann í veraldarkífinu.
Ölduna stíga í ósjó og brælum,
var ekkert hjá þessu, það kallaði hann sælu.
En þeytast um kófsveittur, skammtandi og skeinandi,
skiljandi áflogaseggina veinandi!
Ef eitt þurfti að éta, varð annað að skíta,
og engin friður í bók að líta.
En hún sagði ,,Elskan þú þarft ekkert að gera,
aðeins hjá börnunum heima að vera."
Nú voru krakkarnir komnir í rúmið,
kyrrlátt og sefandi vornætur húmið.
Seiddi í draumheimana angana átta
en ekki var pabbi farinn að hátta.
Hann stóð þarna úfinn, úrvinda og sveittur,
yfir sig stressaður,svangur og þreyttur,
og horfði yfir stofuna ,,hamingjan sanna
hér á að teljast bústaður manna."
"Það skyldi hann aldrei á ævinni gera
í afleysingu slíkri sem þessari vera,
þó væri í boði og á þvi væri raunin
að þau væru tvöfölduð skipstjóralaunin"
En þetta á konan kauplaust að vinna,
og kallað að hún hafi engu að sinna.
Af daglangri reynslu hans virtist það vera,
að það væri stundum eitthvað að gera.
Áfram með störfin ótt líður tíminn,
Æ aldrei friður, nú hringir síminn.
Halló, var sagt, það er sætt ég túlka,
þér er sonur fæddur og yndisleg stúlka.
Hann settist á stól og fann til svima og klígju,
hvað sagði hún? Að krakkarnir væru orðnir tíu,
Ég þarf að taka til öruggra varna,
ég ákveð á stundinni að hætta að barna.
Ljóð | Breytt 9.4.2007 kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2007 | 01:35
Þroskasaga karlkynsins á hinum ýmsu tugum :-)
Rakst á þetta hér sem rekur þroskasögu karla í bundnu máli en eftir hvern það er veit ég ekki .
1.
Barnaskólaárin eru mörgum fersk í minni
því miklar verða breytingarnar á líkamsstarfseminni.
Mörgum fer þá bráðlega að leiðast lestrarstritið
þá læðist gjarnan inn í kroppinn fyrsta hvolpavitið .
2.
Svo í kringum fermingu þá fá menn bassaróminn
og finnast þeir vera tilbúnir til að kenna leyndardóminn.
En þetta er oftast klúður og klaufalegir fundir
því kynlífið á líka sínar raunalegu stundir .
3.
Fram að tvítugsaldri er talsvert um að vera
taumleysið er algert og mikið oft að gera.
Núna er það fjöldinn sem mestu skiftir
og mörgu Grettistaki lyftir .
4.
Frá tvítugu til þrítugs blómstrar lífsins leikur
löngunin er stöðug og andi holdsins veikur.
Þú lætur eins og knapi á ljónfjörugum hesti
þig langar að gera það á klukkutímafresti .
5.
Frá þrítugu til fertugs eru gjarnan góðar stundir
geysilegur vilji og margir ástarfundir.
Af talsvert meiri nákvæmni þú tilfinningar metur
þú treinir þetta lengur, þu gerir þetta betur .
6.
Síðan næsta tímabil fram að fimmtugsaldri
finnst þér alveg sjálfsagt að beita nýjum galdri
kroppurinn er fullur af fiðringi og vonum
þú ferð að vilja sofa hjá miklu yngri konum .
7.
Þessi löngun fylgir þér fram á sextugsaldur
þér finnst þú vera töffari og svakalega kaldur.
Um sextugt fer að hrella þig viðsjáll vöðvaslaki
þú verður oftar þreyttur og tollir illa á baki .
8.
Um sjötugsaldur finnst þér aftur fjörið vera að lægja
þú ferð nú yfirleitt að láta gömlu brýnin nægja.
Það miðar hægt ef vindurinn stendur beint í stefnið
þú stundar þetta bara til að halda þér við efnið .
9.
Um árætt virðist sjálfsagt að hafa hug á konum
í hjartanu er ylur og löngunin að vonum.
þér finnst það slifta máli hjá meyjunum að vera
en mannst stundum ekki hvað þú ætlaðir að gera .
10.
Eftir þennan tíma er löngun best að leyna
og láta ekki glepjast þó konan vilji reyna.
Í átökunum getur sálin gengið öll úr lagi
þú gætir orðið bráðkvaddur úr elli"reiðar"slagi.
Þá vitum við það hvernig karlar eru á öllum áratugum
munum það svona á góðum stundum
og á hinum ýmsu fundum
Kveðja Agný.
Ljóð | Breytt 22.3.2007 kl. 19:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
21.12.2006 | 11:00
Orðablóm kærleikans. Höfundur Agný
Þar sem það eru ansi margir sem hafa "kvatt" þennan heim á mjög svo stuttum tíma og margir muna sitja með sorg í hjarta, á þessum jólum þá ákvað ég að setja þetta sem ég skrifaði sem eftir að bróðir minn dó aðeins 10 ára gamall.
Ástæðan fyrir mínum skrifum var að ég var svo heppin að við kvöddumst svo vel bara 1 tíma áður en hann dó. Sú stund er enn greypt í minn huga og það varð einhvern veginn að kveikjunni að þessum skrifum hér að neðan.
Hvort sem þessi skrif geti hjálpað einhverjum í þeirra sorg veit ég ekki, en þessi skrif eru kanski líka smá áminning um það að segja alltaf "bless" því að maður veit jú aldrei hvenær maður kveður í hinsta sinn.
Mér bara fannst ég verða að láta þetta hér, kanski af því að ég sjálf er búin að vera að fylgja til grafar 2 aðilum á 1 viku, sem voru í blóma lífsins ef þannig má að orði komast.
Orðablóm kærleikans til þín.
Í kirkjunni sérðu sorgarinnar tómu tárvotu augun, allra fallegu, en ósögðu orðanna.
Orðanna sem ég ekki sagði. Ég legg afskorin blóm, blóm dauðans á gröf þína,
græt vegna orðablómanna sem ég gaf þér ekki meðan ég gat.
Ég beið of lengi með að gefa þér kærleikans orðablóm, svo að nú færð þú bara eftirlíkingu allra fallegu orðanna, sem ég ekki sagði, en vildi sagt hafa.
Hélt ég hefði nægan tíma, en tíminn varð á undan mér.
Eitt af þessu hef ég lært, með tárvot augu, gefðu orðablóm kærleikans meðan þú getur.
Ekki bíða svo lengi að ég verði í gröfina komin, og gefa mér þá blóm,
sem liggja á gröf minni eina andrá, næstu stund horfin.
Gefðu mér frekar orðablóm, blóm, sem fylgja mér áfram á nýjum stað um eilífð alla.
Þá getur þú glaðst og brosað við gröf mína, vitandi að ég vissi og veit,
hug þinn og hjarta til mín alltaf.
Því þá veist þú, að ég veit. Þá getur þú brosað gegnum tárin og glaðst með mér, þó að ég sé flutt, en aldrei farin, því þú gafst mér orðablóm kærleikans.
Ekki bíða svo lengi að þú þurfir að láta þér nægja afskorin blóm.
Ef þú bíður of lengi, þá veist þú ekki að ég veit, hug þinn og tilfinningar allar til mín.
En þú veist ekki að ég veit, þess vegna situr þú með tárvot augu og sorg í hjarta, við gröf mína, í stað þess að geta glaðst með mér og brosað gegnum tárin, og þakkað fyrir öll árin og tímann sem áttum saman.
Ef við gefum öllum orðablóm kærleikans,
þurfum við ekki að sitja í kirkjunni með tárvot augu ,
orðanna fallegu, en ósögðu.
Ljóð | Breytt 1.6.2010 kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
- 666
- annasteinunn
- artboy
- athena
- berglindnanna
- bergthora
- biddam
- birgitta
- bofs
- brylli
- coke
- daystar
- dofri
- doriborg
- ea
- ellyarmanns
- estersv
- fridaeyland
- gammon
- gmaria
- gudrunmagnea
- gullvagninn
- gunnipallikokkur
- habbakriss
- halkatla
- hallarut
- halldorbaldursson
- hallurg
- handtoskuserian
- heida
- heidathord
- heidistrand
- heimskringla
- hjolagarpur
- hlynurh
- hlynurha
- id
- ingo
- ipanama
- ippa
- jensgud
- joninaben
- jorunn
- josira
- kallimatt
- ketilas08
- kiddih
- kiddijoi
- kiddip
- killerjoe
- killjoker
- kiza
- kollaogjosep
- konur
- limped
- lovelikeblood
- lydurarnason
- malacai
- mia-donalega
- molta
- morgunstjarna
- nonniblogg
- ofurbaldur
- olafurfa
- omar
- omarragnarsson
- overmaster
- perlaheim
- poppoli
- prakkarinn
- predikarinn
- proletariat
- ragnargests
- rheidur
- rosabla
- saethorhelgi
- salist
- sigurjonn
- sigurjonth
- sirrycoach
- sjos
- stebbifr
- svarthamar
- sveinnhj
- tharfagreinir
- trollchild
- tru
- upplystur
- vertu
- vglilja
- vitale
- alla
- dufa65
- andres08
- gumpurinn
- danna
- arit-bloggar
- apalsson
- taoistinn
- asgrimurhartmannsson
- heiddal
- brahim
- gattin
- brandarar
- rafdrottinn
- saxi
- eysi
- fafnisbani
- fiskurinn
- geiragustsson
- morgunn
- gudjonelias
- gjonsson
- lostintime
- tilveran-i-esb
- conspiracy
- skodun
- holi
- vulkan
- heim
- hildurhelgas
- drum
- truthseeker
- holmdish
- don
- danjensen
- ingaghall
- johannvegas
- jonasg-egi
- jonasg-eg
- joningic
- jonmagnusson
- alda111
- bisowich
- andmenning
- kristinthormar
- lotta
- ludvikludviksson
- astroblog
- vistarband
- marinomm
- manisvans
- minnhugur
- bylting-strax
- olafur-62
- pallvil
- ljosmyndarinn
- perlaoghvolparnir
- sviss
- bjornbondi99
- shhalldor
- infowarrioreggeiri
- sigvardur
- thorthunder
- thee
- tigercopper
- vefritid
- zordis
- tsiglaugsson
- thordisb
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 4
- Sl. sólarhring: 21
- Sl. viku: 107
- Frá upphafi: 316293
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 84
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
337 dagar til jóla
Um bloggið
Hitt og þetta...aðallega hitt...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Nýjustu albúmin
Tenglar
Uppáhalds síður
Margvísleg málefni.
Ýmsir vefir.
- Velvirk börn Félag hæfileikaríkra og skapandi einstaklinga
- Heilsubankinn Meðferðar og þjónustuaðilar
- Sannleikurinn minn Fróðleikur um ýmis heilsumál
- Heimasíðan mín Ýmislegt efni.
- Gagnauga Gagnauga er upplýsingavefur um alþjóðamál
- MSSPJALLIÐ Opið Spjallborð um MS
- Ablechild.org Parents for Label and Drug Free Education
- ASPARTAME KILLS Rumsfeld og Aspartame
- Óvenjuleg og umdeild mál 9/11, samsæriskenningar...
- The National Foundation for Gifted and Creative Children Samtök hæfileikaríkra og skapandi barna
- Upplýsingasíða um MSG If MSG isn´t harmful, why is it hidden?
- Spjallborð um 911 og ýmislegt plott
- Þessi síða er alveg must read ýmislegt sem þú sérð bara hér
- The SPECTRUM Ýmsar greinar
- Label Me Sane Fjallað um ofnotkun lyfja.
- Alliance for Human Research Protection Samtök gegn tilraunum á fólki
- Organic Consumers Association Neytendasamtök fyrir lífrænt
- Freedom Or Facism ? Frelsi eða Facismi?
- Health Truth Revealed Hulunni svipt af heilsu málefnum
- Quackpot Watch "The last days of the Quackbusters "
- True Torah Jews/Jews Against Zionism Traditional Jews Are Not Zionists
- Question 911.com Free DVD download / frítt niðurhal
Talnaspeki / Numerology
Fróðleikur um þessa speki
- Sun - Angel Numerology Frítt dæmi þarna
- Free Numerology Reading Meira en bara talnaspeki..
- Your Reading / Agny Lýsingin á mér...
- INDIGO intentions Tarot, numerology, Indigo children, Reiki, Angels reading
Fyndið stuff.
Myndir, brandarar og glens.
- Cartoons Teiknimyndir
Andleg málefni
Allt sem tengist þeim málum.
- AEROSOL OPERATION CRIMES & COVER-UP SPRAYING US AS A BUG..
- Crystalinks Þessi síða er hreinlega með allt.
- Tarot Cards & Free Readings Frí Tarot spá
- Mind Power News Kraftur hugans.
- Progressive Awareness Research Allt mögulegt andans stuff.
- Tilvitnanir / quotes Ýmsar tilvitnanir
- New Jersey ghost hunter center Drauga "veiðar"
- The Tree of the Golden Light Ýmis andleg mál
- Mayan Calendar Articles Tímatal Mayanna
Stjörnuspeki / Astrology
Fróðleikur um þessa speki.
- The Future Minders Frítt dæmi þarna
Síður um ADD / ADHD
Upplýsingar um athyglisbrest / ofvirkni.
- Dr. Mary Ann Block ,, Find the course, fix the problem".
- A Multisensory Learning Program Kennslugögn fyrir ADD / Autism / Dyslexia
- Exposing the Fraud of ADD and ADHD Fred A. Baughman Jr., MD Neurologist, Pediatric Neurology
- Stimulant Drugs for ADHD and ADD Örvandi lyf við ADHD og ADD
- "Are Psychiatrists Betraying Their Patients?" Eru geðlæknar að svíkja sjúklingana sína?
- "Our Toxic World" " Okkar eitraði heimur"
- No proof mental illness rooted in biology Engin líffræðileg sönnun fyrir geðsjúkdómum
- Death From Ritalin Snannleikurinn á bak við ADHD
- Methylphenidate ( virka efnið í Ritalin) Drug and Chemical Evaluation Section
- What Drugmakers of ADD & ADHD Drugs vilja ekki að þú vitir
- Answers for ADHD Questions Svör við ADHD spurningum.
SSRI lyf og önnur þunglyndislyf
Ýmsar síður um hugarfars breytandi lyf.
- Dangerous Medicine forum Spjallborð
- Antidepressants Facts Staðreyndir um þunglyndislyf.
- SSRI Stories Ekki er sannleikurinn fallegur...
- International Coalition For Drug Awareness Verum meðvituð ...
- PROTECT YOUR CHILDREN NOW Verndum börnin okkar!!
- THE DARK SIDE OF PSYCHIATRY Dökka hlið geðlækninganna
- How psychiatry is making drug addicts out of America´s shool children Amerísk skólabörn gerð að læknadóps fíklum.
- Psyhchiatric Drug Side Effects Search Engine.
- Psyhchiatric Drug Side Effects Search Engine. SEARCH ENGINE
Asperger syndrome og Autism
Síður sem fjalla um Asperger og einhverfu
- Aspergers Syndrome in Children Góð síða (mín skoðun)
Blogg úr ýmsum áttum..
Vinir / áhugaverðir einstaklingar.
- Sigurjón Þórðar.
- Nornin
- Tigra
- Anna panna
- Þarfagreinir
- Katrín ódæla
- Klisja
- Olasteina "Fjarskyld frænka"
- Nornin Vinkona af Baggalút.
- Geiri 3d.
- Laramin
- Sigunzo
- Ditto bloggar Yndisleg og spes manneskja.
AGLOCO
- AGLOCO Borgað fyrir að browsa..
http://skorrdal.com/
MICROCHIP - RFID
- Microchip Implants News Articles MIND CONTROL; ÖRFLÖGUMERKINGAR; RFID
UMDEILD MÁLEFNI
- WIDE EYE CINEMA WIDE EYE CINEMA is dedicated to showcasing the very best alternative truth-related documentaries & cinema uploaded onto the World-Wide Web.
MY FAVORITE SITES
- This site is number 1 on 10 black list sites of US gov. Here you find it all.Specially what the elite do not want you to find
- Alvaran Forum about what some call conspiracy
- Prophecies of Sollog Sollog is a POLITICAL PRISONER of the USA!
- Ingaoramas video VIDEOS
- So you wanna talk conspiracies? try this on for size. JUST GO THERE...
- ConCen An eye openinger
- What you should not know...is here.. Knowing litle about lot is better than know lot about a little...
HAARP
- Chemtrails Data Page Chemtrails - Frequently Asked Questions
CHEMTRAILS
- CHEMTRAIL CENTRAL Þetta er forum um Chemtrails og málefni tengd efna úðun úr lofti..
- Chemtrails news, articles and information Cemtrails=Efnarákir
- CHEMTRAILS -HAARP-GEOENGIERING-DEPOPULATION AT WORK CHEMTRAILS síða- fyrrverandi FBI starfsmaður leysir t.d. frá skjóðunni- núna látinn..
- Efnaúðun -veðurfarsstjórnun í gegnum chemtrails Cemtrails=Efnarákir- Ísland er ekki undanskilið þessu ógeði!
- Chemtrails = Aerosol spraying to change the atmosphere. Chemtrails = Aerosol spraying of barium, "fibers", pathogens.
- Efnaúðun -veðurfarsstjórnun í gegnum chemtrails Cemtrails=Efnarákir
TRANSLATE-ÞÝÐA
- Translate your website into 52 languages Just copy and paste the Translate This Button anywhere on your site, it's free and easy. There are no files to upload and it works on almost any website. The Translate This Button is a lightweight JavaScript translation widget. It translates any page quickly using Ajax and the brilliant Google Translate.
VERICHIP-WE THE PEOPLE WILL NOT BE CHIPPED!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heilsumálefni
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Óvenjuleg og umdeild mál
- Samgöngur
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði