Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Smá pælingar um blogg og spjallborð ..

Hvað erum ég/ við /þið í netheimum.....erum við það sama hér og i raunheimum?
Eða er það hluti af okkar  persónuleika sem við  opinberum ekki í raunheimum?
Smá pælingar um það sem býr að baki nikkum á  spjallborðum almennt...Eða bloggi,  þó að þar sé ekki sama nafnleyndin ..
Sumir eru að skrifa það sem þeir fá ekki tækifæri á að tjá sig um svona dagsdaglega og ná að gera það á netinu í skjóli nafnleyndar. Aðrir leyfa þeim karakter sem er innra með þeim en viðkomandi ekki alveg tilbúinn að viðurkenna að sé partur af viðkomandi, hann kemur kanski hér fram..
í skjóli nafnleyndar.. svona svipað og þegar sumir nota vínið sem afsökun fyrir því að gera hluti sem viðkomandi þorir ekki að viðurkenna að hann langi til. Alltaf hægt að segja eftir helgina "ég gerði þetta af því að ég var svo fullur/full"..
Vínið notað sem afsökun til að gera það sem viðkomandi kanski langaði til að gera, en getur ekki útaf persónulegum ástæðum og/eða þjóðfélagslegum.. Svo eru sumir sem í skjóli eigin nafnleyndar rakka þá niður sem þora að koma undir raunheimanafni, er það öfund sem knýr viðkomandi, eða þorir viðkomandi að rakka fólk niður í skjóli eigin nafnleyndar en smjaðrar svo fyrir sama aðila dagsdaglega?
Gleymum ekki einu, hvað við erum öll viðkvæm fyrir baktali og slúðri, það spilar stóran þátt og líka að "ég ætla sko ekki að vera fyrri til að segja eitthvað við þessa eða heilsa henni/honum" því að ég ætla sko ekki að gera mig að fífli ef að viðkomandi vildi sko alls ekki tala við mig .
Hvað ef að hinn aðilinn hugsar það sama, báðir fastir í fordómunum um að vera fífl.
Til eru tvennskonar "fífl" annað sem þegir en hitt sem talar (blaðrar), málið er að þú veist ekkert um þegjandi/þumbaralega fíflið, en því sem talar gæti haft ýmislegt til málanna að leggja. Þannig séð að þá skiftir í raun ekki máli á hvorn háttinn maður gerir sig að "fífli"...Sóa kanski mörgum árum í það að bíða eftir að hinn aðilinn sé fyrri til að brjóta ísinn sem endar svo á því að útkoman er ísöld þeirra á milli..
Afhverju ekki að taka sénsinn á því að vera fífl í annarra augum og geta kanski átt vin til æfiloka fyrir að brjóta ísinn í stað þess að skapa ísöld?
Hvort viljum við gera okkur að þegjandi fíflum eða talandi, er kanski stærsta spurningin hér..
Það er bara einn munur á fíflum að mínu mati. Sá sem talar gæti slæmst á að segja eitthvað gáfulegt, en með þegjandi fíflið veistu aldrei neitt, hvort viðkomandi hefur vit á því að þegja eða hefur ekki nægt vit til að tjá sig....Svo hefur fólk jú  mismikla þörf fyrir að opinbera sig og sitt líf hér í netheimum sem í raunheimum. Sumir hafa meiri en aðrir og það er svo sem í lagi mín vegna, en virðist samt illa séð af mörgum. Þeir sem gera það hér eru kanski einmitt þeir sem fá aldrei færi eða þora ekki að gera það í daglega lífinu..
Kanski eru sumir hér sem skrifa að fá útrás fyrir þátt í sínum persónuleika sem þeir eiga ekki auðvelt með annarsstaðar, en þora því í skjóli nafnleynda.  Svo eru líka sumir sem virðast gjörsamlega verða að vefnum (kóngulóarvefnum) samlagast og samlitast og viti ekki hvað eru netheimar eða raunheimar.  Svona álíka og sumt fólk sem er með einhvern sjúkdóm, það er ekki bara með sjúkdóm heldur verður sjukdómurinn og sjúkdómurinn eini og besti vinurinn og þetta fólk keppist við að næra og fæða þennan vin sem best þeir geta .
Svo er til fólk sem er algjörlega allt annar karakter á netinu og í netheimum.
Verður svona þriðja persóna , talar aldrei nema í þriðju persónu.
Ég tel að það sé vegna þess að viðkomandi finnst hann einskis verður og ekki eiga neinn tilverurétt.
Viðkomandi verður að standa fyrir utan sjálfan sig til að geta talað um sín persónulegu mál, sem að ansi margir túlka þá oft að viðkomandi sé að djóka, þegar raunin er allt önnur...
Ástæðan getur verið sú að viðkomandi hafi aldrei upplifað að vera velkominn neins staðar, allavega ekki á sínum forsendum.
Þá getur hann fallið inn í það að fara út í það að leika svona cg tala alltaf/oftast um sjálfan sig í þriðju persónu.. Þessum aðila finnst kanski aldrei að hann eigi rétt á að vera í fyrsta sæti..
fyrst koma allir hinir, svooooooooooo kemur hann. Þessi aðili gefur sjálfum sér aldrei tilverurétt, hann er bara hér hvort sem homum líkar betur eða verr.
Hvernig væri að við færum að muna eftir því að lesa yfir það sem við höfum skrifað áður en við ýtum á ENTER, og ef að okkur myndi ekki líka að fá það framan í okkur sem við ætlum að setja á netið, þá er best að sleppa að ýta á ENTER.
Gefum okkur að við segjum vissa hluti hér um og við vissa aðila sem að við myndum kanski ekki gera augliti til auglitis og í eigin persónu.
Erum við kanski frakkari að dæma aðra og áætla persónugerð þessa eða hins, í skjóli eigin nafnleyndar? Leyfum okkur kanski að vera frakkari og kjaftforari? Stundum því miður bara dónaleg. Við sem flokkumst undir að vera fullorðin hegðum  okkur því miður bara alls ekki alltaf þannig að við myndum kæra okkur um að börnin eða barnabörnin okkar læsu það sem við/þeir láta frá sér  fara..
Það að vera fullorðinn þýðir ekki að maður sé fullkomin/nn ..
Það er svo sem í lagi að fá útrás fyrir hitt og þetta en reynum að meiða engan á sálinni með orðum okkar.
Munum að tungan er oft beittara vopn, en sverðið.
Munum að aðgát skal höfð í nærveru sálar, hvort sem er í net- eða raunheimum .
Munum eitt kæru netverjar að á baki hverju nikki þá býr lifandi vera með tilfinningar,
jafn særanlegar og okkar eigin.
Megi allir finna frið í sínu hjarta og sál, fyrr verður ekki friður í heiminum almennt...
Hann þarf að koma innan frá og dreifast út á við...
Þetta eru bara mínar pælingar og þurfa ekki að meika neinn sens fyrir aðra.
Ja kanski líka áminning til mín sjálfrar.. um að lesa sjálf betur áður en ég læt eitthvað frá mér hér sem annarsstaðar...
Agný.

ÞARFTU AÐ SJÓÐA EGG? NOTAÐU ÞÁ FARSÍMANN ÞINN...

Þ20060614162017ARFTU AÐ SJÓÐA EGG?  NOTAÐU ÞÁ FARSÍMANN ÞINN...

By Susie Mueller.6-28-6
Margar stofnanir, þar á meðal símafyrirtækin gera lítið úr áhrifum farsíma á heilann.Niðurstaða úr stuttri rannsókn var notuð til þess að sannfæra notendur um það að farsímar tengdust á engan hátt heila æxlum eða krabbameini, sem kæmu í ljós eftir 10 ára notkun þeirra.
 
Til að vera sanngjarn, þá veit enginn nákvæmlega hversu mikinn skaða farsímar eru að valda fólki. 
Nýlega skýrði fjölmiðill frá því að í rannsókn hefði það komið í ljós að geislar frá farsímum eru svo fullir af orku að það er hægt að nota þá til að sjóða egg!!!!
Í þessari tilraun , þá settu rannsóknaraðilarnir egg í eggjabikar úr postulíni
(það leiðir auðveldlega hita), og settu sinn hvorn farsímann á hlið þess.
Rannsóknaraðilarnir hringdu úr öðrum símanum í hinn og létu símana vera tengda eftir að samband náðist.
 
Fyrstu 15 min. Skeði ekkert.
Eftir 25 min þá varð eggið heitt
Eftir 40 min varð yfirborð eggsins hart og brothætt/sprakk..
Að 65 min liðnum þá var eggið vel soðið!
 
Rannsóknaraðilarnir uppgötvuðu það að próteinið í egginu varð að föstum massa þó svo að eggjarauðan væri enn í fljótandi formi.
(Innskot Agný..
Ekki skrítið, þar sem eggjarauðan er fósturvísir hænunnar.. maður passar jú börnin sín..ekki satt..á þann hátt sem mögulegt er..)Rannsóknin sýnir fram á það hversu hættuleg geislun frá farsímum er.
Fólk ætti að varast það að nota farsíma. 
Enn sem komið er þá hafa engar rannsóknir sýnt fram á samsvarandi breytingar á heilabúi okkar mannfólksins...
 
En rannsóknir sem gerðar hafa verið hafa heldur ekki getað afsannað að svo verði ekki...Það ætti að banna börnum að nota farsíma vegna þess að heili þeirra er enn að þroskast og þessvegna mjög viðkvæmur fyrir allri geislun. 
 
Hvernig tveir rússneskir fréttamenn suðu egg  með farsímunum sínum. http://www.rawfamily.com/

Vladimir Lagovski og Andrei Moiseynko from Komsomolskaya Pravda Newspaper in Moskow ákváðu að finna út hversu hættulegir farsímar væru í rauninni.

Það eru engir töfrar faldir í því að sjóða egg með farsímum. Leyndarmálið felst í örbylgjunum sem síminn sendir frá sér.

Þýð. Agný.

 

Þá hefur enn eitt árið runnið sitt skeið..

Þá er víst nýtt ár gengið í garð enn á ný.. Ég var að lesa yfir það sem ég hef skrifað  annarsstaðar frá því í lok des 2005 um það sem snýr að blessari politíkinni..þeirri lóðatík.. Merkilegt hvað ekkert hefur breyst þar á einu ári..Það er svo sem gott að geta gengið að sumum hlutum vísum..ár eftir ár.
Þetta skrifaði ég 30 des.2005..sé ekki betur en að allt sé eins núna í lok ársins 2006.. Eini munurinn er jú ártalið. læt þessi skrif mín fylgja hér.
Þá fer þessu blessaða ári (2005) senn að ljúka..
Misjafnt hefur sennilega árið verið hjá okkur öllum. Sumum gott ár öðrum því miður ekki. En svona er þetta jú bara.. Við endum flest öll með þá ósk í hjarta að nýja árið verði betra en það sem er að ljúka..
En ég verð að viðurkenna að politískt séð þá finnst mér nú ansi mikið hafa borið á misræmi í loforðum og efndum hjá ráðamönnum þjóðarinnar og ansi mikill munur á því hvað þeim finnst eðlilegt að hinn almenni íslendingur eigi að vera með í laun miðað við þá sjálfa.. Meðan stór hópur fólks á að sætta sig við um 100.000kr á mán þá finnst þeim sjálfum ekkert athugavert við að vera með á bilinu 500.000 og ríflega miljón á mánuði í laun.......
Þannig að ég reikna með að margir endi ekki árið með neitt alltof fallegum hugsunum til þessara aðila sem sjá ekkert athugavert við það að fá hátt í mánaðar laun öryrkja/ellilífeyrisþega og annarra minnihlutahópa. Það eru greinilega orðnir miðað við þennan mikla launamun 2 þjóðfélagshópar í landinu, en það er hástétt og lágstétt. Það er ekki lengur orðið til millistétt en það var það jú einu sinni...
Svo eiga þessir aðilar enn lengri frí en hinn almenni íslendingur allt út frá gömlum lögum sem voru jú barn síns tíma, þ.e. á meðan að meiri hluti alþingismanna voru bændur..Þeir þurftu jú að komast í sauðburðinn á vorin og þinglok miðuð út frá því. Upphaf þings á haustinu tóku mið af því að þeir þyrftu nú að klára að smala og slátra áður en þing var sett.. Svo miðast jú jólafríið við fengitíma blessaðar sauðkindarinnar.. Það þarf jú að "hleypa" til svo að fæðist fín og flott lömb..
En væri nú ekki eðlilegt að henda þessum lögum út?
Ekki síst vegna þess að það er eiginlega bæði búið að útrýma bændum og rollum? Það finnst mér allavega...
Þetta finnst mér að eigi að vera ein af lagabreytingum á nýju ári.
Það er að alþingismenn sitji jafn lengi á þingi og börnin okkar á skólabekk og þeir komi saman aftur á sama tíma og skólarnir byrja og að jóla og páskafrí hjá þeim séu jafn "stutt" og er hjá börnunum okkar..Finnst það helvíti hart að þeir ætlast til af yngstu kynslóð landsins meira en af sjálfum sér ..
Svo þegar þetta lið kemur saman núna eftir jólafrí þá fer mestur tíminn fram að kosningum að lofa gjörðir stjórnarinnar frá síðustu kosningum og rakka niður hina...
Komið með nýja kosninga/loforða svika þulu, sem við jú flest gleypum allt hrátt..enn á ný..
Minni okkar er ekki lengra en þessi 4 ár..öll gömlu /sömu loforðin gleypa flestir hrátt...aftur og aftur...En ég verð að segja að Davíð var klókur..hann kann sko á minni eða óminni okkar íslendinga.. Hann hafði vit á því að labba út akkúrat núna og rétta Halldóri stýrið á þjóðarskútunni...
Þannig að við munum bara eftir Halldóri við stýrið á skútunni þegar hún sökk...
Fyrsti stýrimaður býður jú yfirleitt eftir því að fá tækifæri til að verða skipstjóri á skútunni..
En það er svolítið ljótt af skipstjóranum að rétta honum stýrið er skútan er við að steyta á skeri og er að stranda...En það getur enginn vænt Davíð um heimsku...margt annað en ekki það...
þannig að ég tel að sjálfstæðisflokkurinn eigi þegar upp er staðið eftir að græða á útgöngu Davíðs..en framsókn tapa..því langtímaminni fólks er jú svo lélegt..Það mun bara muna eftir Halldóri í vor þegar að verður kosið...
Tek það fram að ég er hvorugum þessum flokkum hlynnt...Finnst venjulega sama skítafýlan að báðum...
Politískt séð er ég ekki ánægð með árið 2005..en þetta lið hefur jú að vísu staðið sig nokkuð vel í einu..en það er að svíkja lítilmagnann og traðaka á honum á skítugum skónum alveg upp í kok..
Réttara nota þann hóp sem fótaþurrku...Segi bara svei attan...
Þannig að ég er reið fyrir hönd þeirra sem minna mega sín hér á landi..
Það þýðir ekki fyrir þetta lið að koma með einhverjar fallegar innihaldslausar lofrullur fyrir mig núna við lok þessa árs.Það væri held ég mál til komið að þessir aðilar segi minna og standi við öll fallegu loforðin um betri tíð og blóm í haga handa lítilmagnanum, sem þeir telja okkur trú um að sé að renna upp..
Alltaf 1. jan hvert ár...sama gamla þulan..því miður gleypa flestir það hrátt.. aftur og aftur..
Agný.
sem átti ágætt ár en ég ætla ekki að þakka ríkisstjórninni það..
Læt hér fylgja vísu sem ég gerði fyrir um 20 árum síðan..greinilega lítið breyst síðan...
Stjórnin segir, allt þeir geri gott,
skattar, tollar og gjöld.
Viskunni ei það beri vott,
vandamálin sem hún er völd.

VINIR / KUNNINGJAR.. smá pælingar..

Hvað er vinátta?
Ég veit að þetta er stór spurning en svörin geta verið mörg..
Allt eftir túlkun hvers og eins hvað sé vinur /vinátta.  Vinskapur hefur ekkert með kyn að gera, þó svo kanski sumum finnist þeir ekki geta átt vini nema af sama kyni og þeir sjálfir eru af en ég er ekki sammála því fyrir mig sjálfa.
Ansi oft eigum við erfitt með að skilgreina vináttu og kunningsskap..
Í mínum huga er vinátta þannig að þú tekur viðkomandi með kostum og göllum, hann er samt vinur þinn þó að hann eigi fullt af því sem þú kallar galla í þínum huga..En kostirnir vega jú meira. Vináttu megum og eigum við að nota.. ekki förum við og biðjum einhvern bláókunnugan um greiða eða hjálp...
Nei við spyrjum vininn...En að nota vináttu og að misnota hana er stórt bil á milli...Þó svo að  manni líki ekki alltaf það sem vinur okkar gerir þá hættum við ekki að vera vinir.. Því við erum vinir með  kostum og göllum...
En þegar gallarnir eru farnir að yfirgnæfa kostina þá held ég að sé kominn tími til að endurskoða það hvað vinátta gengur út á...En munum eitt ...
Við getum ekki verið vinir neinna ef að við byrjum ekki á því að vera vinur okkar sjálfs fyrst...
Því hvernig getur maður gefið/deilt einhverju með öðrum ef að við eigum það ekki til fyrir okkur sjálf fyrst?...

Hvernig getum við ætlast til að einhver elski okkur og sýni okkur og segi ást sína til okkar ef að okkur finnst við sjálf aldrei elsku verð?.. Við getum aldrei gefið/veitt öðrum það sem okkur finnst að við sjálf eigum aldrei skilið..
Ef að okkur finnst aldrei við eiga skilið ást/kærleika .. og að við þolum okkur sjálf ekki og þykir jafnvel ekki einu sinni vænt um okkur...Hvernig getum við þá ætlast til að einhver elski okkur...
Heitir það ekki þá tilætlunarsemi????  Þetta er jú mín skoðun og hvernig ég lít á vináttu..en þarf ekki að vera annarra.. 
Ég óska ykkur öllum gleði og gæfu á nýju ári og takk fyrir samveruna á því sem er að líða..annaannarra.
Kær kveðja
Agný.

Kæri Stebbi, ég bið þig innilegrar afsökunar á mínum herfilegu mistökum.

Fyrirgefðu Stebbi minn  en ég verð víst að biðja þig innilegrar afsökunar  og skammast mín ferlega ég er búin að vera að skoða núna allar þínar færslur um Saddam og sé það  að ég hef farið inn á nýjustu skrif þín um Saddam og þar var ekkert kvót..Réttilega því ég aulinn hafði kvóteraði hér http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/95215/#comments og ég bið þig enn og aftur innilega afsökunar . Ég þarf greinilega að læra betur á þetta blogg áður en ég ræðst á aðra svona eins og ég geri hér og það á röngum forsendum. Ég hef aldrei þekkt þig að neinu nema mjög góðu,  þó að okkar politísku skoðanir séu ekki þær sömu,  þá hefur það ekki aftrað því að við erum búin að vera að mínu mati góðir vinir í  3. ár og ég vona að þú viljir vera vinur minn áfram þó að ég hafi gert þennan skandall. En það er sko engin hætta á því að ég lesi ekki betur og oftar en einu sinni, svo ég geri ekki svona herfileg mistök aftur. Vona bara að þú getir fyrirgefið mér en skil svo sem ef þú munt ekki gera það.

 


Bévítans gungur eru þessir ung sjallar..blogg vinir mínir..

Ég kvóteraði tvisvar í dag já  blogg vini ínum sem er svo sem ekki sammála mínum pólitísku skoðunum..
En and......... gunguskapur að fela mínar athugasemdir um líflát Saddams og hitt var um framboð Árna ... Stendur núll athugasemdir...Ég myndi ekki kjósa sjálfstæðisflokkinn þó að mer yrði boðin borgun fyrir GetLost og tuff..hræki á svona fokking aumingja sem þora ekki ð láta athugsemdirnar standa... Bláliða gungur ....taki til sín sem vilja eiga...!!!!

Smávegis krydd getur haldið ökumönnum árvökulum. Piparminta og kanill geta bætt árvekni þína, segja rannsóknir.

Piparminta og kanill geta bætt árvekni þína, segja rannsóknir.

http://www.healthscout.com/news/1525368/main.html

25 04 2005 Helth days news.
 
Hér er eitthvað fyrir alla ökumenn sem getur virkað betur en lyktin í nýjum bíl.
Smávegis piparminta eða kanill í bílnum þínum getur hjálpað þér til að losna við ergelsi og pirring..og einnig gert þig að árvökulli bílstjóra..
 
Samkvæmt rannsókn gerðri af Dr. Bryan Raudenbush aðstoðar professor við Háskólann Wheeling Jesuit í West Virgina, þar voru þátttakendur látnir lykta af þrem mismunandi ilmum ( piparmintu, kanil og engri lykt ) á meðan þeir voru  í aksturshermi.
 
Ilmirnir voru settir í hæg fljótandi súrefni ( 1,3L/min ) og dælt yfir þátttakendurnar í 30 sec frest iá 15 min próftíma.
Eftir það var færni þátttakendanna mæld, hvernig þeir stóðu sig, hversu vel vakandi þeir voru, skap og vinnuálag.'
“ Heilt yfir , lengri keyrsla jók hræðslu, verki, og andleg virkni dvínaði; “
Raudenbush´s yfirlýsing:
“ Hvað sem öllu líður, verkir minnkuðu hjá þeim sem voru undir áhrifum frá kanil. 
Bæði piparminta og kanill orsökuðu meiri árvekni í samanburði við engan ilm á meðan á keyrslu stóð.”
 
Ef að þessir ilmir væru notaðir yfir lengri tíma , þá gæti það bætt árvekni bílstjóranna og fækkað slysum á þjóðvegunum,”
segja rannsóknaraðilarnir.
Rannsóknin var kynnt á ráðstefnu Assosiation for Chemical Reception .
Þýðandi Agný.

Gyðingar og gyðingar eru ekki það sama...

Tveir flokkar eru til af gyðingum..Zionistar og torah..Þeir fyrrnefndu fara því miður með völdin í ísrael í dag..Zionista og fasisma má svo gott sem gera sama sem merki fyrir..                                               
Munurinn á nafngiftinni fer einungis eftir trúarlega þættinum..Læt hér mín skrif af alvaran.com...
Kæru vinir... vísa í þetta hér..  smá úrdráttur hér fyrir neðan..

Gyðingahatur er ekki bara gyðingahatur..
Málið er að gyðingar skiftast innbyrðis í 2 flokka ..zionista..og thora..
Því miður eru zionistar við völd í dag..meira að segja afneituðu þeir gyðingum sem var
búið að stilla upp við gasklefana.. Ástæðan fyrir því að zionistar hjálpuðu ekki torah ( sanntrúuðum gyðingum) .. ja.þeim fannst allt í lagi að FÓRNA VISSUM BELJUM TIL AÐ BJARGA NAUTGRIPAHJÖRÐINNI) (sorry).. ,,það þarf nú alltaf að fórna einhverjum fyrir málstaðinn"...
Ég var búin að setja inn um þetta á óvenjuleg málefni..ef einhver hefur áhuga á að fræðast...þá er það þar...Nenni ekki að segja sömu söguna miljón sinnum...
P.S. Það vantar slatta upp á mínar upplýsingar hér..en er ekki alveg í stuði að birta það og veit að fæstir vilja móttaka þær upplýsingar..
Mín reynsla fram að þessu...
Kv. Agný.


ROMMKÚLU ÍS- þetta er sko jóla ísinn fyrir þá sem eru hrifnir af romm bragðinu ;-)

ROMMKÚLU  ÍS 

að hætti Agný.

 

Með heitri rommkúlu sósu.

6.egg

 

125.gr dökkur púðursykur.

 

½ l. rjómi.

 

1 ds. rommkúlur.(300 gr.)

 

smá mjólk / rjómi 

2. msk. síróp

AÐFERÐ.

Byrjið á að þeyta rjómann.

Geymið hann í kæli á meðan egg og sykur eru þeytt saman ljóst og létt.

Á meðan eggja og sykurblandan er að þeytast, bræðið 150 gr. yfir vatnsbaði, passar að nota heitt vatn  úr krananum og hafa vatnið svo á minnsta hita.

 

Vatnið má alls ekki sjóða. Það má ekki kom vatn saman við kúlurnar á meðan þær bráðna....
 
Látið kúlurnar bráðna alveg og hrærið vel saman áður en þið setjið smá mjólk lítið í einu og hrærið á milli. 
 
En það mikið að kremið verði það þunnt að það renni.
 
Hellið því saman við blönduna á meðan hún þeytist á minnsta hraða. 
 
Þar á eftir er þeytta rjómanum blandað varlega saman við með sleikju. 
 
Það má líka mylja restina af rommkúlunum út í ísinn en ég notaði 150 gr. til að búa til heita rommkúlu  sósu. 
 
Notið sömu aðferð til að búa til heita rommkúlu íssósu og hér er gert að ofan.
 

Þegar  rommkúlurnar eru bráðnaðar og þú sett smá mjólk/ rjóma út í , setjið þær þá í pott og bætið ca 2.msk af sírópi út í. 

 

Látið malla þar til kemur smá seigja í sósuna.

 

Þetta er í raun eins og að búa til karamellur. 
 
Ef að verður afgangur af sósunni þá er ekkert mál að hita hana aftur..
 
Það er þokkalega mikið romm bragð af bæði ísnum og sósunni..
Engin skylda að nota þetta saman..
 
En þetta er sko ís fyrir fyrir þá sem elska romm Wink
 
Þessi  uppskrift gerir 2 lítra af ís..ágætt að nota gömul ísbox..við eigum flest svoleiðis.....
 
NJÓTIÐ svo bara VEL.

Jóla ..hvað...

Nú er mjög svo stutt í það að "blessuð jólin" renni í garð..
Persónulega er ég ekki neitt í jólafíling.. en reyni að vera það fyrir strákana mína 4....
Ég hef ladrei þolað þetta jóla/kaupæðis stress..þó svo ég sé nokkuð góð  í því að spandera spírunum..
Þarf sko engin jól til þess..
En einhverra hluta vegna er ég bara alls ekki í jóla/tiltektargírnum..reyni þó..af því ég ólst upp við þetta FJÁRANS STRESS OG JÓLA SERIMONÍUR..
Ég vil í rauninni hafa bara þennan jóla anda í mínu hjarta ..smá gott að borða..góða bók að lesa..konfekt og kaffi..kertaljós og reykelsi....þá er ég alsæl..
En því miður á ég rosalega erfitt með það að rífa mig upp úr þessum jóla/stress uppeldis hefðum..
Ég vil ekki þetta stress, auglýsingaskrum, og gjafaflóða kjaftæði.. en samt finnst mér ég verði að vera í þessari hringekju..urr..pirr..irr..
Þið sjáið kl. hvað ég er að pára þetta..þannig að mínar tilraunir um að vera ekki í þessu jólastressi er ekki alveg að virka..ja og þó..Woundering ..því ég er jú hér að pára..ja um leið og ég fylgist með því hvort kviknar á reykskynjaranum..er nefnilega að baka líka súkkulaðibitakökur...
Jamm einmitt jóla..hvað...Wink
Ég er greinilega enn föst í viðjum vanans.. arg ..pirr..irr...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Nota bene

Translate your website into 52 languages

We The People Will Not Be Chipped!

NO VERICHIP INSIDE ME! I WILL NOT BE MARKED AS I WERE A BEAST!

We The People Will Not Be Chipped!
http://www.wethepeoplewillnotbechipped.com/main/news.php
We The People Will Not Be Chipped!

Höfundur

Agný
Agný

Betra er að vita "lítið" en um "mikið", frekar en að vita mikið um lítið... 

agnyrose@gmail.com

CHEMTRAILS OR?/EFNARÁKIR EÐA?

http://www.flickr.com/photos/32781077@N02/show/

Chemtrail-Related Illnesses  SJÚKDÓMSEINKENNI TENGD EFNARÁKUM

http://globalskywatch.com 

"Better to know little about a lot..than lot about one thing"

"Betra að vita lítið en um mikið...heldur en mikið um lítið.. "

Bloggvinir

Nýjustu myndir

  • https  bucketeer-e05bbc84-baa3-437e-9518-adb32be77984.s3.amazonaws.com public images 9fc4e144-1976-445f-9505-142c462106fc 800x577
  • 12717675 10207211077647579 3269554484766683045 n
  • Inga-2
  • Inga-2
  • ...19_131709-1

Nýjustu myndböndin

Bólusetningarþvingun

JFK  /  BUSH

Capitalist_Conspriracy

911  A  CLOSER  LOOK

THE HIDDEN HISTORY OF 9-11-2001: Prof. Paul Zarembka

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband